Vikan

Tölublað

Vikan - 24.04.1975, Blaðsíða 18

Vikan - 24.04.1975, Blaðsíða 18
Chileanska skáldiö Pablo Neruda dvaldist á heinjili sinu 1 Isla Negra viö Kyrfahafiö i kringum 100 kilómetra fjarlægö frá Santiagó, þegar honum barst fregnin um moröiö á Salvador Allende vini sinum þann 11. september 197a. Neruda var sárþjáöur af krabbameini, og hann tók fegnina sér mjög nærri. „Likami Allendes”, skrifaöi þessi 69 ára rithöfundur 14. september, „sem var grafinn einhvers staöar meö leynd, þessi likami var sundurskotinn og limlestur af kúlum úr byssum chileanskra hermanna, sem enn einu sinni, sviku fööurland sitt”. Þessi orö eru lokaorö ævi- minninga 'Nerudas. Fjórum dögum síöar þann 18. september, var skáldiö flutt meö háan hita á sjúkrahús I Santiago. 23. september, aöeins tólf dögum eftir lét Allendes, dó hann, Siöustu orö hans, sem hann hrópaöi I óráöi, voru: „Þeir eru myrtir, þeir eru myrtir”. Viö útför Neruda stóöu hermenn gráir fyrir járnum vörö, reiöubúnir aö skjóta, ef alþýöan i Chile, sem fylgdi skáldinu til grafar, geröi sig liklega til átaka. Heimili skáldsins i Isla Negra haföi veriö lagt i rúst. Verka- menn, skáld og stúdentar fylgdu skáldinu til grafar. Syrgjendurnir sungu internasjónalinn og hrópuðu: „Camarada Pablo Neruda, presente...Neruda lifir”. „Ég játa, aö ég hef lifað” heitir bókin, æviminningar skáldsins og Nóbelsverðlaunahafans, stjórn- málamannsins, sendiherrans, ævintýramannsins og byltinga- Chile erkyn Grein um chileanska skáldið Pablo Neruda. mannsins Pablos Neruda. Bókin hefur þegar veriö þýdd á yfir tuttugu tungumál og er óöum aö koma út á þeim. Matilde Urrutia, ekkja skáldsins, kom handritinu undan, áöur en fasistarnir jöfnuöu heimili þeirra hjónanna viö iörðu. Skáldiö hefur aö segja frá ævi sinni á bernskuslóöum sinum I Araukaniu i S-Chile, þar sem hann fæddist, sonur járnbrautar- starfsmanns þann 12. júli 1904, „Umhverfið þar gagntók mig, umlukti mig, og þar var ég, og þar i voru ljóðin min, fjarlægt brim hafsins, garg villtra fugla og ástin, sem brann eins og ódauð- legur þyrnirunnur”. Astin og náttúran voru berlega frumþættirnir i ljóðum hans. Og hann uppgötvaöi skáldgáfu sina fljótt, eöa þegar hann skrifaði ástarbréf til stúlku fyrir skóla- félaga sinn, sem var óskrifandi. 16 ára var Neruda orðinn sveltandi skáld I Santiago, svelt- andi skáld, sem þó vakti athygli fyrir ljóö sin. Ariö 1927 tók Neruda — mest af ævintýraþrá — viö starfi chileanska konsúlsins i Rangoon i Burma. Og hann hélt áfram I utanrikisþjónustunni hóf störf I Batavia 1929 og I Buenos Aires 1933. Þegar spænska borgara- styrjöldin braust út árið 1936, gegndi Neruda störfum chileanska konsúlsins i Madrid. Hann studdi af kappi baráttu spænskra rithöfunda gegn fasismanum og fyrir spænska lýöveldinu. Þegar Neruda lét af störfum I Madrid, hélt hann heim til Chile. Siöan tók hann viö konsúlsembætti I Mexikó og eftir fjögra ára starf þar, var hann kosinn i öldungadeild chileanska þingsins sem fulltrúi kommúnistaflokksins. Neruda las kvæöi sin fyrir verkamennina i kola- og koparnámunum 1 Chile. „Eftir haröa raun er ég oröinn skáld þjóöar minnar....Laun min eru stóru augnablikin i lifi minu, og eitt hiö stærsta var, þegar upp úr saltpétursnámunni i Lota kom maöur meö andlit markaö af áralöngu striti, rauöeygur af rykinu þar niöri, rétti mér 18 VIKAN 17. TBL.

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.