Vikan

Tölublað

Vikan - 09.08.1973, Blaðsíða 46

Vikan - 09.08.1973, Blaðsíða 46
Hin skyndilega ákvörðun herfor- ingjastjórnarinnar i Grikklandi um aö setja Konstantin kóng af bendir l il að herforingjastjórninni sé órótt vegna hinna vaxandi ó- eiröa i landinu. Möguleikar kóngsins á þvi að hann komist til valda á ný eru litlir, en þeir eru þó fyrir hendi. — En þá verður hann að beita ráðkænsku, isem hann a karinski ekki til). til að öðlast traust áhrifamanna i og utan Grikklands. Konstantin II, sem er 33 ára og nýlega settur af, eygir örlitla möguleika á þvi að geta -snúið heim til Grikklands á ný sem kon- ungur. Úrslita er að vænta innan skamms. En allt veltur á hæfileikum hans til að geta nú á skömmum tima sameinaö hina dreiföu and- stöðu gegn herforingjastjórninui, að hrinda af stað bandalagi milli mjög róttækra vinstrimanna og manna, sem standa lengst til hægri. Ef það tekst verður það kraftaverki næst. A sama tima verður hann eftir leyndum leiðum að halda sam- bandi við sér holla menn i Grikk- landi. Sambandið nægir jafnvel ekki Hann verður að lofa gulli og grænum skogum. isem á grisku miinrii i þessu tilviki utleggjast generála- og aðmirálstiiður i til fjölda oíursta og liðsforingja, sem telja sig sniðgengna af hinum nýja forseta Grikklands, Giorgios I’apariapoulos, og hans nánustu Getur Konstantin, sem yfirleitt hefur verið talinn kænskulaus, komið þessu af stað? Flestir kunnugir segja nei. En konungur- inn, sem tók við krúnunni 24 ára gamall og var þá algjörlega ófær um aðstjórna, hefur lært margt i útlegðinni á Italiu. Sú þögn, sem hefur umlukið Konstantin siðan hann neyddist til að flýja land 13. desember 1967, hefur veriö túlkuð á margan hátt. Fjandmenn hans hafa svarið á reiðum höndum: Konstantin þagöi til að má mánaöarlegar á- visanir frá Aþenu öll þau sex ár, sem hann var formlega æðsti maöur Grikklands. Hann hefur kastaö striöshanzkanum i hreinni vonzku, vegna þess að hann fær ekki lengur aurana slna. Svo seg- ir fólk, sem hatar konungdæmiö og allt, sem þvi fylgir. En nákvæmari skýrendur lita öðruvisi á málið. Hinn bitri lærdómur frá 1967 — þegar stuðningsmenn hans urðu útunrian á augnabliki ákvörð unarinnar — kenndi honum aö minnsta kosti einn hlut. Nefnilega að þegja, biða og sjá til, fylgjast náiö með hugsanlegum innbyrð- is átiikum, sem gtu orðið stjórn inni aö falli. Konungleg óskhyggja? Tæpast, segja erlendir fréttaritarar I Aþenu. Heita má, að hver einasta stjórn i Grikklandi hafi farið frá völdum vegna innri ágreinings. Konstantin þarf bara að leiða hugann að ferðum forfeðra sinna til og frá Aþenu, til og frá valda- stóli, til að styrkja trú sina. Fréttir frá Aþenu benda til, að margir Grikkir, sem i rauninni eru andvigir Konstantin, en and- vigir l’apadopoulosi og aðgerðum hans að undanförnu, þegar hann útnefndi sjálfan sig forseta Grikklands, hafi snúizt til fylgis viö stuðningsmenn Konstantins. Eitt ér vist, Konstantin var aldrei vinsæll þjóðhöfðingi, sem haföi meirihluta fólks bak viö sig. Ástæðan er augljós. Hirðin var gerspillt. Flottheit voru mikil á fjölskyldunni. Konungsættin þótti mjög dýr i rekstri i einu fátæk- asta landi Evrópu. Diplomat, sem verið hefur mörg ár i-Grikklandi, hefur kom- izt að þvi, að herforingjastjórnin hefur látir gera leynilega skoö- anakönnun meðal grisku þjóöar- innar, sem bendir til, aö Konstantin njóti stuðnings aöeins 15% fólksins. En stór hópur segir „veit ekki”. En þaö segir ekki ailt. Talan 15% er lttil, en ef þessi 15% eru meiri hluti áhrifamanna i Grikk- landi fæst allt önnur mynd af á- standinu og möguleikum Konstantins til að komast aftur til valda i Grikklandi. Hinn áhrifamikli blaðamanna- fundur þeirra konungsins fyrr- verandi og konu hans i villunni Paolozzi við Porta Latina var honum ekki eingöngu til fram- dráttar. Konstantin var greini- lega taugaóstyrkúr. Það hefur aldrei verið hans sterka hlið aö Nýleg mynd af grísku kon- ungsf jölsky Idunni. Bömin eru, talið frá vinstri: Páll, Alexia og Nikulás. koma fram opinberlega, nema við hátiöleg tækifæri, þegar fylgt er ákveðinni dagskrá. Hann mis- mælti sig nokkrum sinnum, þegar hann las upp striðsyfirlýsingu sína á hendur herforingjastjórn- inni i Aþenu. Anna Maria, sem er dóttir Friðriks danakonungs, er 26 ára og sögð hafa verið með ferskleika ungmeyjar, þar sem hún stóð við hliö manns sins. Þetta þótti mjög góð auglýsing (og örugglega gert i þvi skyni að sýna fram á að hún stæði við hlið hans i stormum og striði). Hversu mikið af ræðu hans komst til Grikklands? Auðvitaö þögðu hinir ritskoðuðu fiölmiölar. 46 VIKAN 32.TBL.

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.