Vikan

Tölublað

Vikan - 24.04.1975, Blaðsíða 23

Vikan - 24.04.1975, Blaðsíða 23
manneskjan I honum sjálfum féll meö einhverjum hætti inn. Hann sagöi ekkert meir, og þeir fengu sig ekki til aö snerta hann, og bæjarfógetinn frestaöi réttar- höldunum til aö ná undirtökunum á aukaréttinum aftur. Bæjarfógetinn taldi sér trú um aö hann heföi frestaö réttarhald inu vegna fangans, en þó vissi hann vel aö þaö var ekki meö öllu rétt. Hann var aö jafna sig og ná aftur reisn sinni og stfl. Menn, sem nær daglega umgangast veöskjöl og bréf er einkum varöa fjárhag manna og landamerki, veröa fljótt svo til ónæmir fyrir hinu persónulega, orsökum og afleiöingu. Skjöl grétu aö minnsta kosti ekki. Embættisfærslan sjálf og emb- ættisreglan sat ávallt i fyrirrúmi, eins og múrning á föstum botni. Þar varö engu breytt. Menn meö holdi og blóöi uröu aö gulum pergamentsskjölum, meö vatns- merki konungs og skjaldarmerki og blekiö þornaöi og varö grátt meö tlmanum. Aldrei haföi neinn maöur grátiö I bæjarfógetakontórnum og höföu þó margir menn misst miklar eignir og fé sitt allt. Menn grétu ekki á alþingi heldur, þvl þeir gáfu aöeins takmarkaö svæöi af miötauga- kerfinu I þingstörfin, svipaö og brýst fram innan góörar tónlist- ar. Menn hlógu hvorki né grétu þar heldur. Um þaö leyti, sem Ellas var búinn aö gráta, haföi bæjarfóget- inn jafnaö sig eftir þetta auka- réttarlega skakkafall. Hann setti réttinn á ný meö hamri. Elias haföi nú fengiö röddina og jafnvægiö og var byrjaöur aö holdgast inn I fatnaöinum aftur. Hann ræskti sig og leitaöi aö oröum. Hann kvaöst ekki vita neitt meira um mann- hvarfsmáliö. Vel gæti þó veriö aö eitt og annaö heföi skolast til. Minni sinu væru tekiö aö lökra. Þó vildi hann nú bæta einu viö fyrri framburö sinn,aö nefndan fimmtdag, er hann heföi hitt Ágúst berhenta, heföi hann veriö aö koma rakleitt frá lögreglukon- tórnun, en þar heföi hann veriö aö sverja fyrir barn. Aö vlsu heföi hann haft I hyggju aö fá mann til aö fletta þessu upp fyrirsig i barnfaöernisbókinni, en þá heföi veriö hávaöi viö straffhúsiö og svo mikill ófriöúr, aö föngum var ekki sinnt neitt inni I fangaklefunum. Mætti nú fá dagsetninguna þar I bókum. Sum sé var nú hægt aö sanna hvort fimmtudagurinn heföi veriö á föstudag, eöa ekki. Bæjarfógetinn frestaöi nú próf- inu og sendi Elias I vatniö og brauöiö. Hann vildi ráöfæra sig viö dómabókina. Framhald I næsta blaöi 17. TBL. VIKAN 23

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.