Vikan - 09.08.1973, Blaðsíða 48
MIG DREYMDI
Landhelgin.
•Kæri draumráhningamaöur!
Svo er mál meö vexti, aö óg er öryrki og stunda þess vegna
ekki vinnu, en nýlega dreymdi mig aö mér fannst ég vera farin
aö afgreiöa i verzlun á Laugaveginum. Þó kom ég ekki i
verzlunina i drauminum, en haföi þaö á tilfinningunni aö þar
væri ég aö vinna.
'Mér fannst ég vera i matarhléi og ganga niöur Laugaveginn.
Allt var heldur drungalegt, dimmt yfir og ég sá engan á ferli. Ég
fór niöur á Thorvaldsensbasar, en ég hef oft unniö ýmis konar
föndur fyrir basarinn. Ég kannast viö flestar konurnar, sem eru
forráöamenn basarsins. Þær heita Unnur. Júliana, Guöný og
Sigurborg og mér fannst þær vera þarna að vinna. Ein þeirra var
aö tala viö mig, en ég man ekki hver þeirra þaö var. Ég segi
konunni aö mig vanhagi illa um peninga og hún hefur engin orö
um þaö en réttir mér tvo nýja og ljómandi fallega 50 krónu seöla
og þeir voru skinandi bjartir. Hún minntist ekkert á hvenær ég
ætti aö borga þetta. Mér datt í hug, þegar ég sá peningana, hvort
50 krónu seðlar væru aftur komnir i umferö og meö þaö gekk ég
út úr húsinu og draumurinn varö ekki lengri.
Talan 50 rpinnir óneitanlega á landhelgina og nafn formanns
'lhorvaldsensfélagsins, Unnur, styrkir þann grun, aö þessi
draumur boöi ný tfðindi I þvi máli. Sé litiö á hin nöfnin álitum viö
aö Júliana tákni júlimánuð og hin tvö Guöný og Sigurborg gæfu
og gott gengi. Sigurborg er lika fyrir sigri. sömuieiöis Thorvald-
sen, sem er sömu merkingar og Þorvaldur. Aö öllu samanlögöu
ætti þvi aö vera óhætt aö spá góöúm tiöiitdum af landhelginni I
júli og vonandi I ár.
ILLA EYGT SJAVARDYR
Kæra Vika.
Mig dreymdi, að ég væri stödd niður við sjó og stæði á
steyptum stalli, sem stóð út í sjóinn. Fyrir aftan mig var
svartur fiskiskúr með gráu bárujárnsþaki. Allt í einu sá
ég hvar vinkona min kom. Hún gekk fram á stallinn til
mín og virtist vera mjög ánægð. Hún sagðist hafa hitt
strák, sem ég er mjög hrifin af og hún hefði gefið honum
mynd af mér. Hún bætti því við að strákurinn hefði Sagt
henni, að hún væri mjög lagleg. Þá varð ég svo afbrýði-
söm, að ég henti mér í sjóinn og ætlaði að drekkja mér.
f sjónum fann ég, að eitthvað gúmmíkennt og slímugt
settist á vinstri ristina á mér. Greip mig þá ofsahræðsla,
svo að ég spyrnti í botninn og þaut upp á bakkann. Á
fætinum á mér var kolsvört, kringlótt ófreskja á stærð við
hnefa og voru angar út úr henni í allar áttir. Hún hafði
gulgræn, skær augu, en horfði samt ekki á mig. Í5g reyndi
að hrista hana af mér og fannst hún vera að detta, en þá
vaknaði ég.
Með fyrirfram þökk fyrir ráðninguna.
Draumabarn.
Þessi draumur er að því er virðist tengdur þínu dag-
lega lífi. Þú líður töiuvert fyrir fótinn á þér og átt erfitt
með að losna við áhyggjur af honum, þó að þú virðist gera
þér grein fyrir því, að þær eru ástæðulausar. Við spáum
því, að þér takist að losna alveg við minnimáttarkennd
út af þessu lýti og uppgötvir, að ef það hefur einhver áhrif
á líf þitt, er orsakarinnar að mestu leyti að finna hjá þér
sjálfri.
Illlllllllllllllllllllllllllllllllllllllll
Sælgæti.
Kæri draumráöandi!
Mig langar að biðja þig að ráða þennan draum, sem
mig dreymdi fyrir stuttu og hefur valdið mér miklum
heilabrotum.
Mér fannst pabbi koma með eitt Lindubuff til mín og
ég borðaði það. Síðan kom hann með tvö til viðbótar og
ég borðaði þau líka.
Allt í einu fannst mér ég og vinkona mín vera staddar
í búð, þar sem hún var að verzla. Mér verður litið á
Lindubuff í kassa og hnippi í vinkonu mína og segi:
„Sjáðu" og bendi um leið á buffin. ,,Hvað?" segir hún
og hefur lítinn áhuga á því, sem ég var að sýna henni.
„Ég er alltaf að borða svona," segi ég. Að því búnu
vaknaði ég.
Með fyrirfram þökk.
M.
Það eróskandi að þessi draumur eigi eftirað rætast,
því hann boðar þér mikið ástríki, sem þér verður sýnt,
og óvenju mikla velgengni i ástarmálum.
GRÆNT EÐA BLÁTT
Kæri dráumráðandi!
Mig lang^r til þess að þú ráðir þennan draum fyrir
mig.
Mér fannst ég vera flutt á sveitabæ, sem er rétt inrian
við Akureyri. Hjá okkur bjó fullorðin kona, sem við
leigjum hjá. Mér finnst ég vera úti á hlaði með son
minn á handleggnum og konan er að leggja af stað yfir
f jörðinn og ætlar yf ir Eyjaf jarðará. Mér finnst, að hún
ætli yf ir heiðina. Þegar hún kemur út á hlað segir hUn
,,Ja, þetta hefur maður nú oft þurft að fara", og svc>
leggur hún af stað niður hólinn. Þá segi ég: ,,Mikið er
alltorðiðgrænt." Þá snýr konan sérviðog segir: ,,Mér
finnst þetta nú frekar vera orðið blátt.
Draumurinn varð ekki lengri, en hann var mjög skýr.
Með þakklæti fyrir ráðninguna og ágætis efni
Vikunnar.
Gógó.
Það slæst eitthvað smávegis upp á vinskapinn milli
þín og konunnar, sem þú leigir hjá. Af þvi veröa ein-
hver leiðindi en varla umtalsverð og þessi kona á eftir
að reynast þér og fjölskyldu þinni traustur vinur. Þú
skalt því reyna að vera henni til halds og trausts i
þeim erfiöleikum, sem hún lendir i á næstunni.
Illlllllllllllllllllllllllllllllllllllllll