Vikan

Tölublað

Vikan - 24.04.1975, Blaðsíða 8

Vikan - 24.04.1975, Blaðsíða 8
þeirra i London, ef þeir væru heima. Ég þyrfti ekki annaö en hringja þangaö. Og áöur en ég haföi áttaö mig, haföi hann hringt og beöiö um samband viö ákveöiö hótel i London. Siöan fór hann fram i eldhús, náöi i snarheita- kaffi og var varla búinn aö hella I alla bollana, þegar siminn byrj- aöiaödrynja frekjulega. Simtaliö var tilbúiö. — Já, halló... Eh — hú is it? NJALL?! Sæll. Steini Eggerts hérna megin. Huröu — ég er hérna heima hjá honum Valdi- mar, og mig iangaöi aö spyrja þig, hvort... Jæja, þá byrja ég. Eh — hvaöá ég annars aö spyrja um, hejej'. ? Þaö er svo asnalegt aö taka viötal svona þvert yfir Atlantshafiö. NJALL: Þú gætir t.d. spurt mig, hvaö hafi haft mest áhrif á tónlist mina. — ókei, hvaö hef... NJALL: Ja, þetta er nú nokkuö flókin spurning, sem ég þarf aö velta vel fyrir mér. En, svona fljótt á litiö, get ég imyndað mér aö ég hafi oröiö fyrir miklum áhrifum frá negramúsik og irsk- um þjóölögum. Svo tekur maöur auövitaö miö af sinum tima og fær út persónulegan stil. Var þetta ekki gott hjá mér? — Stórfint. Nokkrar framtiöar- áætlanir? NJÁLL: Framtiöaráætlanir. Þar fórstu meö þaö. Ja, auövitaö vill maöur koma vel undir sig fótun- um, spila vandaöa tónfist og hafa einhver áhrif á samfélagið. A maöur ekki aö svara þessu ein- hvern veginn svona? — Eins og þú vilt. Leyf mér annars aö tala viö hann Gunn- laug, áöur en þú svarar næstu spurningu. NJÁLL: Allt i lagi. Láttu hana þá gossa. — Hvaö er þér eftirminnilegast af öllu? NJÁLL: Þaö var eins gott, aö þú gafst mér tima til aö hugsa ræki- lega um svariö viö henni þessari. En hérna kemur Gulli. GUNNLAUGUR: Já, halló? Þetta er Gunnlaugur Ormsson, söngvari og artist úr ÐE LÓNLt BLÚ BOJS, hvortsem þú trúir þvi eöa ekki. Hvaö get ég gert fyrir þig? — Bara svaraö nokkrum spurningum, eins og t.d. hver er uppáhalds liturinn þinn, uppáhaids hljómsveit og svoleiö- is. GUNNLAUGUR: Tilbúinn: — Já. GUNNLAUGUR: Ertu með blað og blýant, svo þú hafir þetta nú einu sinni rétt eftir mér? — Jájá. GUNNLAUGUR: Sko — uppáhalds litur: Rautt. Uppáhalds hljómsveit: Gettu. Uppáhalds viö fangsefni: Kvenfólk og músik! Uppáhalds matur: Svinakjöt og kampavin, þessa stundina. Uppáhalds tómstundastarf: Kvenfólk. Uppáhalds kvenfólk: Sibreytilegt. Heyrðu — og komdu þessu siðasta endilega vel að. Nokkuð fleira? — fcg man ekki meira i svipinn. GUNNLAUGUR: Fint. Þá er Njalli kominn aftur. Yfir og út. NJÁLL: Hvaö mér finnst eftir- minnilegast, segirðu? Æ, ég man það ekki. Geturöu ekki bara soðið saman eitthvaö um gullplötuna okkar? — Jú kannski, en eruö þiö ekki búnir aö feröast um alla Evrópu til aö afla ykkur auös, frægöar, samninga og hver veit hvaö? NJALL: Jújú. Viö fengum að ,,taka i” á hljómleikum hjá hljómsveitum eins og STRAIGHT GUYS, EIGHT GREAT DATES OG LOUSY LOVERS. Ég skal senda þér mynd frá hljómleikun- um með hraöpósti. Svo hefur hitt og þetta gerst hjá okkur. Ég vil bara sem minnst um þaö tala, þangaö til viö komum til Islands. Þá sendum viö örugglega út fréttatilkynningu. Þaö er ekki hægt aö hafa fréttastjóra á laun- um fyrir sig, nema láta hann gera eitthvaö. — Jæja, þá ætla ég ekki aö tefja ykkur meira. Bless og gangi ykkur vel. NJALL: Bless. LEIGUBILAR BANNAÐIR. Eftir simtaliö g'af Valdimar okkur meira kaffi og setti nýjar Úrvalsvörurnar frá Marks & Spencer fást í Gefjun Austurstræti, Domus Laugavegi 91. og hjá kaupfélögum um land allt. Fatnaöur á alla fjölskylduna. Vörurnar, sem eru þekktar og rómaöar um víöa veröld. Framleiddar undir strangasta gæðaeftirliti Samband íslenzkra samvinnufélaga Innflutningsdeild Sambandshúsið Rvík sími28200 plötur á fóninn. Strákarnir hlustuöu mjög gaumgæfilega, og Sörli sagöi mér, aö I hljómsveita- bransanum þyrfti fólk aö hafa bæöi hárfína heyrn og fylgjast vel með öllu, sem væri aö gerast i heimi tónlistarinnar, þar til Páll greip fram i fyrir honum. PALL: Sér er nú hver nákvæmn- in. Einu sinni heyrði hann Svanhildi syngja „Húrra nú ætti aö vera ball” i útvarpinu og hélt, aö þaö væri Þorvaldur Halldórs- son á 78 snúninga hraöa. SÖRLI: í guöanna bænum settu þetta ekki i viðtalið. Ég var bæöi ungur, óreyndur og grúttimbraö- ur, þegar þetta skeöi. Fer þetta viötal þitt annars ekki aö veröa nógu langt? ---Jú, ég hugsa þaö. Ég hlýt aö geta notaö það. Getið þið ekki hringt á bil fyrir mig? En þaö var ekki viö þaö kom- andi, aö þeir hringdu á bll. Þegar viö vorum búnir meö allt kaffiö og kökurnar, bundu þeir fyrir augun á mér og óku mér sjálfir niöur i miöbæ. Ég hef ekki ennþá minnstu hug- mynd um, hvar viötaliö fór fram. Þorsteinn Eggertsson. -X-aft er örvgci í bvi að priftast bér bir-prl, bað clettur engri annarri í husc aö Líta á þig, -Srtu nú alveg viss um að bað sé barna- deild í Ú tlendinga- hersveitunúm? 8 VIKAN l 7. TBL.

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.