Vikan

Tölublað

Vikan - 28.08.1975, Blaðsíða 6

Vikan - 28.08.1975, Blaðsíða 6
Y Aöur én lagt er af staR. Hilmar athugar vélina og gerir hana klára fyrir flug. Vélin Iætur svolftiö iila, en flugmaður róar farþegana. íL ur vel og eigum ekki von á neinu, i það minnsta ekki ég. — Jæja, segir Þorgeir snögg- lega. Eruð þið tilí smátilraun? — Jú, ætli það ekki. Það getur varla verið hættulegt. Bara smátil- raun! — Wing-over, heyrist mér Þorgeir segja, og um leið hallast vélin ofboðslega. Mér finnst ég vera orðin að steini, Ragnari virðist vera eins innanbrjósts. Al- veg steinrunninn. Mér sortnar fyrir augum og sé aðeins grilla i himininn. Ég átta mig á þvi, að vélin er nær alveg á hvolfi. Þetta er voðalegt. Nú hrapar hún. En hún hrapar auðvitað ekki, því að rétt á eftir flýgur hún I rétta stefnu. Mér léttir stórkostlega og fór að hlæja, kannski hálfgerðum „hysteriishlátri”. Ég hló þó ekki lengi, þvi þeir félagar endurtóku þessa æsilegu tilraun, þeim til skemmtunar og okkur til skelf- ingar. Þó þori ég ekki að segja um, hvað Ragnari fannst um þetta. Hann sagði aldrei roð. — Svona æfingar eru nauðsyn- legar, segir Þorgeir alvarlegur. Þetta er stjórnuð æfing og heppi- leg, til þess að stjórnandinn fái betur tilfinningu fyrir vélinni. Þegar vélin hallast 60 gr., tvö- faldast þyngdin, og þess vegna kemur þessi tilfinning, og manni finnst maður vera að detta niður. Þetta er vandasöm æfing, sem hver nemandi verður að gera. Til þess að útskýra betur fyrir okkur, hvemig lausir hlutir i vélinni eru óháðir þyngdarkrafti jarðar, set- ur Þorgeir eldspýtnastokk i glugga vélarinnar. Hilmar hallar vélinni siðan um 60 gr., en stokk- urinn hreyfðist ekki. — Þunginn verkar alltaf hornrétt á vængina, segir Þorgeir, og þess vegna helst jafnvægið i vélinni. Sjálfsagt hef ég verið dálitið ankannaleg þarna aftur i og fá- fræðin skinið af mér, þvi að þeim félögum finnst ekki vanþörf á að bæta hið snarasta við flugþekk- ingu mina. — Haltu á töskunni hans Ragn- ars og spenntu þig vel, segir Þor- geir ibygginn á svip. Hilmar ætl- ar að fljúga eftir eigin geðþótta um stund. Nú erum við verulega spennt i orðsins fyllstu merkingu. Ég held á töskunni, og Hilmar lætur vélina hrapa. Þetta er kall- að bogaflug, og eru geimfarar látnir reyna það til þess að venja þá við þyngdarleysi. Ég skýst upp i loft og taskan lika. Eldspýtna- stokkurinn frægi, sem Ragnar átti að mynda, fer eitthvert út I buskann. — Ég læt þá lofa mér að gera ekki fleiri tilraunir i bili. Gætum við ekki bara haft þetta beint og slétt flug i bæinn? Ha? — Ef vélin er rétt stillt, flýgur hún nær sjálfkrafa, segir Hilmar. Þó þarf flugmaðurinn alltaf að hafa nánar gætur á stefnu og hæð vélarinnar og afstöðu hennar i heild, svo og mótor, oliuþrýstingi, hita og smurningu. Mælaborðið er stórt og þétt skipað mælunj. — I blindflugi verður flugmaðurinn algerlega að treysta út mælana, segir Þor- geir. Ógerlegt er að vita, hvemig vélin snýr,eða i hvaðá átt hún fer, ef ékki er hægt að styðjast við kennileiti eða eitthvað áþreifan- legt. Aldrei má treysta tilfinning- unni i þannig tilvikum. I hverri vél er gervisjóndeildarhringur, sem segirtil um hallann, og giró- kompás, sem sýnir stefnuna i gráðum. Yfirleitt erú nemar ekki sendir i æfingaflug, nema skyggni 6 VIKAN 35. TBL.

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.