Vikan

Tölublað

Vikan - 09.08.1973, Blaðsíða 28

Vikan - 09.08.1973, Blaðsíða 28
John Grant, dansstjórinn i sýningu Þjóðleikhússins á Kabarett, veitti einum dansaranna i hópnum sérstaka athygli. Það var Guðlaugur Einarsson. Fyrir tilstilli hans hef- ur Guðlaugur nú fengiö árs- samning við leik-og óperuhúsið i Lubeck, en þar er John Grant dansmeistari. — Ég er ráðinn þar fastur dansari næsta leikár. Við leikhús- ið eru tólf fastráðnir dansarar, sex karlmenn og sex konur. Við eigum að byrja daginn með eins til tveggja klukkustunda klassiskri þjálfun. Siðan taka við æfingar fyrir sýningar og loks sýningar á kvöldin. Það kann að vera, að ég taki þátt i sýningum, þó að i þeim séu ekki dansatriði og þá sem aukaleikari. Auk þess að dansa i nokkrum sýningum'Þjóðleikhússins, hefur Guðlaugur starfað með Félagi islenzkra listdansara. Hann var til að mynda i flokknum, sem sýndi nýlega á listaviku i Færeyjum. — Það var virkilega skemmti- leg ferð. Við dönsuðum prógramm. sem átti að sýna þróun ballettsins. Okkar sýning fékk vist mesta aðsókn af öllum sýningaratriðum á listvikunni, en það hefur aldrei verið sýndur ballett i Færeyjum fyrr. Þaö er svolitið grátlegt, að Danir með sinn konunglega ballett skuli ekki hafa séð sóma sinn i þvi að fara með baliettsýningu til Færeyja. Guðlaugur er ættaður frá Blönduósi. Þar fékk hann kennslu i samkvæmisdönsum, frá þvi að hann byrjaði að ganga i skóla. Leikfimikennararnir i skólanum kenndu flestir eitthvað smavegis i dansi. Guðrún Pálsdóttir hvatti Guðlaug til þess að koma hingað suður og leggja frekari stund á dans. í höfuð- staðnum hélt Guðlaugur áfram að láera samkvæmisdansa hjá Heið- ari Astvaldssyni. Honum nægði það ekki og byrjaði fljótlega að dansa jassballett hjá Báru einu sinni til tvisvar i viku. — Hún taldi mér trú um, að ég gæti svolitið dansað, og allt að þvi rak mig niður i Þjóöleikhús. Ég veit ekki, hvort ég hefði haft uppburði i mér til þess upp á mitt eindæmi. 1 Listdansskóla Þjóðleikhússins var ég strax settur i efsta flokk, vegna þess hve gamall ég varorðinn. Þar var ég i vetur og fyrravetur og það er eina klassiska þjálfunin, sem ég hef fengið. 1 allt eru það ekki nema sjö til átta mánuðir, þvi þó kennsla sé i ballettskólanum daglega, fellur hún oft niður hjá þeim nemendum sem taka þátt i sýningum. — Er eingöngu kenndur klassiskur ballett i Listdansskóla Þjóðleikhússins'í — Svo til eingöngu. Unnur Guðjónsdóttir og Alan Carter, sem kenndu þar i vetur, voru reyndar svolitið með karakter- dansa. — Hvað er karakterdans? — Eiginlega eru það þjóðdans- ar, sem þróazt hafa á sérstakan hátt. Þeir veita til dæmis meiri tækifæri til tilfinningatjáningar én venjulegir þjóödansar. Flestir eru þeir upprunnir i Evrópu eða hafa þróazt þar. „Dansbrot”, danssýning Unnar Guðjónsdóttur var eingöngu byggð upp á karakterdönsum. — Var Unnur þinn aöalkenn- ari? — Nei. 1 vetur var Alan Carter aðalkennari minn. Það er virki- lega fær maður og við ættum ein- dregið að reyna að halda i hann. Þetta er dansþjálfari áheimsmæli kvarða og ef hann ekki getur gert islenzkan ballettflokk að veru- leika, getur það enginn. Ég var i vafa um, hvort ég ætti að taka tilboðinu i Lubeck, þvi að ég veit að ég fæ óviða eins góða tækni- lega þjálfun og hjá Carter. Kannski er ég að einhverju leyti að svikja sjálfan mig með þvi að fara frá honum. En Grant er lika frábær og reyni. ir fyrrverandi aðstoðarmaður Carters. Svona tilboð fær maður heldur ekki á „ÉG ER BARA HEPPINN SVEITASTB 28 VIKAN 32. TBL.

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.