Vikan

Tölublað

Vikan - 09.08.1973, Blaðsíða 25

Vikan - 09.08.1973, Blaðsíða 25
Það lltur ekki út fyrir annað þessa dagana, en nokkur hreyfing sé að komast á poppheim Mörlandans. Fyrir nokkru kom á markað ný 2ja laga plata frá Jóhanni G. Jóhannssyni, ekta- poppara. Er ekki annað hægt að segja, en þar sé komin einhver sú bezta 2ja laga plata, sem út hefur komið á Islandi. Hljóðfæraleikur og sánd á plötunni ber ekki hinn minnsta keim af tslandi eða íslendingum. Og i tilefni dagsins I dag, sem i sjálfu sér er ekkert merkilegri heldur en dagurinn i gær, var ákveðið að hafa viðtal við Jóhann. Við sátum saman eina kvöldstund á bekk heima I stofu hjá honum og reyndum að vera gáfaðir, a.m.k. að segja aðeins það, sem enginn minnsti vafi lék á, að allir skildu. — Og heldur bærilega fór’ann af stað... ,,Ja, ég er eiginlega einn af þessum mönnum, sem.geta ekki talað, nema viðmælandinn hafi einhver inspfrandi áhrif á mig”, var það fyrsta, sem okkur fór á milli og þar með var lögð hin ægi- legasta byrði á hepðar við- mælandans. Það var ekki upi annað að ræða, en að bjarga þvi sem bjargað varð, og láta þessa fyrstu athugasemd sem vind um eyru þjóta. En þetta átti að verða töluvert alvarlegt viðtal og ég tjáði hug minr. i þeim efnum og svarið sem ég fékk var... „Það þarf töluverðan kraft til að reyna að vera gáfaður”. Nú var mér öll- um lokið og það sem eftir var af kvöldinu fór i spjall um alla heima og geima. Hvor talaði meira, verður að liggja á milli hluta. Ég prenta hvort eð er, aðeins það sem Jóhann sagði. Jóhann fór til Englands snemma i vor og var ætlunin að hljóðrita fjögur lög, sem áttu að fara á tvær 2ja laga plötur. — „Ég fór út til London og það var ekki ætlunin að vera lengur en 10 daga. en þegar yfir lauk, var ég búinr að vera 7 vikur. Ætlunin var af gera fjögur lög. Svo illa vildi til að fyrsta upptakan fór gjörsam- lega I vaskinn, svo það var ekki um annað að ræða en að vera lengur. Svo fór ég að komast i samband við mannskapinn, maður fór að kynnast Bretunum. Nú, svo leit ég svolitið á lifið, ekki svo að segja, að ég hafi ekki haft einhverja nasasjón af þvi áður, — en þetta fór svona i það að reyna að finna eigin status. Ég var skltnervös, svona til að byrja með, en þetta kom allt.” Sú vinna, sem liggur að baki hverri upptöku i stúdiói erlendis, er geipimikil. En, hvernig gekk þetta fyrir sig hjá Jóhanni. Strax i vetur átti hann á lager töluvert mörg lög, öll hrá að visu, en hug- myndir að lögum. „A 2. i jólum hafði Derek haft svo mikiö að gera, að hann hafði tæplega haft tima til að hlusta á teipið, hvað þá meir. Svo ég varð aö taka til höndunum og reyna að drifa þetta i gegn, en engu aö siður, þetta hefði aldrei verið hægt, nema fyrir tilstilli Dereks. Hann sá um, að útvega öll hljóðfæri, aðstoðar- hljóðfæraleikara og allar út- setningar, sem komust á pappir voru hans verk.” Derek þessi Wadsworth er maður á þritugsaldrinum og hefur svo um , múnar tekið til höhdunum I poppfnu. Hann var m.a. hljómsveitarstjffri i Hárinu allan þann tíma, sem þaö var sýnt i London, auk þess sem hann hefur sjálfur leikið meö Rolling Stones, Georg Harrison og Emerson, Lake og Palmer við hljómplötuupptökur, svo ein- hverjir séu nefndir. Svo og hefur hann stjórnað flestum upptökum þeirra George Fame, Dusty Springfield og Shandy Shaw. Við upptökuna voru um það bil 15-20 hljóðfæraleikarar, allt enskir session menn. A þeim tlma, sem Jóhann dvaldi i London, auðnaðist honum að komast I færi við einhverja þá al- færustu ibransanumog meö hjálp Dereks, fá þá til samstarfs. Og skýringin á þvi, hvernig það geröist var...„blessaður, þetta var allt saman klika”., og þar með^var ekki þörf á að ræða þaö mál neitt frekar. En árangurinn lét ekki á sér standa. Þegar menn Og Ami borgaði s.l. vetur, var ég i ofsa stuði til að semja. Það var eitthvert fólk hérna heima, það var góður húmor yfir öllum. Ég held ég hafi samið ein 8 lög á klukkutima þá. Það var að visu aðeins hug- ■myndir, laglinur, sem ég tók siðan á teip. Siðan var ég að smá- Votiltt éf mttt SlOf sem ég siglí m<5i. hægðuiii og h á tife mins hafi veHingurjnn su lé óT för mmm ræþu feu þrá m.in er Mi þar sem sjótihti S vinna það bezta úr þessu fram eftir vetri og fram á vor og endanlega sendi ég út nokkur lög á segulbandi, til Derek Wads- worth, sem er okkar aðalkontakt þarna úti. Þetta voru lög, sem orðið höfðu til frá jólum og fram á vor. En þegar ég kom svo út, Litfu hlutlrnir segja $vo margi éía» og bló-mÍH s.ém gróá geftlH þeim gaum og þö muttl vttur vorða .KjátiH - hvernig íiuga fiýgut fÍHHdn — vindjnn þvlsía hemíur stvertast efsn tóhh - etft bros getur sagt þér ailt ef þú. aðvins hfustar, höfðu kynnzt, spjallað saman og jafnvel fariö á einn eða tvo klúbba saman, fóru hjólin að snúast. Það efni, sem Jóhann hafði fariö með út, var algjörlega hrátt og ef fyrsta upptakan, sem mistókst, hefði heppnazt, hefði liklega aldrei orðið til sú tónlist, sem nú verður geymd á hljómplötum, framtiðinni til „isperkúleringar” En það er eins og Jóhann segir: „Það tekur sinn tima fyrir mann aö öðlast þroska i músik. Tima- bilin taka' við eitt af öðru, allt veitir þetta manni vissa reynslu. Jákvæð reynsla gerir það að verkum, að maður verður öruggari, þvi sú jákvæða reynsla leiðir af sér aukna viðsýni. Með aukinni reynslu fæst meira út úr lifinu, möguleikarnir verða fleiri”. Þegar allt kom til alls* voru tekin upp i það heila sex lög úti i London. Eins og áður sagði, var ekki ætlunin að taka nema f jögur lög upp i fyrstu. Þessi fyrsta tveggja laga plata, sem nú er komin á markað er með lögunum Don’t try to foöl me óg 5th floor. Bæði eru lögin svokölluð A-lög, > þ.e.a.s. það er engin B-hlið á plötunni bæði lögin giída jafnt, ef svo mætti að orði komast. En hvað með Don’t try tol fool me? „Ja, Bretinn hafði gaman af Framhald á bls. 36 32. TBL. VIKAN 25

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.