Vikan

Tölublað

Vikan - 24.07.1975, Blaðsíða 13

Vikan - 24.07.1975, Blaðsíða 13
Kæra fáfróð. Vissulega ertu fá- fróö, og það bætir ekkert úr skák að reyna að öðlast vitneskju með lcstri ástarrómana, en hvaðan hefurðu annars þá vitneskju, að allar konur eigi að vera með stór brjóst. Það er algjör fásinna, að það sé nauðsynlegt að hafa ein- hverjar blöðrur framan á sér til þess að vckja kynhvöt karla, en það er senniiega það, sem þú hef- ur áhyggjur af að þú gerir ekki. Það sakar sjálfsagt ekki, að hafa stór og falleg brjóst, en það þarf alls ekki að fara saman. Póstur- inn hcfur séð stór brjóst, sem eru alveg forljót, en eins hefur hann séð litil brjóst, sem eru mjög falleg. Fegurö þeirra fer nefni- iega alls ekki eftir stærðinni, og þaöan af siður fer fegurð konunn- ar eftir særð brjóstanna. Hættu þvi að hafa áhvggjur af stærð brjósta þinna. Pósturinn er alveg viss um, að þú getur verið hreyk- in af þeim. Séu þau ekki fuil- þroska, þá er bara að bfða, þrosk- inn kemur, vertu viss. Hættu þvi öllu þvaðri um hormónasprautur, þær hugsar enginn um nema ein- hverjar úrkynjaðar kvikmynda- leikkonur, eða þeim likar, sem engin heilvita kona kærir sig hið minnsta um að likjast. Svo er eitt enn. Liði þér betur að ganga mcð gerfibrjóst? Brjóst. sem fram- köiluð eru meö hormónaspraut- um eru vissulega gerfibrjóst en ekki eölilegur vöxtur likama þins. Farir þú til læknis, er Pósturinn viss um, að svör hans verða mjög á sama veg. en revndu bara ef þú trúir Póstinum ekki. Skriftin breytir engu þvi áliti, sem Pósturinn fékk á þér við lest- ur bréfsins. Bréfið er ágætlega sett fram, og Pósturinn er hissa á sendanda, sem virðist vera góö- um gáfum gæddur, að vera með þessa heimsku. Vertu þú sjálf cn ekki aum eftiröpun einhverrar annarrar'. Amsterdam en ekki Haag Kæri Póstur! Ég las i Vikunni frá 19. júni svar við bréfi, þar sem spurt var hver væri höfuðborg Hollands. I svarinu segir þú að Haag sé höf- uöborgin. Þetta er rangt. Amster- dam er höfuðborg Hollands. Ég er hollensk, en búsett á Is- landi, svo ég tel mig vita þetta réttilega. Með kærri kveðju. L.v.R. Pósturinn vcröur vist að éta þetta svar ofan i sig og biður hlut- aöcigandi velvirðingar á mistök- unum. Fjöldinn allur er grcini- lega bctur aö sér i landafræði en Pósturinn, þvi að honum hafa borist þó nokkur bréf, sem leið- rétta þessa missögn. Það, sem hefur staðið i Póstinum, er án efa það, að stjórn Hollands situr i Haag, og þvi hefur hann ranglega ályktað, að Haag væri jafnframt höfuðborg landsins. Kvennaáriö 1975 NoKkrar djúpvitrar konur hér dragastiflokka, dugmiklar fiagga með eldrauða sokka, til að vinna sér virðingu fljótt og útrýma karlanna athafnafrelsi andlegan þrótt þeirra leggja i helsi, svo i rúmin að reka þá skjótt. En i pottunum karlarnir kófsveittir hræra Krafan um húsverkin marga þó særa. Þeir eru vanari að vinna önnur störf en að dusta úr teppum og druslur að stoppa, dragast með krakka og hreinsa alla koppa. En þeim er sá lærdómur þörf. Þegar stjórnin er horfin i hendur á konum, er hætt við að fækki þeim duglitlu sonum, sem i eldinum standa þó enn. Þá breytist allt lifið og börnunum fækkar, bændurnir kveðja, en hópurinn stækkar, sem kúgar hér kjarklitla menn. g-g- Kærar þakkir G.G. Konur.svar- ið þið nú'. Pennavinir Anna Guðrún Júliusdóttir, Syðra- Garðshorni, Svarfaöardal, Eyja- firði, óskar eftir að komast i bréfasamband við stelpur og stráka á aldrinum 14-15 ára. Helstu áhugamál eru: íþróttir, enska, popp, ferðalög, bréfa- skriftir og fleira. Albert Cosser, 24 Suffolk Parade, Cheltenham, Glos., Great Britain.vill gjarnan skrifast á við islenskar stúlkur á öllum aldri. Inga Guðmundsdóttir, Búrfells- virkjun, Gnúpverjahreppi, Ar- nessýsiu, óskar eftir bréfasam- bandi við stráka á aldrinum 14-16 ára. HATTA- OG HANNYRÐAVERZLUNIN Jenný SK6l«vðr8mtlg 13« - Slml t976S • PóithíK 58 - Riyklavfk Póstsendum CB bómullargarn í öllum litum, 30. TBL. VIKAN 13

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.