Vikan

Tölublað

Vikan - 09.08.1973, Blaðsíða 21

Vikan - 09.08.1973, Blaðsíða 21
Tl: PÁLL HERMANNSSON „Höndum mínum virðist ganga vel að rækta allt í kring um sig". Hrönn og Hawai-rósin, sem opnaði sig til heiðurs blaðamanni. Bezt er að vera i fremur mildum litum. — Hvað með framburð? Er ykkur ekki uppálagt að tala norð- lenzku? — Nei, það eina, sem okkur er uppálagt, er að tala skýrt og greinilega, en þó má það ekki fara út i öfgar, vegna þess að það má ekki vera óeðlilegt. Ég hef verið mikið fyrir norðan, þvi að mamma er ættuð að norðan, og hef sameinað' þetta að nokkru leyti og tala sunn-norðlenzku, ef svo má segja. — Annars er það mismunandi, hvað maður er vel fyrirkallaður. Stundum kemst varla óbjagað orð út, en stundum er allt i lagi og ekkert gerist, þetta rennur bara eins og mjólk úr fernu. „Það var mikil leynd yfir umsókn minni, og enginn vissi um það fyrr en ég var ráðin." — t>ú vinnur eitthvað annað en húsmóðurstörf og sem sjónvarps- þulur? — Já, ég vinn á morgnana i dómsmálaráðuneytinu. Eg vinn mikið við bréfaskriftir, skjala- meðferð og þvi um likt. Annars er svo mikið pappirsflóð þarna og mörg eyðublöðin, að ég get varla sagt, að ég sé komin inn i starfið, þó að ég hafi unnið það i hálft annað ár. Það lærist alltaf eitt- hvað nýtt á hverjum degi. — Aður vann ég i fjögur ár viö prófarkalestur á Visi. Ég hef allt- af haft gaman af islenzku. I menntaskóla var þetta uppá- haldsfagið mitt og ætlaði ég að standa mig virkilega vel á stú- dentsprófi i islenzku, en það fór nú á annan veg, að mér fannst. Siðan hóf ég nám i islenzkum fræðum i Háskólanum og ætlaði að mennta mig meira i islenzku, en varð að hætta námi fljótlega, þvi ég fékk höfuðsjúkdóm. Allt námið byggðist á fyrirlestrum og ekkert mátti missa úr. — Var ekki hálf leiðinlegt að sitja og lesa prófarkir i fjögur ár? — Nei, alls ékki. Ef maður er svolitið glaðlyndur, er alltaf hægt að hafa nóga skemmtun. Svo hef ég alltaf átt gott með að lynda við fólk. Ibúð Hrannar er öll blómum skreytt, og er hægt með réttu að segja, að þar kenni margra grasa. — Ég virðist hafa það, sem kallað er á dönsku máli ,,grönne_ Framhald á bls. 36 Hrönn og börnin: Andrea Jónheiður og Hafliði Birg- ir. ir /o x s » 30 á 5TTUR SJÓNVARPSÞUL 32. TBÉ. VIKAN*2l

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.