Vikan - 09.08.1973, Blaðsíða 18
Þegar viö nálguöumst húsiö,
sneri ég mér við og sagði:
— Þaö var Frances, sem gaf
mér þessa kápu. Hún hékk uppi á
háalofti og ég hélt ekki aö...
— Sú bölvaöa norn, sagði hann.
Hún héfur engan rétt til að gefa
fötin af Söru.
— Gjöriö svo vel, þér skuluð þá
fá hana, sagði ég og fór að rifa
mig úr kápunni. — Gjöriö svo vel,
ég kæri mig ekki um aö þiggja
neitt af yður!
— Asni! öskraöi hann til baka
— Ég kæri mig ekki um þessa
kápu! Eigið hana!
Við stóðum þarna, andspænis
hvort ööru, eins og striðshanar.
— Fyrirgefið, tautaði hann svo.
— Ég ætlaði ekki að gera yður
neitt, en ég þekkti ilminn. Og þér
gangiö alveg eins og hún i myrkr-
inu. Mér þykir þetta leitt. Hann
gekk svo i burtu frá mér, hrööum
skrefum.
Þegar ég kom inn i anddyriö, sá
ég óttan á andlitum þeirra, sem.
þar voru. Það voru þau Frances,
Joan og börnin. Charles og Walter
höföu tekið bilinn og voru farnir
af stað, til að leita að mér. Þau
höföu ekki haldiö, að ég væru svo
óvarkár að ganga niöur aö sjón-
um svona seint. Þaö fór yfirleitt
enginn annar en Ernest þangaö.
Þau spuröu, hvort ég heföi ekki
hitt Ernest.
Þegar ég loksins var orðin ein i
herberginu minu, fór ég i hugan-
um yfir atburöi dagsins og ég
roönaöi af smán. Hvernig haföi ég
getaö verið svo heimsk að verða
hrædd? Ég vissi, aö Ernest var
vanur að ganga þarna meöfram
ströndinni, neöan viö klettana. Ég
reyndi aö finna einhverja afsökun
og sagði við sjálfa mig, aö þetta
heföi getað veriö einhver annar.
Þaö heföi getaö veriö brjálaöur
maöur! Hvaö var þaö, sem
Frances haföi sagt? Og haföi ekki
Joan lika komið þvi aö, aö Ernest
væri alveg þesslegur aö deyöa
manneskju? Ég sá fyrir mér ná-
hvitt andlit hans. Það var eins og
hann heföi séö afturgöngu. Aftur-
göngu Söru? Hvar var Sara?
Hvers vegna haföi hún fariö, án
þess aö taka fötin sin og þessa dá-
samlegu loðkápu.
Þaö væri auövitaö mjög auövelt
aö hrinda hverjum sem væri fram
af kiettunum. Hafiö hylur öll
spor. Hafði Sara horfið þar? Var
það þess vegna, sem hún haföi
horfiö, án þess að segja nokkrum
frá þvi, hvert hún fór?
Atvikið viö klettana geröi mig
varkárari og ég fór ekki oftar
þangaö einsömul.
Og svo kom hinn almenni þakk-
argerðardagur, siöasta fimmtu-
daginn i nóvember!
Joan og Charles ætluðu til New
York: Joan i skoöun til læknisins.
Þau buöu mér aö koma meö sér,
en ég afþakkaði þaö. Ég vissi, aö
þau vildu gjarnan vera ein og ég
haföi ekkert á móti þvi að vera
ein mins liðs i nokkra daga. Þess-
utan þorði ég varla að fara til
New York, að svo stöddu. Ég vissi
ekki hvernig mér yröi viö aö kom-
ast á þekktar slóöir, þar sem Jed
væri einhvers staðar nálægur og
þar sem viö höhun þrátt fyrir allt,
verið hamingjusöm. Þaö gat ver-
ið að forvitnin ræki mig á fornar
slóöir. Þaö var miklu betra, aö
vera ekki að stofna til freistinga.
Ég á þaö lika til að framkvæma
fyrst og hugsa á eftir' og þaö gat
veriö, aö ég geröi eitthvaö
heimskulegt ef ég stæði augliti til
auglitis viö hann og kenndi
kannski i brjósti um hann.
Þau ætluðu að fara eftir miö-
degisverðinn. Frances haföi á-
kveöiö, aö þessi . þakkargeröar-
dagur yröi einn af þeim tyllidög-
um, sem faöir hennar heföi gam-
an af aö sjá alla fjölskylduna
samankomna. Ef eitthvaö dræg-
ist i timann, þá ætluöu þau
Charles og Joan cfb gista ein-
hvers staðar á leiöinni til New
York.
Það var mikil glaöværö undir
borðum. Börnin voru óvenju kát
og drykkurinn, sem Walter haföi
blandað fyrir matinn, haföi lik-
lega veriö nokkuö sterkur. Matn-
um seinkaði svolitið, en á slikum
degi, gerði það ekkert til. Ernest
kom fyrst, þegar við vorum öll
setzt til borðs, en það þótti
Frances mesti ósiður. Það var á
henni að heyra, aö hann kæmi að-
eins, til aö eyöileggja fyrir henni
hátiöina.
En þaö megnaði ekkert aö
trufla hiö góða andrúmsloft, og
þegar við vorum búin að koma
okkur fyrir i bókastofunni, yfir
kaffi og koniaki, þá var Charles
jafnvel búinn að draga Ernest
meö inn i samræöurnar. Þeir
voru aö tala um, hvernig þeir
heföu sjálfir veriö á aldrei Sandys
og Peters. Þeir voru vanir að stel-
ast út á kvöldin, þegar kyrrö var
komin á i húsinu, og leika sér á
skautum á frosnu vatninu, sem lá
i öðrum enda trjágarðsins.
— Manstu, þegar ég datt ofan i
og þú dróst mig i land? Spuröi
Charles.
— Ég vissi mætavel, hvaö gert
yröi viö mig, ef ég hefði látið þaö
vera aö draga þig i land, sagöi
Ernest hlæjandi.
Peter og Sandy hlustuðu, með
galopna munnana -og augun á
stilkum. Ég hugsa, aö þeir hafi
ekki getað skiliö, aö þessir viröu-
legu menn, heföu einhvern tima
veriö óhlýönir drengir. Sandy
hafði boröaö meö okkur, þar sem
hann átti aö fá aö sófa hjá Peter.
— Var ekki gáð i rúmin ykkar,
til aö vita, hvort þiö væruö þar?
spuröi Peter og rödd hans var
hvell af ákafa,
— Við vöfðum saman teppum
og létum þau i rúmin, svo þaö leit
svo út, að viö værum i rúmunum i
fasta svefni, sagöi Charles. Eina
skiptiö, sem þetta mistókst hjá
okkur, var, þegar mamma þin
vildi endilega koma meö okkur
og sagði frá, þegar viö vildum
ekki taka hana meö.
— Ernest frændi, helduröu, aö
isinn sé orðinn nógu traustur, til
aö fara á skauta?
— Já, ég held aö hann sé alveg
traustur, ég fór út á hann i gær-
kvöldi.
— Megum viö ekki fara á
skauta núna? hrópaði Peter ákaf-
ur og Sandy tók undir.
— Nei, þið megiö ekki fara á
skauta núna, þið megið yfirleitt
ekki fara einir og Amy getur ekki
farið meö ykkur, hún þarf aö
sinna Maggie og litla barninu.
— Elsku mamma, megum viö
ekki fara rétt snöggvast? Peter
geröi sér upp bliðuróm og skreið
upp i kjöltu móöur sinnar, svo hún
var að þvi komin aö láta undan
honum.
— Við pabbi þinn veröum aö
fara bráðum, annars heföum viö
getað farið meö ykkur. En nú er
lika að veröa dimmt, þaö veröur
komið svarta myrkur eftir dálitla
stund.
— Ég gæti fariö meö þeim,
sagöi Ernest hikandi.
Það var dauöaþögn. Frances og
Walter horfðu hvort á annað.
— Ég reikna meö, aö ég gæti
fariö meö þeim eins og einn
klukkutlma, sagöi Walter svo. —
Þaö gæti veriö hollt, eftir allan
þennan mat.
— Drykkurinn þinn var næst-
um búinn að slá mig I rot, sagöi
Charles. — Ég held ég veröi aö
leggja mig svolítla stund, áöur en
viö leggjum af staö. Kemur þú
ekki með mér, Joan?
Ég fór upp, rétt á eftir Joan og
Charles og ætlaöi aö hvíla mig um
stund, en o voskipti ég um skoöun,
fór i kápu og gekk út að tjörninni.
Þetta var eiginlega frekar vatn
en tjörn og þaö var oft, sem maö-
ur sá einhvern vera aö veiöa þar.
Ég heyröi iskriö i skautunum og
glaöværar raddir barnanna.
Sandy var oröinn sjálfstæöur á
skautunum, en Peter varö aö láta
fööur sinn leiða sig. Hann var
yfirleitt meira á ristunum, en á
skautunum, en hann reyndi allt
hvaö hann gat, og beit saman
tönnunum af ákafa: vildi grein-
lega reyna aö veröa eins duglegur
og Sandy.
Ég óskaöi honum heilla i hug-
anum. Ég var svo upptekin af að
horfa á hann, aö ég tók ekki eftir
Ernest, seip stóö álengdar I skjóli
viö nokkrar bjarkir. Hann fylgdi
drengjunum meö augunum og
augu hans voru svo löngunarfull,
aö ég fann sárt til meö honum. An
18 VIKAN 32. TBL.