Vikan

Útgáva

Vikan - 06.09.1973, Síða 14

Vikan - 06.09.1973, Síða 14
Það kemur oft fyrir, að börn fá 'alls konar eitrun vegna þess að þau ná i og gleypa lyf. sem ekki eru geymd á nógu örugg um stað. Það er árátta hjá litl- um börnum að troða öllu upp i sig, jafnvel þótt það sé siður en svo gott á bragðið. Og þau gera aðsjálfsögðu ekki greint á milli þess, hvort um lyfjatöflur, óskaðlegar töflur eða sælgæti er aö ræða. Það er þess vegna fyllsta ástæða til aö leggja rika áherzlu á það, sérstaklega á heimilum þar sem óvita börn eru, að geyma öll lyf, töflur,- dropa og lyfjablöndur, á svo öryggum staö, að útilokað sé að börn nái til þeirra. Hið sama er aö segja um önn- ur efni, sem notuð eru við heimilishaldið, svo sem alls konar lútarefni, áalmiak, sóda, óleskjað kalk, ediksýru, salt- sýru, blettavatn, skordýraeitur og ótalmargt fleira. Þaö er heldur ekki úr vegi að minna á þaö, að margar tegund- ir af skrautjurtum eru stór- hættulegar og geta orsakað alvarlega eitrun, svo ekki sé tal- að um exem og útbrot. Þvi miður er alltof algengt, að börn nái i lyf og önnur efni, sem geta orðiö þeim skaðleg, jafnvel lifshættuleg. Þess vegna er ástæða til að telja hér upp nokk- ur slik efni og hvernig brugðizt skuli við, ef óhapp ber að hönd- um: ACETYL-SAUCYLSÝRA er aðalefnið i margs konar töflum. t.d. aspirin og magnyl, sem daglega eru notaðar við höfuð- verk, gikt og alls konar verkj- um. Slikar töflur á yfirleitt ekki að nota handa börnum undir þriggja ára aldri. 1 sérstökum tilvikum má þó gefa börnum 3-6 ára hálfa töflu við og við, ef þörf krefur. Stærri skammtar geta orsakað eitrun, sem lýsir sér m.a. þannig, að börnin verða máttlaus, likamshiti lækkar, þau verða óróleg, eiga örðugt um andardrátt og geta ja.fnvel misst meðvitund. Ef hægt er nógu snemma að koma einni te- skeið af matarsóda i vatni i barn. sem hefur fengið salicyl- eitrun, þá hjálpar það venju- lega. Það er lika ráð að fá barn- ið til að kasta upp með þvi að stinga fingrum niður i kok þess, en það má alls ekki gera, ef barnið er meðvitundarlaust. Þá er i öllum tilfellum öruggast að kóma barninu undir læknis- hendur eða á sjúkrahús. JARNTÖFLUR: Ung börn þola tiltölulega litið magn af járni. Ef ástæða er til að ætla, að barn hafi gleypt járntöflur (sem oft eru sykurhúðaðar). verður tafarlaust að ná i lækni, jafnvel þótt tekizt hafi að láta barnið kasta upp. SVEFNLYF: Alls konar svefntöflur og róandi lyf eru orðin fjarska algeng og mikið notuð og þvi miður oft i óhófi og að ástæðulausu. Ef slfk lyf liggja á glámbekk og börn ná i þau, koma áhrifin mjög fljótt i Ijós. Magnið þarf alls ekki að vera mikið. Barnið verður syfj- að, sofnar og svefninn getur orðið að meðvitundarleysi. Ef skjótt er brugðið við, þ.e.a.s. áður en barnið nær þvi að sofna, er von til þess að unnt sé að minnka hættuna með þvi að láta barnið kasta upp. Ef barnið er meðvitundar- laust, og þaö verður það á skammri stundu, verður tafar- laust að koma þvi á sjúkrahús til magaskolunar og súrefnis- gjafar. Þáð verður að fá lyf, sem örva hjartslátt og andar- drátt og oft er nauðsynlegt að gefa þvi blóð og saltvatn. A leið til sjúkrahússins er mjög nauð- synlegt að barnið fái öndunar- æfingar. pr HóSTALYFJABLANDA : sem ætluð er fullorðnum, getur valdið slysum, ef börn drekka hana. Slik lvf innihalda oftast „sterk” efni sem eru hættuleg börnum. Jafnvel hóstalyf, sem eru ætluð börnum, verður að taka með gát og gæta þess vel, að barnið fái ekki stærri skammt en læknir hefur ákveð- ið. Ef barnið tekur of mikið, er ráðið það sama og áður hefur verið nefnt: að láta barnið kasta upp og helzt að fá magaskolun á sjúkrahúsi. Oft eru lika gefin fúkalyf til að fyrirbyggja lungnabólgu. 15- OG C-VITAMÉN eru yfirleitt ekki skaðleg. Þó getur verið varhugavert að gefa of mikið af B-vitamini. Það sem umfram er þörf likamans skolast i burtu með þvaginu. Þótt barn drekki of stóran skammt af lýsi, er ekki ástæða til að hafa áhyggjur. Þó ber að gæta þess, að of stórir skammtar af A- og D-vitamini um lengrí tima geta orsakað vitamínseitrun. HORMÓNALYF: Það virðist kannski i fljótu bragði kjánalegt að tala um hormónalyf i sam- bandi við börn, en það er full ástæða til að vara alvarlega við þeim. Slik lyf, og þá má fyrst nefna getnaðarvarnarpillur (sem eru fallegar á litinn) eru auðvitað stórháskalegar, ef börn neyta þeirra. Til varnaðar má geta um atvik, sem kom fvrir nýlega. Litil stúlka, þriggja ára gömul, varö lasin, og þaö kom i ljós, að hún hafði fengið blæð- ingar. Læknirinn stór ráðþrota, þangað til i ljós kom, að barnið hafði mokað i sig hormóna kremi (fegurðarkremi), sem móðirin átti.... UR DAGBOK LÆKNIS Viktor__________________________ framhald af bls 12. ar. En andlitið er dálitið fariö að láta á sjá, þegar hún hefur ekki farðað sig. Hún er jú búin að vera gift i næstum tuttugu ár, og lifið hefur runniö henni úr greipum. Og pabbi er jú enginn Steve Mc- Quinn, það má ekki gleyma þvi. Hvaö um það, við skröpuðum saman fyrir breiöskifunni hans Viktors og læddumst með hana og morgunkaffið i rúmið til mömmu og óskuðum henni til hamingju. Hún var i nýjum rósóttum nátt- kjól og var reglulega falleg, þar sem hún lá, en náttlamparnir voru rósrauðir lika, svo lýsingin spillti ekki fyrir. Pabbi var eins og röndóttur selur við hlið hennar I rúminu. — Hvaö skyldi þetta vera? hrópaði mamma og reif pappir- inn af breiðskifunni. Nei, en . . . Viktor Klimenko! 0 ... o ... o takk, krakkar! Hún sat alveg stjörf og þrýsti Viktor að barmi sér. Siöan skauzt hún fram úr rúminu þannig að hún hafði næstum velt kaffibakk- anum um koll, og fór fram I dag- stofu og setti Viktor á fóninn. Nokkrum minútum seinna geyst- ust villtir kósakkahestar á ný gegnum húsið okkar, og mamma virtist eiga þá ósk heitasta, að verða numin héöan brott á hnakk- nefinu eöa hvað þaö nú heitir. — Hvaö varð af þér? kallaði pabbi. Kaffið kólnar. Ætlaröu ekki að taka upp gjöfina frá mér? — Jú . . . jú . . . Rós steppunnar hvarf til hjóna- rúmsins og opnaði annars hugar litinrferhyrndan pakkameðmjög fallegri brjóstnál úr bergkristal. — Takk, elskan, sagði hún og kyssti pabba á kinnina. Siðan hélt hún áfram að hlusta á Viktor. Það er greinilegt, aö þetta á eftir að verða okkar músik, hugs- aði ég og byrjaði næstum þvi að sjá eftir að hafa gefið henni plöt-' una. Maður gat ekki haft hug- mynd um, að hún yrði svona frá sér numin. Um kvöldiö ætluðum við að veizlu, en af henni ætlaði ekk- ert að verða, þvi að mamma gleymdi steikinni i ofninum, svo að við urðum að borða djúpfryst- ar kjötbollur i staðinn. Og allan timann meðan hún lagði á borðiö og tók til blóm og kerti suðaði Viktor á fóninum. — Heyrðu mamma, nú veröur þú aö vanda þig, sagði Palli. — Hvers vegna? Er ekki I lagi, aö ég njóti fagurrar tónlistar? — Þú nýtur alls ekki tónlistar- innar, þú ert yfir þig hrifin af stráknum, sagöí Palli. — Ég hef orðiö að þola öll pop- goð ykkar fram á þennan dag, nú gæti verið að röðin sé komin aö mér, svaraði mamma. Og ég elska rússneska tónlist! Framhald á bís. 39

x

Vikan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.