Vikan

Tölublað

Vikan - 24.04.1975, Blaðsíða 20

Vikan - 24.04.1975, Blaðsíða 20
Áfratn aO þjarma Hreppstjóri Mosfellinga skilaöi Þóröi heim i betrunarhúsiö. Hann var ekki haföur i járnum, fremur en endranær. Þetta var islenskur sakamaöur og þurfti þvi eingar stroffur. Aöeins útlendir menn og geöbilaöir voru settir i járn á tslandi og svo fullir menn meö hávaða, svo og aðrir sem ekki skildu mælt mál. Jón prestur og ekkjan höfðu dregiö likiö austur. Um þetta leyti var bæjarfóget- inn búinn aö gera upp viö sig af- greiðsluna til stjórnarráðsins. Hann stefndi aö ákæru á hendur Eliasi og Þórþi, hvorum um sig. Hann setti þvi upp tvo morðingja, ef annar hvor þeirra skyldi ganga honum úr greipum siöar. Hann hafði alla lykla að framhaldinu. Elias kom á undan fyrir rétt. Prófin voru ekki lengur handa- hófskennd og þaö var ekki neitt fát á hlutunum, eins og veriö hafði hjá setudómaranum. Bókanir höföu framgang, eins og veriö væri að rista torf i sléttri mýri. Þaö var unniö markvisst i aukaréttinum. Bæjarfógetinn var þá búinn aö knýja landlækni og manninn, sem veriö haföi háskólakennari 1 læknisfræöi til aö viöurkenna, að sprungan I höfuöbeininu kynni aö vera áverki eftir högg. Hvaö sem basis kranl leiö og öllu innvolsi i likinu og þess bein- um, komst landlæknir ekki upp meö neina latinu aö þessu sinni til aö gera málið flókiö. Upp hófust nú svæsnar yfirheyrslur yfir Eliasi, sem gengu látlaust eins og uppskipun úr trollara og stóö á höndum að bóka. öll færi voru úti. Þegar bæjarfógetinn þurfti að bregða sér frá, i þingiö, eða út af ööru, þá gengu pólitiin I skrokk á Eliasi og þá bættust heimskuleg- ar spurningar ofan á óþægilegar, sem fyrir voru, þó teljast mættu ærinn kross fyrir. Elias sem vissi um barn- faðernisbókina — aö þaö var þrátt fyrir allt á fimmtudegi, sem bæjarfógetinn hélt aö væri á föstudegi, hélt sig við fyrri framburð sinn og lét annað sem vind um eyrun þjóta. í fyrstu haföi hann reynt að svara i bpinberum stil og hægu máli. svo skrifarinn gæti klóraö svörhans upp eftir honum, en svo byrjaöi hann aö auka hraöann eins ogaörir og æpa lika og hljóöa Elias var á vatni og brauði milB prófa. Bæjarfógetinn hélt þannig áfram aö þjarma aö Eliasi dag eftir dag, þvi i raun og veru var framburöur hans allur hinn fáránlegasti. Sum sé minnisleysi á öllum sviöum, þar sem réttvlsin taldi sig komna á sporiö. Loks stóöst bæjarfógetinn ekki mátiö og lýsti yfir þvi,aö ef hann ekki félli frá þessum framburöi og viöurkenndi föstudaginn, þá yröi hætt aö tala um þaö mál og ályktanir dregnar um framhaldiö, sem gæti oröiö meö skuggalegra móti. Þaö væri sannað mál, meö þrem Sigriöum, þar af einni mjög vitri sængur- konu, sem fæddi barn þennan Þórður hugsaði minna um sjálfan sig i fangelsinu, en þeim mun meira um fé sitt og fjölskyldu. Morömál K Agústar Jónssonar Ný skáldsaga eftir Jónas Guðmundsson föstudag, að þeir Elias, Þóröur og Ágúst dauði, heföu setiö aö sumbli viö sæng hennar þennan margumtalaöa föstudag. Sleit bæjarfógetinn svo aukaþinginu og fór. Elias fór i vatniö og brauðið meö þaö. Þaö sem geröi margar yfir- heyrslur i einum rykk, meö lævis- um spurningum og heimsku- legum spurningum á vlxl, bærilegar, var þaö aö i fangelsinu gekk Eliasi allt betur i haginn. Fangelsishjónin háttuöu yfirleitt snemma Sem áðursgði og hann haföi, ásamt samföngunum húsiö fyrir sig sjálfan. Vegna eldhættu voru fangelsin opin alla nóttina. Abeins þeir sem áttu vanda til aö fyrirfara sér og geðbilaðir menn, voru hafði undir lás og slá og geymdu hinir fanganir lyklana að klefum þeirra um nætur. Konan svaf ofast hjá Eliasi. Hún færöi honum mat I klút og kaffi I sokki og þá sagöi hún honum allt af létta um bæjar- slúðrið. Þaö sem rætt er viö fiskiþvott og saltburö, er allt við kjarna málsins. Þaö er of kalt til aö ljúga og fyrir málalengingar. Hún sagði honum til aö mynda, aö búiö væri aö draga beina- grindina austur. Jón prestur hefði viljað skipta likinu I tvennt og reiöa sitt hvoru meg- in upp á hrossi. Hann var praktiskur og séöur meö öll verk. Svo mætti skeyta saman fyrir kistulagninguna, sagöi hann. Ekkjan hugsaöi sig um lengi en vildi svo láta draga likiö á freranum austur i einu lagi. Lika sagöi hún Eliasi, aö sprunga væri I hausnum á likinu, sem talin væri eftir karlmann. Svo fóru þau aö fá sér i nefið og kvöldið leiö i ljúfum trega i fangelsinu. Þórður sagöi ekkert viö menn, fremur en steinarnir i veggjun- um. Hann lá tómur i bálknum þar sem steinarnir grétu i frostum, en voru þurrir viðkomu á hlýviöris- dögum. Þefur var súr og þrung- inn votum húsaviö. Maökurinn dafnaöi. Þóröur hugsaði meir um fé sitt en sjálfan sig. Hann hugsaöi um þaö hvernig konunni myndi reiða af um þetta leyti. Hafandi vetur yfir húsum sinum og hjarta undir fjalli. Ekki myndi hún geta áttaö sig ein á storminum, þegar hann geröi stóri sunnan upp úr þurru og brast þá á eins og hendi væri veifað. Ekki heldur i fjárfellis- byljum, sem komu á sumar jaröir en aörar ekki, og stundum aöra hverja jörð I hreppnum. Heimilið þurfti i rauninni á öllu 20 VIKAN 17. TBL.

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.