Vikan

Tölublað

Vikan - 28.08.1975, Blaðsíða 35

Vikan - 28.08.1975, Blaðsíða 35
upphafi og verö sjálfsagt eitthvað áfram. Hér áöur snæddi ég alltaf 8-10 rakvélablöð i einu, en vand- inn var sá, að þá náði ég aldrei nema 4-5 blöðum til baka. Þetta var farið að há mér talsvert i sambandi við metinguna. Núna hins vegar, snæði ég aldrei meira en 5 rakvélablöð i einu. En þá bregður svo við, að ég er farin að ná 8-10 blöðum til baka, og ineira að segja náði ég einu sinni 15 rak- vélablöðum til baka, eftir að hafa bara snætt 5 stk.” ,, Fólk á það til að biðja mig að framkvæma furðuleg- ustu hluti". „Oftkoma fyrir spaugileg atvik i þessum bransa. Einu sinni kom til min maður, sem var nýbúinn að horfa á rakvélablaðasnæðing- inn hjá mér. Hann rak hóffjöður iskeifunagla) upp að andlitinu á mér og heimtað að ég æti hann. Auövitað gat ég ekki skorast und- an þvi og át naglaskrattann við mikinn fjögnuð viðstaddra. En maður er ósköp feginn, að fólk gerir ekki mikið af svona nokkru, þetta er alls ekki gott fyrir meltinguna " ,,Einni frúnni varð skyndi- lega eitthvaö bumbult". — Baldur Brjánsson laxerar andlega meðal annars að skreppa út. Ætli það verði ekki Þýskaland eða Noregur i þetta skiptið. Ég fór i fyrrahaust til Danmerkur og heimsótti Nilsen vin minn og lærði heilmikið hjá honum. Þetta krefst mikillar endurnýjunar og sama prógrammið rúllar aldrei lengur en 2-3 mánuði hjá mér. Að visu eru nokkur atriði, t.d. rak- vélablöðin, sem ég borða, sem ganga lengi, en flest verður maður að endurnýja mjög ört.” „Þessi bransi kemur oft illa niðurá heimilislffinu". „Ég hafði mjög gaman af þessu til að byrja með og reyndar ennþá af styttri feröum, en þetta er farið að verða dálitið þreytandi, þvi er ekki að neita. Þetta væri ókey, ef maður gerði ekkert annað, en ég vinn fulla vinnu fyrir utan þetta, þannig að oft er maður dálitið slæptur. Oft kemur þetta leiðin- lega niður á heimilislifinu, ég er kannski að skriða i bólið, þegar konan og börnin eru að fara á fætur.” „Fólk er stundum með leiðindabrandara um djobbið". „Það getur verið erfitt og þreytandi að vera þekktur, stund- um beinlinis leiðinlegt. Margir troða upp á mann leiðinda- bröndurum, spyrja, hvort maður þurfi nokkuð fyrir lifinu að hafa, hvort maður geti bara ekki galdrað sér allt i hag og þar fram eftir götunum.’ „Margir trúa þvi alls ekki, að ég heiti Baldur Brjáns- son". „Fólk hefur komið til min og spurt fáránlegustu spurninga i sambandi viö sjálfan mig. Til dæmis finnst mörgum það ótrú- legt, að ég heiti i raun og veru Baldur Brjánsson, halda, að þetta sé bara nafn, sem ég noti i brans- anum. öðrum finnst það mjög ótrúlegt, að ég sé islenskur, og svona mætti lengi telja.” „Einföldu atriðin gera oft meiri lukku en þau, sem eru flóknari". „Fólk tekur þeim atriðum, sem ég sýni, mjög misjafnlega. Sumum atriðum, sem ég hef lagt mikla vinnu i og' æft svo mánuðum skiptir, er viðbúið að fólk hafni, finnist ekkert varið i þau. Og ég má gera svo vel og slaufa þeim. Svo eru aftur önnur atriði, nauðaómerkileg og ein- föld, sem litil eða engin vinna liggur á bak við, það fellur i kramið, og fólk verður yfir sig hrifið.” „Vinsælasta atriðið er tvi- mælalaust rakvélablaðaát- ið". „Þekktasta atriðið hjá mér og jafnframt það vinsælasta, er vafalaust rakvélablaðaatriðið. Það hefur alltaf gert sig mjög vel, enda hef ég verið með það frá „Margir monta sig af því að vera persónulegir vinir mínir". „Margir hafa gaman af að monta sig yfir þvi að þekkja mig persónulega. Um siðustu helgi var ég að skemmta i Sjallanum á Akureyri. A eftir fór ég fram i sal og setti mig við borð hjá nokkrum kunningjum minum. Þar heyrði ég á tal tveggja manna, sem sátu við næsta borð. Annar þeirra fullyrti, að hann hefði séð mig éta nokkur hylki af rakvélablöðum, og sagði hann, að ég hefði étið hylkin lika. Hinn sagði það nú ekki vera mikið. Sagðist sjálfur hafa séð mig éta 10 rafmagnsrak- vélar.” „Tek ákvörðun um fram- tíðina næsta sumar". „Framtiðin? Ja, ég er nú eigin- lega búinn að fá leiða á þessu. Svo hef ég ekki trú á þvi, að hægt sé að halda þessu gangandi i meira en 2-3 ár. Nú og náttúrlega ætlaði ég mér aldrei að fara út i þetta sem atvinnumennsku.Ég ætla að taka einhverja ákvörðun i vor, hvort ég hætti þá, eða held eitt- hvað áfram, veit maöur aldrei”. 'RJAÐI SMBMMJt JtO I FÓLKMEO ÝMSUM „öðru sinni. er ég var að sýna þetta rakblaðaatriði, kom fyrir mjög leiðinlegt atvik, en um leið spaugilegt. Þetta var á árshátið i Hafnarfirði, og sat fólk að borðum við kaffidrykkju, meðan ég kom fram og skemmti. Þegar ég var langt kominn með að snæða rakblöðin, varð einni frúnni i salnum eitthvað ómótt, og vissu menn ekki fyrr til en hún seldi upp á diskinn fyrir framan sig.” 35. TBL. VIKAN 35

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.