Vikan

Tölublað

Vikan - 24.07.1975, Blaðsíða 18

Vikan - 24.07.1975, Blaðsíða 18
LlF 4NH ■r/£MBU séu óumflýjanleg- ar. Þeim hefur ver- ið gefið nafnið „bölvun Evu”, og allar konur hafa orðið að haga lifi sinu samkvæmt þeim. Nú virðist sumum visinda- mönnum hilla und- ir það, að þessar mánaðarlegu blæð- ingar heyri sögunni tfl. Fyrsta spurningin, sem krefst svars er, hvaö eru tiöablæöingar? Besta svariö, sem hægt er aö gefa, er aö segja, hvaö þær eru ekki. Þær eru ekki hluti af hreins- unarkerfi llkamans. Þegar viö höfum hægöir eöa köstum þvagi, þá erum viö aö losa okkur viö eitruö úrgangsefni, sem dræpu okkur, ef likaminn losaöi sig ekki viö þau. Þegar leg- iö tæmir sig viö tlöir, þá er sú tæming ekki af sama toga spunn- in. Tiöir eru ekkert annaö en von- brigöi. Legiö er til þess eins gert aö fóstra og næra barn. t sér- hverjum mánuöi senda eggja- stokkarnir frá sér egg til frjóvg- unar. Meöan eggiö er á ferö sinni eykst blóösókn til legsins, veggir þess þykkna og veröa mjúkir og vökvarikir. Vegna þess aö ó- frjóvgaö egg getur ekki fest sig i þessu lagi, þá er allt til einskis unniö, og legiö veröur aö losa sig viö allt saman. Næsta spurning yröi, hvaöa á- hrif hafa tíöir á llkamann? Þær eru býsna áhrifamiklar. Þeim er stjórnaö af hormónum, sem hafa áhrif á legiö, brjóstin, heilann og næstum hvern einasta vef líkam- ans. Þeir valda þvi, aö brjóstin stækka um tima, og minnka slöan aftur. Þeir gætu veriö ein orsök vökvasöfnunar I heilafrumunum (sem er hugsanlega ein orsök tiöra höfuðverkja, taugaveiklun- ar og skapstirðni, sem þjáir margar konur einmitt á þessum tima), og þeir stjórna vexti I leg- inu og þeim breytingum, sem verða á þvi i tiöahringnum. Læknum hefur lengi veriö ljóst, aö tlöni krabbameins i brjóstum, eggjastokkum og legi er miklu meiri hjá konum, sem „nota” kynfærin ekki til þess, sem nátt- úran ætlaði þeim (nunnum, svo dæmi séu nefnd). Þeim er einnig ljóst, aö stúlkur, sem ekki eru orönar 18 ára, er þær eiga sitt fyrsta barn, hafa einhverja vörn gegn krabbameini i brjósti — þær fá sjúkdóminn þriðjungi sjaldnar en konur, sem eiga sitt fyrsta barn, er þær eru 35 ára eöa eldri. Nú spyrja læknar sjálfa sig: Eru tiðir eðlilegar? Þessi staðreynd hefur valdiö visindamönnum mjög miklum heilabrotum. Er þessi vörn vegna þess að konan er barnshafandi? Eöa er hún kannski vegna þess aö konan hefur ekki tlöir meöan hún er barnshafandi? Nýjústu vanga- veltur eru hlynntari hinu siðar- nefnda. Vlsindamenn nútlmans spyrja sig þess vegna spurningarinnar, eru tlöir eölilegar? Sumum kann aö viröast þessi spurning harla kjánaleg, en það er hún ekki. Ef bornar eru saman nútlmakonan og formóöir hennar, þá koma margir undarlegir hlutir i ljós. 18 VIKAN 30. TBL.

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.