Vikan - 09.08.1973, Blaðsíða 10
i
i
)
Sagt er, að þetta sé ömurlegasti blettur á jaröríki, —
Walled City í Hong Kong, neðanjarðarbær, þar sem 60.000
mannverur búa á jafn mörgum fermetrum. tbúarnir
þekkja ekki sólarljósið nema af afspurn og lifa á þvi að
selja sjálfa sig og eiturlyf. En mitt i öllum þessúrh ó-
skapnaði er ofurlitil glæta. Agnar Espegren, sem er
norskur trúboði, hefur starfað þar í mörg ár og rekur trú-
boðsskóla fyrir börnin og leyfir þeim að njóta dagsbirt-
unnar nokkra tima á dag. Hann er leiðsögumaður okkar i
þessari ferð. Án hans hefðum við tæpast komizt inn og alls
ekki út aftur.
Agnar Espegren,norski trú-
boðinn, sem starfað hefur í
mörg ár i neðanjarðarborg-
inni og rekur þar trúboðs-
skóla fyrir börn.
Walled City — hinn ömur-
legi staður, þar sem hvorki
Bretum né Kínverjum hef-
ur tekizt að halda uppi lög-
um og regiu. Myndin er
tekin úr lofti.
10 VIKAN 32. TBL.
Walled City: bær án laga, þar
sem búa 60.000 manns. Þú munt
aldrei rata þangað, ef þú ert ekki i
fylgd meö kunnugum. Og þú skalt
aldrei voga þér þangað, ef þú átt
ekki vini þar niðri. Tveir ljús-
myndarar frá „China Mail”
reyndu að svindla sér inn á svæö-
iö i fyrrahaust, til að gera „grein
ársins”. Þeir komust út með lffið I
lúkunum. En myndavélarnar
voru i lélegu ásigkomulagi, þegar
þeir stuttu seinna voru komnir i
sólarljósið Hong Kong meginn
múrsins. Og filmurnar flutu i
skolpinu inni i kjallarabænum.
Hingað koma eng:r feröamenn.
Enginn hefur áhuga á að reka á-
róður fyrir svæöinu, sem taliö er
heimsins versta fátæktar- og und-
irheimahverfi. Og ef þú ert svo
heimskur að hætta þér inn um eitt
þeirra þröngu sunda, sem liggja
þangað og viröa að vettugi hið
mannlega viövörunarkerfi, sem
lætur hátt i, þegar þú gengur nið-
ur 15 þrepin til fyrstu nöktu.íjósa-
perunnar — munt þú að öllum lik-
indum hafa mesta löngun til að
snúa við, þegar þú sérð fyrsta
„varömanninn”, þar sem gatan
liggur til þriggja átta. Hann á
skyndilega annrikt og það er á-
stæöa þess, að þú verður var
hans. Nokkrum sekúndum seinna
veit hverfið, að þú ert inni á svæð-
inu. Vakað er yfir hverju fótmáli
þinu.
í lok marz var framið stórt
bankarán I Hong Kong. Einn lög-
regluþjónn var drepinn og tveir
særðir hættulega. Afbrotamenn-
irnir hafa ekki fundizt. Það var
sagt, að lögreglan hefði rannsak-
að hvert einasta hús I Walled
City. Þeir sem þekkja .þar til
yppta öxlum yfir slikri fullyrö-
ingu. Fyrir þvi eru margar á-
stæður. Enginn rannsakar hvert
hús I Walled City. Ekki einu sinni
lögreglan.
Þvi þetta er bær án laga. Eng-
inn ákveður hér, fyrir utan hinn
ósýnilega stjórnanda. Hver það
er, veit enginn. Þegar Kina gaf
Bretlandi þann hluta Hong Kong,
sem heitir Kowloon árið 1860, var
Walled City ekki nefnt. Svæðið
átti fyrst og fremst aö vera frlriki
klnverskra diplómata. Bretland
hefur jafnvel gert kröfu til kjall-
arabæjarins, sem varö fátæktar-
og undirheimahverfi, þegar
diplomatarnir fluttu. Peking hef-
ur alltaf neitað þeirri málaleitan.
Er það þá Peking, sem fjar-
stýrir Walled City? Nei, segja
þeir, sem þekkja vel til. — Peking
hefur misst tökin. Þú gengur yfir
landamæri til annars lands, þeg-
ar þú gengur niður þrepin 15.
Land, þar sem stjórnleysið hefur
skapað sér eigin lög. Kannski
strangari en I þeim löndum, þar
sem sólin skln.
Bær undir jörðu.
Sólarljós slapp slðast inn, þegar
bærinn var byggður 1848 á Cing-
timabilinu. Sterkur múr umlukti
hann, og útgangarnir fjórir voru
lokaöir með járngrindum. Þá gat
þétta kallast kastali, þvi gegn
þeirra tima vopnum var hann
; V. r
'v;.