Vikan

Tölublað

Vikan - 24.04.1975, Blaðsíða 21

Vikan - 24.04.1975, Blaðsíða 21
ÞÆGINDI ÞRIFNAÐUR ÞJÓNUSTA HANDKLÆÐAKASSAR FYRIR SAMKOMUHÚS OG VINNUSTAÐI VERO KRÓNUR; 8860 9860 LEIGA EOA GÓÐ GREIÐSLUKJÖR hans þreki aö halda, ef þaö átti aö bjargast. Hann átti aö vísu konu, sem yfirkom flesta hluti, stundum grét hann hljóölega lengi nætur i fangelsinu. Þóröur hugsaöi minna um mannhvarfsmáliö sjálft. Hann gat varla veriö nein aöalpersóna i þvi, fyrst ekki var neitt á hann yrt. Samt kom hann þvi ekki heim og saman, hvers vegna hann var haföur á Vatni og brauöi, ef hann var aöeins vitni. Hann haföi viö komuna veriö leiddur fyrir auka- dómþingiö, þar sem bæjar- fógetinn las upp. Þóröi var svo starsynt á fógetabúninginn, aö hann tók ekki eftir þvi, sem bæjarfógetinn las upp, enda skaplega og fræöilega fram mælt. Ekki var minnst á þaö hvenær hann kæmi fyrir rétt, né heldur á þaö hvort hann kæmi nokkuö fyrir rétt meir. Staöa hans var óljós. Þóröur sinnti ekki heldur kvenheimsóknum i fangelsiö. Eftir aö fangelsishjónin voru sofnuö, vildu tugthúsin fyllast af gestum. Allskonar fólki, sem þyrptust um fangana, eins og flugur á skit. Aöallega voru þetta konur og einhverjir ofdrykkju- menn. Sumar voru hreint ekki lit- iö snotrar, en flestar voru saltfisk kerlingar og hálfgeröar hland- geyspur. Hann var oröinn nátt- úrulaus af áhyggjum og gulu. Nýrnaveikin ætlaöi aö veröa honum dýr dómur. Fyrst aö svipta hann sumarbeitinni, svo kviaærnar voru hálfgeldar og margar allt sumarið,þá aö svipta hann öllum heyfeng og svo aö lokum þetta mannhvarfsmál. Þóröur vissi likið um nýru. Hann haföi aldrei séð þau nema i kindum og ööru fé, en um mannhvarfsmáiö vissi hann minna. Þetta geröi hann bitran i lund. Þóröur hugsaði mikiö um Guö um þetta leyti. Guö vissi kannski ekki allt um nýru, sem hann haföi þó skapaö, en um réttlæti vissi hann ekki mikið. Hann skellti fjárfellisbyljum á annan hvorn bæ i hreppnum, mest á einyrkja og sendi svo suma menn suöur I veikindi og mannhvarfsmál, rétt eins og fé væri ekki til, né heldur neinar skyldur við búskap og skepnur. Frelsarinn væri aö visu frá heitu landi og þá liklega Guö sjálfur lika, faöir hans, en samt fannst Þóröi aö þeir feögar vissu minna um sauökindina, en viö yröi unaö af bændum til lang- frama. Hann lagöi af í straffhúsinu. Viö Edinborgarpakkhús Þaö varö uppi fótur og fit, þegar Þóröur kom fyrir aukarétt- inn. Hann var bugaöur maöur. Hann var oröinn aö vatni og brauði. Nýrnaveikin haföi nú tekiö sig upp aftur og hann var gulur I framan. Hann byrjaöi á aö leiörétta framburö sinn frá þvi um haustiö og greindi nú frá þvi, aö þeir Elias heföu ekki skiliö viö Agústá Laugavegi, heldur gengiö meö honum niöur á fortogiö og skiliö viö hann á Strandgötunni niöri viö Edinborgarpakkhús, skammt frá höfninni. Þóröur kvaöst þvi miöur ekki hafa þoraö aö geta um þaö i fyrri skýrslu sinni um haustiö, sem hreppstjór- inn tók af honum i prófunum heima á bænum. Siöan sagöi hann þeim alla söguna af drykkju þeirra kumpána og kvaðsthafa skiliö viö Agúst og Elias, sem uröu eftir viö pakkhúsin. Ekki vissi hann hvað oröiö haföi um Agúst, en Elias heföi gengið austur meö höfninni, en hann sjálfur haldið vestur i Selsvör, beint yfir Landa- kotstúniö. Hann hélt þá til hjá Selsingum. Aðspurður rækilega þvertók hann fyrir aö vita meira um mannshvarfsmáliö en þetta, en þaö varö uppi fótur og fit. Saumar voru aö gliöna. Bæjarfógetinn var svolitiö hissa. 1 raun og veru haföi hann búiö sig undir að dæmt yröi aö verulegu leiti á likum, en nú voru málin að þokast áfram til játningar. Hann sleit nú aukaþinginu og fyrirskipaði einangrun Þórðar. Fangelsis- hjónin fengu ströng fyrirmæli um aö ekki mætti láta Þórö ná tali af Eliasi, svo þeir gætu ekki samræmt framburö sinn meö nýjum lygum. Fangelsishjónin sögðu þeim það báöum, en breyttu ekki fangelsinu meir en þaö. Þaö var fljótt að kvissast um bæinn að Þóröur væri búinn aö játa. Saga flaug hús úr húsi, eins og mannslát. Menn komu út fyrir hús sin við tiöindin og tóku náung- ann tali og sagan magnaöist og brátt fylgdu nákvæmar lýsingar á þvi, hvernig moröingjarnir murkuöu llfiö úr Agústi berhenta i portinu, afklæddu siöan likiö og vörpuðu þvi i höfnina. Litlu hóparnir fyrir utan húsin stækkuöu smám saman og uröu aö stórum hópum og fyrir framan fangelsiö safnaöist múgur og margmenni. Dynur var á jöröinni undan fótataki. Pakkhúsmenn, seglasaumarar, saltfiskkerlingar, búöarmenn, kaupmenn, heföarfrúr og vinnukonur. Allt æst fólk og vont á taugum tók sig upp og hélt til fangelsisins og hliöin svignuöu undan þunganum. Reiöióp, hundgá og skrækir náöu eyrum fanganna, sem voru skelfingu lostnir og læstu aö sér hiö bráöasta. — Morðingjar, klámhundar æpti lýöurinn meö blóöbragöiö I munninum og nú fóru strákar aö bera eld að straffhúsinu, en þá kom bæjarfógetinn á vettvang meö pólitiiö og féllu menn þá frá mótmælum sinum aö mestu. Bæjarfógetinn sagöi fólkinu, aö málinu væri ekki lokiö, en yirvöldin væru fullfær um aö dæma sakhæfa menn I þyngstu refsingar og hann baö menn aö gæta allrar stillingar i laganna nafni. Pólitiin rökuöu eldana frá plankahuröinni og eldglamparnir dóu meö snarki á freöinni jöröinni, þegar bráðin bleytti glóðina. Menn áttu 'vont meö svefn um nóttina. Prófin byrjuöu snemma hinn næsta dag og nú var prófað i grjótinu, þvi ekki var taliö á þaö hættandi aö ganga mikið úti meö fangana. Um þaö leyti sem vetrarsólin stakkst eins og planki inn um loftopiö á fangaklefanum, komu réttarþjónanir og sóttu Elias. 17. TBL. VIKAN 21

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.