Vikan

Tölublað

Vikan - 06.09.1973, Blaðsíða 20

Vikan - 06.09.1973, Blaðsíða 20
Þaö er ekki fjörugt mannlif i Reykjavik klukkan fjögur að morgni miðvikudags i miðjum ágúst. Flestir sofandi svefni hinna réttlátu, og örfáir bilar á ferð. Jafnvel siðbúnir danshúsa- gestir létu ekki sjá sig, enda kannske ekki von, þvi á undan fimmtudegi er miðvikudagur og miðvikudagar eru jú þurrir dagar, alveg tilvaldir fyrir nátt- hrafna borgarinnar til að hvila sig fyrir átök fimmtudagsins, þegar barirnir opna, og helgina fram undan. En það eru ekki allir, sem sofa. Nokkrar stéjtir þjóðfélagsins hafa störfum að gegna ánóttunni. Þeirra á meðal eru lögreglu- þjónar, slökkviliðsmenn, vakta- vinnufólk, vélgæzlumenn og — bakarar. Við Bjarnleifur tókum daginn snemma þennan dag, þvi morgunstund gefur gull i mund, og fórum i heimsókn i fjögur bakari stór-Reykjavikur (bakari heitir reyndar brauðgerðarhús i sima^kránni). Frá aldaöðli hafa bakarar verið árrisulasta stétt bæjanna. Að visu er bakaraiðngreinin ekki svo ýkja gömul hérlendis. Fyrsta „full- komna” brauðgerðarhúsið reisti Knudtzon nokkur um 1834 á lóð þeirri, er nú myndar nyrzta hluta Bernhöftstorfunnar. Skömmu eftir aldamótin 1800 byggði O.P. Chr. Möller litið bökunarhús á lóö, þar sem nú er Hressingar- skálinn. En sú starfsemi varði stútt og var ekki „fullkomin”. Fyrsti bakarinn i brauðgerðar- húsi Knudtzon var Daniel T Bernhöft, sem keypti svo ,,for- retninguna” 1845 og var bakarið kallað Bernhöftsbakari upp frá þvi. Dregur torfan nafn sitt af þessum ágæta Bernhöft sem bakaöi brauð ofan i ibúa þorpsins, sem seinna varð borg, — Reykja- vik. En nú er ekki lengur bakað i torfunni og þær aðferðir, sem þar voru viðhafðar, eru fæstar notaðar lengur. Þaö þekkist varla nú orðið, að nokkurt deig sé hnoðað i höndunum og vélar eru að leysa kökukeflin af hólmi. Baka alla nóttina. Eitt þessara nýtizku brauð- gerðarhúsa er Brauð hf. i Kópa- vogi, sem framleiðir meðal annars Safa, niðurskorin fransk- brauð. Þar voru fimm menn önnum k-afnir við að laga og baka brauð borgaranna. Þar voru þeir búnir að vinna frá þvi klukkan átta kvöldið áður og Það er ekki á Sigurði að sjá, að hann sé kominn á sjötugs- aldurinn. Hann iyftir 50 kílóa hveitisekk eins og ekkert sé i stóra hrærivél. Klukkan fjögur að nóttu voru þeir að búa til pyslubrauð. í baksýn eru voldugar vélasamstæður sem leysa mannshöndina af hólmi. Þór Árnason fyrir miðju og llalldór Bcnediktsson til hægri. AMORCNHNa voru, þegar okkur bar að garði, að búa til pylsubrauð. Þeir röðuðu sér við vél, sem rúllar út pylsu- brauðum. Inn i vélina fer deig- bútur og út kemur sama deig út- rúllað, tilbúið að leggjast á plötu. Þeir létu heimsókn okkar ekkert á sig fá, heiaur héldu áfram vinnu sinni eins og ekkert hefði i skorizt. En með að standa aðbaki þeirra og spyrja komst ég að raun um, að þeir voru ekkert óhressir yfir að vinna á nótunni. Einn þeirra, Halldór Benediktsson frá Vestmannaeyj- um, var búinn að vinna við bakstur i 25 ár og sagðist aldrei hafa unnið við annað og kunna bara vel við sig i bakstrinum. Þór Arnason lauk námi i bakaraiðn fyrir 6 árum og var búinn að vinna i Brauö i tvö ár. Hann er af bakaraætt: pabbi hans og bróðir hafa báðir fengizt við bakstur. Hann sagði, að þeir hefðu byrjað á þvi i gærkvöldi að taka seyddu rúgbrauðin út úr ofninum, en það tekur 12 tima að seyða rúgbrauð. Siðan hefðu þeir farið i að laga brauðin og væru að setja siðustu formbrauð næturinnar I ofninn. Sigurjón Kristmannsson sagðist vera aðstoðarmaður 20 VIKAN 36. TBL.

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.