Vikan

Tölublað

Vikan - 28.08.1975, Blaðsíða 38

Vikan - 28.08.1975, Blaðsíða 38
FIB hefur á undanförnum árum fengið til meðferðar fjöldann all- an af málum þar sem menn telja sig svikna i bilaviðskiptum. Stundum hefur komið i ljós að billinn, sem keyptur er, hefur bil- aö skömmu eftir að kaupin voru gerð, og út af þvi hafa risiö harð- ar deilur milli kaupanda og selj- anda. Oft á tiðum hafa menn haldið þvi fram að um hrein svik sé aö ræða og skal ekki lagður dómur á þaö hér, en vist er að bíllinn bregst oft hrapalega vonum kaupandans. . Þaö verður aldrei nægilega brýnt fyrir mönnum að skoða rækilega bflinn áöur en hann er keyptur, þvi að hlutir, sem eru ótrúlega augljósir, hafa farið fram hjá mönnum I öllum æsingnum, sem þvi fylgir að. eignast nýjan bfl. Svo að menn þurfi ekki að naga sig i handabökin yfir að hafa keypt köttinn i sekknum langar AÐKAUPA , NOTAÐAN BIL okkur hjá F.I.B. að leggja mönn- um lifsreglurnar i sambandi við bílakaup. Fyrst er að athuga hvað billinn HÖGGDEYFAR Höggdeyfar eöa demparar eins og þeir eru oftast kallaðir eru ekki eingöngu til þess að gera bil- inn þægilegri I akstri, þó aö vissu- lega geri þeir þaö skammlaust. Demparar eiga miklu stærra og þýðingarmeira hlutverki að gegna, þeir eru hreinlega for- senda þess, að hægt sé að aka bflnum með sæmilegu öryggi. Ef þið eruð ekki sannfærð um að þetta sé satt skuluö þið bara reyna aö aka bílnum ykkar demparalausum, hann veröur rásandi I stýri og viðbrögö hans við holum, stýrishreyfingum og öðru verða óUtreiknanleg. Auk þess verður billinn svo gott sem bremsulaus ef snögghemla þarf á miklum hraða. Þá nötrar bíllinn og hjólin missa alla örugga snert- ingu við veginn. Prófaðu þetta ef þU þorir, en ef þU villt prófa þetta til fulls og fá góðan samanburð þá prófaðu fyrst meö dempurunum I, þvi að óvist er að þU fáir tækifæri til þess ef þU prófar hitt fyrst. Það er staöreynd að jafnvel stöðugustu bilar verða óviöráöan- legir ef dempararnir eru ekki I lagi. Auk þessa, sem minnst er á, valda lélegir demparar þvi, að undirvagninn gengur fyrr Ur sér og dekkin slitna bæði skakkt og óhóflega hratt. Athugaðu að demparinn, sem ekki lítur beint Ut fyrir að geta haft Urslitaáhrif, hann hefur þau I raun og veru. Athugaðu að dempari tekur á móti og deyfir á annaö þUsund hreyfingar á hvern kilómetra, sem þU ekur, og þU getur ekki ætlað honum að endast endalaust. Ekki er hægt, að gefa upp neinar tölur um endingu dempara vegna þess hvað þeir eru mis- jafnir að gerð og skilyrði misjöfn. Þvi getur þátturinn aöeins bent mönnum á aö athuga i hvert skipti, sem bfllinn er smurður, hvort nokkurs staðar lekur demp- ari og athuga hversu lengi bfllinn er að ná eðlilegri fjöðrun eftir aö ekið er I djUpa holu. Einnig er gott að snögghemla á malbiki eða steyptu plani og athuga hvort hemlaförin verða slitrótt. Sé svo, þá er timi til kominn að endur- nýja demparana. er gamall og hvaö honum hefur veriö ekið marga km. og hvort hlutfallið þar á milli sé eölilegt. Sé bilnum ekiö óeðlilega fáa km. samkvæmt teljaranum i hraöamælinum gefur það ástæöu til að halda að mælirinn hafi ekki verið I sambandi um einhvern tima eöa hann hreinlega skrUfað- ur niöur með borvél. Reglan er þessi, leitið alltaf skýringa á óeðlilega lágri km. tölu. Næsta atriöi er aö athuga hvort Utlit bilsins samsvarar aldri og eknum kilómetrum, það segir sina sögu um meöferö bilsins. Bfllinn á hvorki að llta óeölilega vel eða illa Ut. Ef hann litur illa út, hann er sjúskaður og skrölt- andi, er eðlilegast að álita að all- ur billinn Utvortis sem innvortis sé i niðurniðslu. Aöur en bilnum er reynsluekiö fjarlægið þá Ur honum alla auka- hluti svo sem keöjur, tjakk, verk- færasett og annaö, sem kynni að skrölta, svo að ekki sé hægt að kenna sliku um öll aukahljóðin. Opnið allar huröir upp á gátt og hristið þær duglega upp og niður, skellið huröunum og vitið hvort þær falla létt og hindrunarlaust aö stöfum, bankið allan bilinn utan með krepptum hnefum þá léyna ryöblettir sér ekki.athugiö sérstaklega silsa, lokuö skot i aurbrettum og neðstu röndina i hurðunum, krefjist þess ávallt af seljanda að billinn sé hreinn svo að hægt sé að grandskoða lakkið. Látið ekki heldur blekkjast af sérstaklega fallegum gömlum bilum. OtrUlegrar yfirborðs- mennsku gætir þegar menn gera bfla I stand til sölu. Ef billinn, sem keyptur er hefur verið sprautaður, þá skal allur bfllin skoðaöur með tilliti til þess hvort hann hefur lent I tjóni eða hvort hann hefur verið sölu- sprautaöur, sem kallað er. Sölusprautun kallast það þegar bilar eru sprautaðir Utlitsins vegna en ending vinnunnar látin liggja á milli hluta, þá er allt til sparaö sem undirvinnu viö- kemur, og bfllinn sprautaður með öllu utaná og er þá aðeins limt fyrir rUður og annað sem ekki á Ef þú ert að leita að varadekkinu, pabbi, þá er það undir- sandinum minum!! 38 VIKAN 35. TBL.

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.