Vikan

Eksemplar

Vikan - 06.09.1973, Side 10

Vikan - 06.09.1973, Side 10
A fyrstu mánuöum byltingarinn- ar flýöi fjöldi aöalsmanna og nán- ustu kunningjar frönsku konungs- hjónanna úr landi. ÞaBan beittu þeir áhrifum sínum eins og þeir gátu og tókst a& hafa nokkurn áhrif á gang mála i Frakklandi. Þaöan reyndu þeir llka aö örva konungshjónin til þess aö „losa sig úr þessari svlviröilegu fanga- vist” og berja niöur uppreisnina meö aöstoö þeirra hersveita, sem enn voru hollar konunginum. Mirabeau lagöi á ráðin um aö koma konunginum burtu úr Parls undir vernd hersveitar og skipu- leggja valdatöku hans einhvers staðar I afskekktu héraði. En Mirabeau lézt áöur en af fyrirætlunum hans yrði. Aðrir menn hófu nýjar ráöageröir um flótta. Meöal þeirra var Axel von Fersen. Og reyndin varö sú, aö hann undirbjó og stjórnaöi flótt- anum, sem átti aö bjarga konung- dæminu I Frakklandi. Hersveit- irnar, sem áttu aö koma til móts viö konunginn í Montmédy nærri landamærum Luxemborgar, voru undir stjórn Bouillé hershöfö- ingja. Aætlunin var einföld en skyn- samleg og virtist ekki geta mis- tekizt. Hún heföi átt að vera ó- skeikul, og jafnvel eftirá var ekki hægt aö benda á neitt ákveöið atr- iöi hennar og segja, aö þaö heföi veriö orsök mistakanna. Til þess aö geta gert sér grein fyrir mikilvægustu atriöum I flóttaáætlun þeirra Fersens og Bouillés veröur aö hafa hliösjón af korti af leiöinni frá Parls til Montmédy, sem þeir höfðu ákveöiö aö konungurinn skyldi fara. Eftir aö Lú&vlk og fjöl- skyldu hans haföi tekizt aö kom- ast út úr Tuilerihöll — ábyrgðin á þvl aö þaö tækist, var lögö á herö- ar Axels — áttu þau aö leggja af staö I austurátt og velja leiö, sem liggur I gegnum bæina Bondy, Meaux og Montmirail sem leið lá tilChalons-sur-Marne, sem er um þaö bil 175 kilómetra frá Paris. Skammt frá Chalons, I bænum Pont-Sommevesle átti konungur- inn aö hitta fyrstu varösveitina, sem Bouillé haföi á aö skipa til þess aö verja hann. I henni voru fjörutlu menn undir stjórn her- togans af Choiseul. SÍBan áttu fleiri var&sveitir aö bætast i hóp- inn á leiöinni til Montmédy. Þar átti hann aö klæöast einkennis- búningi slnum og taka viö valda- sprota Maréchal de France úr hendi Bouillé. Sprota þessum haföi veriö komiö fyrir I fóörinu i vagninum. Frá upphafi höföu þeir Fersen og Bouillé ákveöið aö láta eins fáa og mögulegt var vita um fyrirætl- anir slnar. Fersen var hræddur viö lausmælgi Frakka. „1 öllum bænum”, skrifaöi hann Taube, „segðu engum Frakka frá þessu, hversu traustvekjandi sem hann kann aö vera”. Fersen ráöfærði Börn þeirra Marie Antoinette og Lúöviks XVI. voru tekin meö á flóttanum. Krónprinsinn var kæddur eins og stúlka tii þess aö dyljast. setti strangari vörö um konungs- hjónin en nokkru sinni fyrr. Þessar varúðarráöstafanir á siö- ustu stundu komu sér illa, ekki einungis vegna þess aö engan tlma mátti missa, heldur einnig vegna þess öryggisleysis, sem lá i loftinu vegna þeirra. Enginn allra þeirra, sem biöu konungsins á leiöinni frá Chalon til Montmédy, gat veriö viss um aö konungurinn kæmist nokkurn tlma út úr höll- inni. Bouillé var órótt vegna þess- ara óvæntu breytinga. Enn meiri óróleika olli þaö hon- um, aö konungurinn ákvaö á síö- ustu stundu, aö madame de Tourzel barnfóstra konungsbarn- anna yröi samferða þeim I vagn- inum.l vagninum voru ekki nema sex sæti og Bouillé vildi aö auk konungs og drottningar, barna þeirra tveggja og Elisabetar systur konungs, yröi þar sterkur og harðgeröur hermaöur, sem gripiö gæti I taumana, ef eitthvaö óvænt kæmi fyrir. Þaö haföi I rauninni veriö ákveöið, aö Fersen yrði þessi hermaður. En kon- ungurinn vildi ekki, aö börnin þyrftu aö skilja við barnfóstru sina. Þetta var hvorki i fyrsta né síö- asta sinn, sem Lúövik og Marie Antoinette tóku stööu sina sem foreldrar fram yfir opinbera stööu sina. Þaö var barnanna vegna, sem þau ákváöu a& flýja i einum stórum vagni i staö tveggja léttra. Þau höföu svariö þess eiö eftir 5. október, aö þau skyldu aldrei framar skiljast frá börnum sinum. Þau elskuöu börn sin heitt og tóku skilyrðislaust til- littil þeirra. „Ef ég get nokkurs staöarfundiö hamingju”, skrifaöi Marie Antoinette de Polignac hertogaynju, „þá er þaö vegna þessarra tveggja litlu vera. Chou d'amour (svo kallaöi hún krón- prinsinn) er dásamlegur og ég elska hann óumræöilega. Eina hamingja mln héöan af eru börn- in min og ég er eins mikið hjá þeim og mér er framast unnt”. Loksins var flóttadagurinn ákveöinn. 13. júni skrifaöi Fersen Bouillé og sagöi honum aö kon- ungurinn heföi tekiö endanlega ákvörðun um aö fara frá Paris þann 20. „Brottför þeirra hefur veriö ákve&in á miönætti hinn tuttugasta. Þiö getiö reiknaö meö þvi, vegna þess aö héöan af er of seint aö breyta nokkru um þaö”. Daginn eftir staöfestir hann þetta i bréfi: „Þau leggja af staö á miö- nætti mánudaginn þann tuttug- asta. Þau veröa i Pont-Somme- vesle I siöasta lagi klukkan hálf þrjú. Þetta er endanlega ákveöiö og þér er óhætt aö haga undirbún- ingi i samræmi viö þaö”. Þriðja greinin um Axel von Fersen og Marie Antoinette. sig ekki einu sinni við Gústav III. Sviakonung. Hann skýr&i honum ekki frá flóttaáætluninni fyrr en tæpum mánuöi áöur en láta átti til skarar skri&a. Gústav fór þá til Belgfu til þess aö geta fagnað flótta Lúðviks úr fangelsinu. Þrátt fyrir allar varúöarráö- stafanir viröist sem hálf Evrópa hafi vitað leydnarmáliö. Jafnvel innan Frakklands var flóttaáætl- unin umræöuefni almennings. Sama dag og konungshjónin flýöu, þann 20. júni, birtist grein I virtu timariti, þar sem ekki var einungis sagt frá brottför Lúöviks heldur einnig skýrt frá þætti Axels I undirbúningi flóttans i smáatriðum. Lafayette, sem þá var yfirmaö- ur varðliðsins, jók vörzluna um Tuilerihöllina aö miklum mun og Það sem Fersen átti ólifað nagaði hann sig i handarbökin, vegna mistakanna sem urðu á flóttatilraun konungshjón- anna. Honum fannst hann geta kennt sér um þau. 10 VIKAN 36. TBL.

x

Vikan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.