Vikan

Tölublað

Vikan - 28.08.1975, Blaðsíða 18

Vikan - 28.08.1975, Blaðsíða 18
UFUR ÚR Til þess að bjarga lifi Ursulu Ladage (hún er á myndinni hér til vinstri með Karsten son sinn) varð apinn Tom að láta lifið.(Hann er á myndinni til hægri). APA BJARGAÐIHENNI Ursula Ladage er nú að undir- búa mikla hátið, sem.breyta mun lifi hennar. Hún ætlar sem sagt að gifta sig. Sjálf er hún tuttugu og sex ára og býr i borginni Durer i Rinarhéruöunum. Brúðguminn er tuttugu og niu ára læknastúdent. Hún kynntist honum fyrir tuttugu mánuðum, þegar hún var lögð inn á háskólasjúkrahúsið Am Venus- berg i Bonn. Þar var hópur lækna, sem bjargaði lifi hennar á undra- verðan hátt. Ursula Ladage var lögð inn á sjúkrahúsið 14. nóvember árið 1973, og þá var litil von um að hún myndi lifa. Ursula vann á röntgendeild sjúkrahúss i Durer, og hún lá i dái vegna lifshættulegs lifrarsjúkdóms, dái, sem venju- legast verður að svefninum ianga. Þessi lifrarsjúkdómur var af- leiðing gulu, sem hún hefur að lik- indum smitast af við vinnu sina á sjúkrahúsinu. Það var aðeins einn möguleiki fyrir hendi til að bjarga lifur sjúklingsins, en slikt hafði aldrei áður verið reynt I Evrópu, hún varð að fá lifur úr annarri lifandi veru, varð að ganga undir liffæraflutning. Hans Dengler, yfirlæknir viö háskólasjúkrahúsið i Bonn, ákvað að reyna aö bjarga lifi hennar og taka þetta örlagarika skref. Hann var alveg ákveöinn, og þá hófst annars vegar undirbúningur undir þessa hættulega aðgerð og hins vegar hávær mótmæli frá dýraverndunarfélögum, vegna þess að nýja lifur varð hún að fá úr apa. Það var frægur prófessor, Alfred Gutgemann, sem ætlaði að framkvæma liffæraflutninginn, en til þess varð hann að fórna lifi átta ára gamals apa, Tom að nafni, sem var i dýragarðinum I Köln. Apinn dó, en lifrin var lifandi. Lifrin var tekin úr apanum, sem að sjálfsögðu dó strax, en lifrin var lifandi i tvo og hálfan klukkutima, þann tima, sem til þurfti til aö koma henni fyrir i likama Ursulu Ladage, og það varð til að bjarga lifi hennar. Meöan á aðgeröinni stóð var lif- inu haldið I sjúklingnum með gervinýra, og það létti á starfr semi lifrarinnar nógu lengi, til að þetta liffæri gæti tekið til starfa. Sérfræöingar i Bandarikjunum höfðu reynslu, sem farið var eftir i þessu tilviki, sem var það fyrsta, sem framkvæmt hafði verið i Evrópu. Eftir hálfan mánuð fékk Ursula að fara heim til sin, aðgerðin hafði heppnast. Hún sagðist harma þaö, að apinn skyldi verða að láta lífið. En sjálf var hún Keilbrigö og ánægð yfir þvi að vera komin heim og geta sinnt syni sinum, sem er á þriðja ári. Hún er þakklát læknunum, sem lögðu sig alla fram til að bjarga lifi hennar. „Aðgerðin hefur gjörbreytt lifi minu” Ursula segir: — Égvona.aðég verði ekki eina manneskjan, sem verð þess aðnjótandi að endur- heimta lifið á svona dásamlegan hátt, og ég vona lika, að þeir, sem sáu apann i dýragarðinúm, kom- istyfir sorg sina hans vegna, þeg- ar þeir sjá myndir af mér, Karsten syni minum og tilvon- andi manninum minum. Tilvonandi manninum sinum, sem þá var viðloðandi háskóla- sjúkrahúsið, þegar aðgerðin var gerö á henni, kynntist hún reynd- ar siðar. Þegar Ursula Ladage var orðin heilbrigð og búin að ganga i gegn- um öll próf viðvikjandi þessu að- fengna liffæri sinu, tók hún sig til og svaraði þeim mikla fjölda bréfa, sem hún hafði fengið, bæði hamingjuóskum og forvitnisleg- um spurningum blaöa og al- mennra borgara, seifi að sjálf- sögðu langaði til að vita allt um þetta kraftaverk. Einn meðal þeirra fyrstu, sem lögöu fyrir hana spurningar, var sá, sem hún nú er i þann veginn að giftast. Ursula Ladage segir nú: — Ég held ég sé hamingjusamasta kona 1 heimi, ekki eingöngu vegna þess að ég var i bókstafum skilningi vakin upp frá dauðum, heldur hefur þetta lika fært mér ham- ingjuna, sem breytti lifi minu. SKURÐAÐGERÐ -OG SVO? Breytist eðli manneskju viö að fá aðfengið liffæri? Sál- fræöingar eru á báðum átt- um. Ef aöfengiö liffæri er innvortis, er aðalatriðið, að það aðlagist hinum nýja lik- ama, og það ætti ekki að hafa nein áhrif á sálarlff sjúkl- ingsins. Annars eölis er, ef til dæmis nefinu er breytt. Það er að sjálfsögðu gert að vilja sjúklingsins, og ef vel tekst til, getur það oröiö til að breyta lifi viðkomandi persónu sálarlega iika. 18 VIKAN 35. TBL.

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.