Vikan - 06.09.1973, Side 33
OENDANLEGUR
DAGUR
Einhver hugmynd var að brjótast um i undirvitund
hennar, óljós, óskiljanleg i fyrstu, en nagandi angist
kom henni til að hafa það á tilfinningunni, að ekki
væri ailt með felldu. Og svo varð henni þetta allt
ljósara, maðurinn, sem stóð þarna fyrir framan
hana, var að ljúga.
Skugginn i dyragættinni hreyfði
sig. Maðurinn kom nær. Eðlis-
ávisun eða kannski ótti, kom Cillu
til að sitja hreyfingarlaus og hún
þrýsti sé ósjálfrátt upp að
veggnum bak við sófann.
Hljóður og varfærinn, gekk
maðurinn inn i eldhUsið.
• Hann var hávaxinn, eiginlega
glæsilegur maður, — ber-
höfðaður. Dökk sólgleraugu huldu
alveg augnsvipinn. Uiðað hárið og
ljóst iitaraft hefði að likindum
gert hann nokkuð kvenlegan, ef
ekki hefði komið til snyrtilegt
skegg, sem var jafn svart og vel
greitt hárið. Hann var nokkuð
axlabreiður. Hann var með
skjalatösku undir öðrum hand-
leggnum og i höndunum hélt hann
á stráhatti Dagmar og vinstri-
fótarskónum.
Cilla hafði farið Ur dragtar-
jakkanum, þegar hUn smurði
brauðiö og hvit blUssan féll eigin-
lega að hvitum veggnum.
Maðurinn i dyragættinni sá hana
ekki.
Hann var greinilega kominn
þarna i ákveðnum tilgangi. Hann
hikaði andartak i gættinni og
hlustaði. Þegar hann svo hreyfði
sig, gekk hann ákveðnum
skrefum að þvottahúsinu. Hann
leit þangað inn og fleygði svo
hattinum og skónum þangað.
Hann sneri ennþá bakinu að eld-
hUsinu og Cillu, en það var ljóst,
að hann var vel á verði. Svo gekk
hann aftur Ut að veröndinni og
lokaði dyrunum. Cilla sá að lós-
ræman á eldhUsgólfinu hvarf.
En svo var eins og manninum
yrði ljós nærvera hennar. Hann
sneri sér snögglega við og horfði
beint i augu Cillu.
Þegar þögnin var rofin, spratt
Cilla á fætur. HUn gekk nokkur
skref fram á við, en hafði samt
stólbak fyrir framan sig, sem hUn
studdi sig viö. HUn vissi að það
var háskalegt, að láta þennan
mann sjá að hUn væri óttaslegin.
Henni tókst sæmilega að stilla
sig og rödd hennar var róleg og
ákveðin, þegar hUn sagði:
— Hvað viljið þér og hvaða
erindi eigið þér hingað?
Þegar hann svaraði ekki strax,
endurtók hUn spurninguna:
— Hvaða erindi eigið þér
hingað'?
Hann sagði hikandi: — Ja-a, ég
á reyndar erindi. En ég hélt að
hér væri enginn heima.
Cilla fór nU að verða rólegri
Ókunni maðurinn virtist ekki
öruggur með sig og nU, þegar
þögnin var rofin, var eins og
hættan væri liðin hjá.
— Þér hljótið að vera að villast
sagði Cilla, eins mynduglega og
hUn gat.
— Nei, ég er ekki að villast
sagði hann. — En ég hélt að hUn
væri að biða min hér, ég varð
hissa að hitta hér fyrir aðra
manneskju.
— Hverjum áttuð þér von á?
— FrU Söderberg, að sjálf-
sögðu. Við vorum bUin að mæla
okkur mót.
— Hverskonar stefnumót átti
það að vera?
— Við ætluðum að ræða um
garðabókina. HUn ætlaði að
athuga málið þangað til i dag.
— Hvenær áttuð þér að hitta
hana?
— Strax og ég hefði tima, þvi
fyrr i dag, þvi betra, sagði hUn.
Cillu fannst sem hUn væri skip-
reika, en að björgunarmaðurinn
væri maður, sem hUn bar ekki
traust til.
En þessi maður virtist þekkja
Dagmar og hann var greinilega
viss um að hitta hana. En það var
nokkuð skrýtið, að Dagmar skildi
Framhaldssaga eftir
Gunnar Berg.
Fjórði hluti.
setja honum mót þennan dag, átt-
unda jUni, sjálfan afmælisdaginn,
sem hUn lagði alltaf svo mikið
upp Ur!
-Cillu var ljóst, að þessi ókunni
maður hafði raunar talað nokkuð
sennilega, þótt henni fyndist þetta
allthljóma undarlega. HUn ætlaði
ekki a ð láta hann sleppa svona
auðveldlega.
— Leggið þér i vana yðar, að
vaða beint inn til fólks, án þess að
hringja dyrabjöllu, eða dyrum?
— Ég hélt hUn væri i garðinum,
svo ég var að gá að henni þar, en
þegar svo var ekki, gekk ég inn.
Ég hefi sjálfsagt verið annars
hugar, verið að hugsa um bókina.
— Og þegar ég sá hattinn og
skóinn, hélt ég að hUn hefði fleygt
þessu frá sér og flýtt sér inn, af
einhverjum ástæðum. Þá kom ég
auga á yður:
— Hvernig vissuð þér, að hUn
ætti hattinn og skóinn?
Hann virtist hugsa þetta vel,
tók hægt af sér sólgleraugun og
stakk þeim í vasa sinn. Hann hló,
svolitið háðslega.
— Ég sá hana með þennan hatt
á föstudag, fyrir einni viku. Þá
sýndi hUn mér garðinn sinn. Það
tók langan tima, svo ég hafði gott
næði til að athuga hana og það
sem hUn var i.
Hann gekk að eldhUsborðinu,
lagði frá sér skjalatöskuna, dró
svo fram stól og settist.
— Ef þér setjist, sagði hann og
benti á stólinn, sem Cilla hélt
dauðahaldi i, — þá getum við
borðað þetta brauð og ég skal
sýna yður prófarkirnar. Þetta
verður mikið rit, „Fegurstu
skrUðgarðar i Sviþjóð”. Við bjóð-
um aðeins þeim sem hafa til þess
uknið, að vera með i þessu verki.
Þ;\ getur hver þeirra, sem taka
þátt i þessu, fengið allt að tíu lit-
myndum af garðinum sinum i
bókina. HUn verður prentuð á
ttaliu og á mjög finan pappir. Ég
er hér með sýnishorn af pappir og
preiitun. Þetta verður selt meö
áskriftum, en þeim, sem er um-
hugað um að koma myndum af
Framhald á bls. 43
36. TBL. VIKAN 33