Vikan - 06.09.1973, Page 48
' •
íiug dreymdi
Slasað tengdafólk.
Kæri draumráðandi!
Mig langar til að biðja þig aö ráða fyrir mig draum, sem mig
dreymdi um daginn.
Mér fannst ég lána tengdaforeldrum minum bilinn minn á meðan ég
færi á sjóinn. Þegar ég kom heim af sjónum, bregður mér heldur i
brún, þvi að ég kem að tengdaforeldrum minúm i eldhúsinu heima hjá
sér, báðum ötuðum I blóði og á gólfinu voru blóðug spor.
Mér fannst þau vera að þrifa af sér mesta blóðið. Ég spurði þau, hvað
komið hefði fyrir og þá segja þau, að billinn hafi oltið og móðir tengda-
móður minnar hafi verið flutt á sjúkrahús. Ég spurði, hvort hún væri
mikið slösuð. Þá segir tengdafaðir minn eitthvað á þá leið, að bezt hefði
verið að aflffa hana strax.
Við það vaknaði ég.
Vonast eftir svari.
Þú ert gæfumaöur, þvi að hjónaband þitt veröur óvenjulega farsælt
og þú munt fagna miklu barnaláni.
Afmælisgjöf.
Kæri draumráðandi:
Mig langarað biðja þig aö ráö draum, sem mig dreymdi aðfaranótt
afmælisdags mins. Draumurinn er á þessa leið: Mér fannst vinkona
min koma til min með pakka, sem hún sagðist hafa verið beðin fyrir.
Pakkinn var frá stráknum, sem ég er með. I hönum var steinhringur,
dálitið sérkennilegur i laginu að mér fannst.
Ég mát’aði hreinginn, en hann reyndist vera of litill á baugfingurinn á
mér svo að ég setti hann á litla fingur. Mér fannst óviðeigandi að hafa
hann á litla fingri, svo ég ætlaði að fara út i búð og reyna að fá honum
skipt.
En þá vaknaöi ég og draumurinn varðekki lengri.
Ég vonast eftir þvi að þið getið ráðjö drauminn sem fyrst.
Kær kveðja.
Búbúlina.
Þig er sjálfsagt farið aö lengja eftir ráðningunni, þegar hún birtist
loksins, en mikill fjöldi draumaráðninga biður alltaf birtingar. I.iklega
er draumurinn þegar kominn fram, þvi að hann boðar ekkert annað en
að stutt verður i sambandi þinu og „stráksins”, sem þú ert með i
draumnum.
TEFLT VIÐ MEISTARANN.
Kæri draumráðandi!
Fyrir skömmu dreymdi mig, aö ég væri að tefla við Bobby Fischer.
Ég gat skákað með drottningunni og þurfti aöeins fáa leiki til viöbótar
til þess að máta Bobby. Fischer var nú lengi þungt hugsi, en allt I einu
: drepur hann drottninguna mina meö kónginum, sem þó var eina þrjá
reiti frá henni Ég hló að þessu og sagði, að þetta væri ekki hægt. Þá
spurði Fi'icher mig, hvort ég þekkti ekki muninn á kóngi og drottningu.
Jú, segi ég, en varð aö sætta mig við orðinn hlut, þvi að þaðþýðirekkert
að vera að deila við Fischer.
Á þennan sama hátt vann svo Fischer hverja skákina á fætur
annarri, þvi að ég gleymdi alltaf að sjá.viö þessu bragði hans.
Mér fór aö leiðast þófiö og sagði þvi við hann, að ég yrði að fara að
beita hann júdó til þess að vinna. Hann varð heldur alvarlegur yfir
þessu og segir: Þaðá ekki að sigra meö valdi heldur meðlagni...
Svo varð draumurinn ekki lengri.
Kær kveðja.
Anna Maria.
Þú mátt búast við að það gangi á ýmsu hjá þér á næstunni, þvi aö tafi
boðar næstum alltaf nokkrar sviptingar I draumi. Þér er þó óhætt að
vera róiegri, því aö draumurinn bendir til þess,aö þú takir öllum áföll-
um skynsamiega og mcö mesta sóma, en gættu þess að iáta ekki hlunn-
fara þig i viöskiptum.
h
Likfylgd.
Kæri draumráðandi!
Ég ætla aö biöja þig að ráða þennan draum, sem mig dreymdi rétt
áöur en stúlkan i kistunni var fermd.
Mér fannst stúlkan liggja I hvitri kistu með engu loki og vera dáin.
Hún var i hvitum kyrli, sem náöi niður á ökkla og með rósa krans á
höfðinu. Hún hafði gullkross um hálsinn.
Ég gekk fremst i likfylgdinni og var alveg eins klædd og stúlkan i
kistunni. Allir hinir voru lika hvitklæddir, nema presturinn var i
svörtu. Við gengum framhjá kaktusi, sem heitir hvitasunnukaktus.
Hann var nýútsþrunginn og allir slitu blóm af honum. Blómin voru
yndislega falleg. Ég sleit stærsta blórtliö og lagði þaö hjá stúlkunni,
sem þegar reis upp og þakkaði fyrir sig. Svo lagöist hún aftur i kistuna
og þá fannst mér vera komið lok á hana.
1 sama bili vaknaöi ég.
Með þökk fyrir ráöninguna.
R.B.
Ekki er mark takandi á draumnum, ef þessi draumur boöar ekki þér
og stúlkunni i kistunni báðum bjarta framtið.
SVAR TIL HALLGERÐAR.
Aö dreyma saur er oftast fyrir fjárhagslegum ábata og samkvæmt
þvi ættu mennirnir tveir í draumnum aö leggja út i fyrirtæki saman,
sem báöir högnuðust vel á. Eftir þvi, sem þú segir i bréfinu, er þaö þó
frekar ótrúiegt. Erfitt ér að ráöa drauminn eftir þeim hugblæ, sem
rikjandi er i honum, vegna þess hve mjög hann mótast af hug þinum í
vöku. Einhverja merkingu hlýtur þcssi draumur þó að hafa, þvi aö
táknin i honum eru skýr þó aö merking þeirra sé kannski önnur en
algengast er aö áiykta. Einna liklegast er, að sonur þinn komist yfir
þetta ólán i náinni framtlð, en hinn maðurinn veröi fyrir ófarnaði ekki
ólikum og sonur þinn áður.