Vikan

Tölublað

Vikan - 24.07.1975, Blaðsíða 27

Vikan - 24.07.1975, Blaðsíða 27
er nánast aukastarf hjá Vilhelm, bvf að hann er hárskeri að aðalstarfi. Kollusvörðurinn er á að sjá sem hver annar hársvöröur. inn væri horfinn, en allir myndu sjá gleraugun og skeggið. Ég tók þetta nú ekki alveg bókstaflega og reyndi á engan hátt að leyna þvi, að ég var kominn með hár- topp. Ég held það sé alger nauð- syn, að menn, sem þurfa á hár toppi að halda, taki honum eins og sjálfsögðum hlut, því að ef hann verður þeim eitthvert feimnis- mál, getur hann orðið bagalegur. Mér sjálfum finnst enginn munur á þvi að nota hártoppinn og fölsku tennurnar minar. — Ég man eftir einum náunga, sem var alls ófeiminn við hár- toppinn sinn, skýtur Vilhelm inn i. — Hann fór hinn ánægðasti að skemmta sér með hártoppinn, og þar sem hann sat á Borginni með glasið sitt, tók hann eftir þvi, að við næsta borð sat eldri kona, sem enginn dansaði við. Þetta var gæðakarl og þótti leiðinlegt að konan skyldi sitja þarna allt kvöldið, án þess að dansa, svo að hann tók sig til og bauð henni upp. Hún þvertók fyrir að dansa við hann og sagði, að allir myndu hlæja að henni gamalli konunni að vera að dansa við svona ungan mann. Þegar næsta syrpa byrj- aði, fór minn aftur að boröinu, reif af sér toppinn og sagði: Ef þér finnst ég ekki nógu gamall núna, tek ég út úr mér tennurnar lika. Ekki hefur konunni líklega litist á það, þvi að út á gólfið fóru þau og dönsuðu alla syrpuna. En þegar þau komu aftur að borðinu, var hártoppurinn mannsins horf- inn, og hann hefur ekki notið góðs af honum siðan. Tról. Viihelm við vinnu slna 30. TBL. VIKAN 27

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.