Vikan

Eksemplar

Vikan - 06.09.1973, Side 41

Vikan - 06.09.1973, Side 41
— Vertu ekki eins og kjáni, sagði pabbi. Skrúfaðu nú fyrir þessa plötu, svo að heyrist til manns, án þess að maður öskri. — Ég hlusta ekki á þig, sagði mamma. — En guð minn góður, þú ert búin aö spila hana allan daginn óg' hálft kvöldið! Ertu ekki orðinn dálitið hlægileg? Ó, pabbi, pabbi, hvernig gaztu fengið af þér að segja svona? Eitthvaðsvo ósálfræðilegt, meina ég, Þar sveif mamma um á skýi og finnst hún vera viðs fjarri, að taka þátt i einhverju ókunnu og hættulegu. Þá ryðst eiginmaður hennar inn i drauminn og segir að hún sé hlægileg. — Þú getur sjálfur verið hlægi- legur! öskraöi mamma og yfir- gnæfði Viktor. — Hvað áttu við með þvi? — Nákvæmlega það sem ég sagöi. Það er ekki alltaf svo skemmtilegt að vera gift manni sem litur út eins og fjárlögin! Je minn góður! Hvaðan fékk hún þetta? Hún hlaut aö vera særð djúpu sári, hugsaði ég, þar sem ég sat með krosslagða fætur og hleraði. Það er að visu ljótt að hlera, en svo forvitnilegt. Ég meina, hvernig á maður að fá að vita eitthvað um foreldra sina, ef maöur hlerar ekki við og viö? Og gettu hvort ég hafi ekki lært mikið þá um nóttina! — Ég vissi að kvenmenn eiga þaö til að hegða sér undarlega á þessum aldri, sagði pabbi, en það hljóta að vera einhver takmörk fyrir þvi! Hugsaðu um börnin! Jahá, það hefur maður jú heyrt áöur . . . — Þau hlæja að þér, hélt pabbi áfram miskunnarlaus, og einmitt þessi grimmd, sem var svo ólik honum, sagði mér aö hann væri djúpt, djúpt særður. Var nokkur furða? Fjárlögin! Pabbi sem er sá indælasti og bezti sem til er. Þó aö hann sé ekkert sérlega spenn- andi, auðvitað, það verð ég að viðurkenna. Skyldi ég sjálf vilja vera gift manni eins og honum? Undarlegar spurningar sem koma upp I huga manns um miðja nótt, þegar foreldrar manns eru aö rifást.. Skyldi ég? Ekki hef ég beinlinis verið skotin i manngerð- um sem likjast pabba. Og þó . . . Nei, ég veit ekki. Maður litur kannski öðrum augum á það, þeg- ar maður eldist, verður um tvi- tugt eða svo. Þá þráir maður . kannski öryggi. Það hefur maður lesiö um. Og ef maður imyndar sér pabba ungan . . . Ég hef séð helling af myndum af hónum. Með stúdentshúfu, þráðbeinn og stifur. Og svo var hann'vanur að sitja bak við alla aðra og lita út eins og hann væri að hugsa um skattskýrsluna. Nei, sveiattan, nú var ég jafn reið og mamma. Eru allarkonur i eðli sinu vondar? — Hvað koma börnin þessu við? spurði mamma æst þarna niðri. — Þau eru nógu gömul til að skilja, sagði pabbi leyndardóms- fullur. '— Skilja hvað? — Ja, að þessi Rússi þarna . . . Viktor eitthvað . . . að þær tilfinn- ingar, sem hann kallar fram hjá þér eru töluvert óeðlilegar! — Hvaðmeðþað? Heldur þú að ég viti ekki að þú lest klámblöð hjá rakaranum? Ja, hver skollinn! Þá fékk mað- ur aö vita það! Pabbi les klám- blöð. Það gat manni sizt af öllu dottið i hug. En hvernig vissi mamma það? — A þvi er munur, sagði pabbi mannlegur og rikjandi. — Og þegar gamla myndin með Brigitte Bardot var i sjón- varpinu i vetur, saztu þarna og slefaðir! sagði mamma. LANDSINS MESTA ÚRVAL AF SKINNFATNAÐI Sendum í póstkröfu um allt land. Greiðsluskilmálar. GRÁFELDUR H.F. Laugavegi 3, sími 26540 Vogar- merkift 24. sept. — 23. okt. Einhver persóna, sem þú þekkir ekki mikiö, veröur þértil trafalai vikunni. Viö þvi er ekkert að gera og taktu þvi meÖ stökustu ró og geðprýði. Ekki er óliklegt, að þú legg- ir siöar meir aðrar merkingar i gerðir þessárar persónu. Dreka- merkift 24. okt. — 23. nóv. Það -eru vandamál : heimilisins, sem eru einkennandi fyrir þessa viku. Hafðu það i huga, aö smá mistök geta verið ótrúlega dýr. Vertu vel á verði, sérstaklega i umferð- inni'og viðskiptum við ókunna. Bogmanns- merkift 23. nóv. — 21. des. Þú ert i stórum hópi manna i sókn að s«m- eiginlegu marki, en vinnur þó sjálfstætt án mikillar samvinnu við hina. Geitar- merkift 22. des. — 20. jan. Þessi vika verður mjög hagstæö, ef þú gefur þér lausan tauminn og lætur stjórnast af tilfinning- um og ævintýraþrá. Vatnsbera- merkift 21. jan. — 19. febr. Margt bendir til, að þér muni berast tals- verðir fjármunir i hendur Sértu ekki viss um hvernig þeirra er aflað skaltu hið snar- asta losa þig við þá, þetta gæti leitt af sér vandræði og misklið. Fiska- merkift 20. febr. — 20. marz Þessi vika verður frekar heimilisleg, tiöindalitil og endur- nærandi. Eftir helgi ræðst þú i innkaup á hlutum, sem þig hefur. lepgi langað i. Haustið leggst vel i þig, þvi þú ■færð forsmekk af atburðum haustsins á næstunni. 36. TBL. VIKAN 41

x

Vikan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.