Vikan

Eksemplar

Vikan - 06.09.1973, Side 36

Vikan - 06.09.1973, Side 36
SERSTÆÐ ISLENZK Veríö velkomin og verzlið þar sem úrvalið er mest og kjörin FRAMLEIÐSLA og Charles og segja þeim, aö ég se lögö af stað? — Þaö skal ég gera. Hann beygöi sig áfram og kyssti mig á kinnina. Hann var rjóöur i framan og kossinn lenti á ská. — Láttu mig heyra frá þér, mig langar til aö vita hvernig þér gengur og hvar þig verður aö finna, sagöi hann. Ég kinkaöi aftur kolli, jafn rjóö 'i framan og hann. Ég varö svo undarlega létt á mér og mér fannst ég svifá á skýjum út að flugvélinni.. Hann vildi vita, hvar ég byggi. Érnest var ekki sama um mig! . Við annan kaöal á öörum flug- velli tók annar Sanders á móti mér. Charles. Hann kyssti mig lika á kinnina, en I þaö skiþtiö minnti kossinn mig aöeins á Ernest. Þaö lá viö, að ég fengi aösvif, þegar ég sá Charles. Hann var svo fölur og tekinn og viþrurnar viö munninn voru nú mjög áberandi. — Við erum búin að flytja okkur frá Lannig, sagði hann. — Við gátum ekki fengið herbergi handa þér þar, svo við fluttum yfir á Ballister. Viö fórum ekki aö afgreiöslu- boröinu til að skrifa mig I gesta- bókina, heldur fórum við beint uþþ með lyftunni til ibúðar þeirra, en þar beið Joan eftir okkur. Hún hafði reynt að dylja baugana undir augunum með faröa og sett svolitið rautt á kinnarnar, en þaö var til litils. Ég reyndi að láta ekki á þvi bera hve mér brá og sagði: — Hvernig liður þér? spurði hún. —Gekk ekki flugferðin vel? Ég var svo óróleg, en Charles hringdi til Raabs læknis og hann sagöi, að þetta væri allt i lagi. — Ferðin gekk ljómandi vel, sagöi ég og minntist þess, aö Ernest hafði kysst mig. Hvenær er þinn timi kominn? Hvaö .sagði læknirinn? — Það verður ekki langt að biöa úr þessu. — Það er gott. En hve það er skrýtið, aö viö veröum þá liklega samtimis á fæöingardeild. Hver okkar skyldi nú veröa á undan? Mér til undrunar brast hún i grát, sem varö svo að sárum ekka.Gharles flýtti sér ti! hennar. Hann hellti vatni i glas og var búinn að ná i töflu sem hún tók strax. Það var engu likara en aö hún heföi beðiö eftir töflunni. Þetta hlýtur að hafa veriö sterkt lyf, þvl aö hún sofnaði von bráöar. Viö Charles gengum hægt inn i stofuna. Hann yppti þreytulega öxlum. — Hún hefur verið svona i nokkra daga, sagði hann. Hún fær grátköst, róandi lyf og svo sofnar hún. Þessvegna var mér svo umhugað um aö fá þig hingað. Hún treystir þér og þú hefur svo góð áhrif á hana, ég hefði annars ekki beðið þig um að koma. Þetta er auðvitað óþægilegt fyrir þig. — Nei, nei, alls ekki. Ég vildi bara, aö ég gæti gert eitthvað fyrir hana. — Þú veizt alls ekki, hvers virði það er fyrir mig að hafa þig hérna hjá okkur. Hann brosti, en brosið náði ekki til augnanna. — Hvernær kom læknirinn siðast til hennar? — Hann kom til okkar á Lanning i morgun. Hann sagöist ekki geta gert meira fyrir hana eins og stendur. ekkert annaö en aö gefa henni rófandi lyf. Nú er ekkert að gera annað en að biöa og sjá til. Ertu ekki svöng? Ég þori ekki að yfirgefa Joan, svo viö verðum að boröa hérna uppi. Ertu mikið á móti þvi? — Auðvitað ekki, en ég er ekki oröin svöng ennþá, þakka þér fyrir. Ég hugsaöi til Ernests. Hann haföi roðnað eins og skóladreng- ur, þegar hann kyssti mig á kinn- ina. Mér hlýnaði um hjartarætur við tilhugsunina. Það hlaut að vera, að honum geöjaöist svolitiö aö mér. Mér datt i hug, hvort hann grunaði, aö það var hans vegna, sem mér leiddist aö fara frá Sanders Hall. Nú var mér sjálfri ljóst, aö þaö var þess- vegna. Það var Charles, sem vakti mig af.tur til veruleikans. Hann haföi pahtaö mat og nú kom hann. Viö sátrim þarna og nörtuðum i mat- inn, töluðum um allt og ekkert. AB lokum vildi ég fara að vita eitt- 36 VIKAN 36. TBL.

x

Vikan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.