Vikan

Tölublað

Vikan - 24.04.1975, Blaðsíða 40

Vikan - 24.04.1975, Blaðsíða 40
mig dreymdi Forarsvað Kæri draumráðandi! Mig langar til að fá ráðningu á þessum draumi. Mér fannst ég vera stödd í gömlu húsi, þar sem ég var í herbergi með manni, sem var mjög bjartur yf ir- litum, með Ijóst hár og sagðist heita Friðgeir. Við ætluðum að fara að sænga saman, þegar hann stakk af suður í Hafnarf jörð. Þá gekk ég út úr herberginu og sé hóp af unglingum sitja reykjandi á ganginum. Ég spurði þá, hvar ég væri stödd, og segja þeir mér, að ég sé á upptökuheinv ilinu í... Ég f lýtti mér út og þá fannst mér allt vera út- grafið fyrir utan húsið. Þar voru konur úr KFUK að syngja sálma fyrir unglingana. Ég reyndi að f orða mér sem best ég gat, óð út í eitt- hvað drullusvað og hélt mér í girðingardruslu. Það var hræðilega erfitt að komst þetta. Þó átti ég enn eftir að klífa foruga brekku. Ég komst klakklaust upp hana, en var forug upp fyrir haus. Þegar ég kom upp, birti yfir öllu og ég sá mjög fallega tjörn. Þarna var allt fallega grasi vaxið og í grasinu sá ég þrjá engla í fallegum, bláum kjólum. Þeir sungu á rússnesku og undirspilið var bjöllu- hljómur. Ég man það síðast, að ég stóð þarna bergnumin af fegurðinni. Við það vaknaði ég. Virðingarfyllst. Ein, sem ekki er margdreymin. Það er ansi mikil peningalykt af þessum draumi. Gott ef þú vinnur ekki í happdrættinu. Á hinn bóginn er hreint ekki víst, að happdrættisvinningurinn verði þér til nokkurrar gæfu. Sjúklingur og bankabók Elsku draumráðandi! Viltu ráða fyrir mig þennan draum, sem mig dreymdi fyrir nokkru. Mér fannst ég vera komin út á einhverja eyju. Þar var stórt, gult timburhús. Mér fannst ég ganga þarna upp tröppurnar og inn í forstof una. Þegar ég kom inn, var allt dimmt inni, nema hvað úti í horni var lampi, sem lýsti dauf u rauðu Ijósi um næsta nágrenni, en alls staðar annars staðar var kolniðamyrkur. Mér fannst liggja veikur maður í rúmi rétt hjá lampanum, en ég sá ekki, hver það var. Svo fannst mér móðir mín koma til mín með bók, sem mérsýndisteinna helstvera bankabók. Bókin var þykk og svört að utan, nema hún geislaði frá sér rauðum Ijósum. Um leið og móðir mín rétti mér bókina, sagði hún: Ég var beðin að láta þig fá þessa bók. Hún er frá vini þínum. Við þetta vaknaði ég. Kæri draumráðandi! Viltu ráða fram úr þessu fyrir mig, því að mig langar svo mikið að vita, hvað þetta merkir. Svo bið ég að heilsa ykkur á Vikunni. Foreldralausir tvíburar Kæri draumráðandi! Mig langar til að biðja þig um að ráða þennan draum fyrir mig, því að ég hef miklar áhyggjur af honum. Mér fannst ég vera að vinna niðri við Laugardals- höll, þar sem var einhvers konar peningahjálp fyrir fátæka. Ég ætlaði að fara að loka klukkan sex um kvöld, þegar kona kemur inn og segist vera að sækja peninga. Ég lét hana hafa sína upphæð, sem ég man ekki, hver var, fór hún við svo búið. Þá kem ég auga á lítinn strák, um það bil hálfs annars árs. Hann horfir á mig sorgmæddum augum. Hann vardökkhærður og með dökkbrún augu, klæddur í hvíta og græna peysu og húfu í stíl. Svo fór hann, án þess að ég skipti mér meira af honum. Ég lokaði og lagaði allt til fyrir morgundaginn. Þegar ég er í þann veginn að fara, sé ég aftur lítinn strák, og hélt ég í fyrstu, að þetta væri sami strákurinn. Ég fór að tala við hann og spurði hann, hvar foreldrar hans væru. Þá sagðist hann enga for- eldra eiga og tvíburabröðir sinn, sem ég sá áður, væri farinn. Síðan tók ég strákinn með mér heim og mér fannst ég vera búin að fá leyfi til þess að ættleiða hann. Við vorum bæði mjög hamingjusöm. Ég vil taka það f ram, að báðir strákarnir voru alveg eins klæddir og alveg eins í útliti. Virðingarfyllst. Ein sídreymandi. Þessi draumur bendir mjög i þá átt, að þú bíðir eftir ákveðnu tækifæri, sem þér býðst á endanum, en þú lætur þá ganga þér úr greipum. Af því verðurðu mjög niðurdregin og þér finnst þú ekki geta á heilli þér tekið. En svo undarlega bregður við, að þér býðst sama, eða svipað tækifæri aftur, og þá læturðu ekki happ úr hendi sleppa. Kvöldverðarboð Kæri draumráðandi! Mig dreymdi nýlega draum, sem ég hef mikinn áhuga á að fá ráðinn. Hann var á þá leið, að ég ásamt fleira fólki var í kvöldverðarboði. Þarna var bæði fólk, sem ég kannast við og eins fólk, sem ég þekki ekki neitt. Allt var afskaplega fint og flott og maturinn afbragð. Allt í einu kemur til mín svartklæddur maður með stóran bikar í hendinni, réttir mér bikarinn og segir mér að drekka í botn, sem ég gerði. Draumurinn varð ekki lengri. Með von um ráðningu. Silla P. Þú átt svikulan vin, sem þú ættir að vara þig á. Sansý. Dimmt húsið í draumnum er fyrir töluverðum erfiðleikum um stundar sakir, en af draumnum er ekki gott að sjá, hvernig þeir erf iðleikar verða. Koma móður þinnar með bókina er svo fyrir óvæntri og góðri lausn á vandræðunum.

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.