Vikan

Tölublað

Vikan - 24.04.1975, Blaðsíða 35

Vikan - 24.04.1975, Blaðsíða 35
hæfst hugsunarhætti þlnum og viöhorfum, mati þinu á hættum og þvl, hvaö mestu máli skiptir. Aörar þjóöir heims krefjast minnar litilf jörlegu þjónustu. Ég get gert þaö, sem þér er bannaö, vegna ábyrgöar þinnar sem leiö- togi Kúbu og nú er komiö aö þvl, aö leiöir skilji. Ég vil gera þaö heyrinkunnugt, aö þetta veldur mér bæöi gleöi og hryggö. Hér læt ég eftir björtustu vonir mlnar tengdar uppbyggingunni og þá, sem mér eru kærastir. Ég yfirgef þjóöina, sem tók mér sem syni. Þetta veldur mér miklum sárs- auka. Til nýrra vlgvalla fylgir mér trúin, sem þú kenndir mér, byltingarhugur þjóöar minnar, vitundin um, aö ég geri helgustu skyldu mlna. Aö berjast gegn heimsvaldastefnu, hvar sem hún kann aö birtast. Þetta linar mesta sársaukann. Ég lýsi enn einu sinni yfir, aö ég leysi Kúbu undan allri ábyrgö utan þeirri, sem fordæmi hennar hefur lagt henni á heröar. Beri skapadægur mitt aö undir öörum himni, mun hugur minn seinast dveljast meö þessari þjóö og einkum hjá þér. Ég er þakklátur fyrir þaö, sem þú hefur kennt mér, fyrir fordæmi þitt, og ég mun leitast viö aö vera trúr til þeirra endaloka, sem at- hafnir mínar munu hafa. Ég hef alltaf veriö viröriöinn utanrlkis- stefnu byltingar okkar og mun halda áfram aö vera þaö. Hvar sem ég fer mun ég finna til á- byrgöar sem kúbanskur bylting- armaöur og ég mun koma fram sem sllkur. Mér þykir ekki fyrir þvi aö láta konu minni og börnum engin verömæti eftir. Þaö gleöur mig, aö þessu er þannig variö. Ég biö ekki um neitt handa þeim, þar sem ég veit, aö rikiö mun sjáþeim fyrir þvl, sem þarf til framfæris og menntunar. Þaö er margt, sem ég vildi segja viö þig og viö þjóö okkar, en mér finnst þaö óþrfi. Orö fá ekki tjáö þaö, Sem ég ætla þeim, og mér finnst ekki taka þvi aö hafa kjörorö I flimtingum. SI- fellt fram til sigurs! Patria o nu- erte! Ég faöma þig af heitustu á- striöu byltingarmanns. Che.” Þetta bréf var sem áöur sagöi skrifaö snemma árs 1965, áöur en Che fór til meginlands Suö- ur-Amerlku. Nokkru seinna kom hann á fót skæruliöasveitum á há- sléttum Suöur-Bóliviu, en þær unnu gegn bandarlskri leppstjórn René Barrientos. Erindrekar CIA, bandarlsku leyniþjónúst- unnar, fengu þaö verkefni aö koma Che fyrir kattarnef, og þeir voru ekki langt undan, þegar Che særöist og var tekinn til fanga I grennd fjallaþorpsins Higueras þann 8. otkóber 1967. Foringi handtökusveitarinnar var bólivlskur ofursti og haföi hann fengiö skipun um aö skjóta Che samstundis og senda höfuö hans til höfuöborgarinnar La Paz, en CIA óttaöist, aö Che yröi aö píslarvotti, og erindrekum henn- ar I La Paz tókst aö fá aftökunni frestaö. En Barrientos forseti var ekki á þvl aö sleppa manninum, sem hann óttaöist. Aö morgni 9. otkóbers var aftökuskipunin staö- fest. Che lá særöur I skólahúsinu I Higueras. Erindrekar CIA geröu slöustu tilraunina til aö reyna aö fá hann til aö tala og koma upp um félaga slna. En byltingar- maöurinn reyndist aöeins reiöu- búinn aö tala um stjórnmála- heimspeki og byltingarhreyfing- ar almennt. Hann veik ekki einu oröi aö andspyrnuhreyfingunni i Bólivíu né skæruliöasveitunum, sem hann haföi skipulagt. Þegar Che geröi sér ljóst, aö hann yröi pyntaöur, missti hann pipuna úr munni sér, en hann var fljótur aö jafna sig og baö um meira tóbak. Nokkru seinna var Che Guevara allur. Erindrekum CIA varö ekki aö ósk sinni —Che varö plstlarvottur og hefur meira aö segja veriö nefndur kristsmynd aldarinnar— og orö hans I svarbréfi til Marlu Rosario Guevara minna um margt á Krist, en Marlu fýsti aö vita, hvort hún væri tengd Che blóöböndum, þar eö þau báru sama eftirnafn: „Companera! Ef satt skal segja, veit ég ekki frá hvaöa hluta Spánar fjölskylda min er komin. Eins og gefur aö skilja fluttust forfeöur mlnir þaö- an fyrir löngu meö hendur á maga og sitjanda ( spænskt oröa- tiltæki haft til aö lýsa sárri fá- tækt). Aö ég held minum ekki á sömu stööum, er aöeins þvl aö kenna, hve stellingin er óþægileg. Ég hygg, aö viö séum ekki ná- skyld, en ef það er þér eiginlegt aö titra af reiöi I hvert sinn sem ó- réttlæti er framið i heiminum, þá erum viö félagar og þaö er meira um vert. Byltingarkveöjur! Ernest Che Guevara!” Orkney A sunnudagskvöldiö er á dag- skrá breskt sjónvarpsleikrit, sem ber heitið Orkney, Þarna er um aö ræöa þrjár sjálfstæöar mynd- ir, byggöar á smásögum eftir George Macay. Allar gerast þær á Orkneyjum. Hin fyrsta segir frá llfi ungra hjóna, önnur frá heim- komu hvalveiöimanns og hin þriöja frá ungri stúlku, sem er drykkjusjúklingur og býr hjá stjúpfööur sinum. ESTORIL USSABON f RINARLANftT FERÐIR KAUPMANNAHÖFN rGARDA ri HGNANO/^N BRAVN )[MAUX)RKj[ SOJfftByjQ YÐAR AÐ VELJA FERÐINA, MEÐ SDNNV 9°nutaííeða- þúsun(jir ánægðra viðskiptavina velja SUNNUFERÐIR ár eftir ár. Ferðafréttir Sunnu eru komnar út! Fjölbreytt feröaval. FERÐASKRIFSTOFAN SUNNA Lækjargötu 2 símar 16400 12070 17. TBL. VIKAN 35

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.