Vikan

Tölublað

Vikan - 28.08.1975, Blaðsíða 29

Vikan - 28.08.1975, Blaðsíða 29
mér I rilmiö, sagöi hann. — Þetta hefur veriö langur og erfiöur dag- ur og þaö verður nóg aö gera á morgun. Góöa nógg, Joanna. — Gdða nótt, sagði ég og það var spum i rödd minni. Hann benti á gluggann. — Ég lét fara með dótið mitt i herbergiö i norð-austur turninum, þú sérð þaö héma beint yfir húsagarðinn. Ég vona að þú sofir vel. — Þakká þér fyrir, heyrði ég sjálfa mig segja meö vesældar- legri rödd. — Þú skalt reyna aö sofa fram eftir, sagöi hann. — Ég þarf aö fara til Bodmin og ég kem ekki heim fyrr en seint annað kvöld, en ég reyni samt að koma fyrir kvöldmat. Ég kinkaði kolli. Hann lokaöi dyrunum og ég var þá ein eftir i brúöarherberginu. Ég settist á rúmstokkinn, dofin af örvæntingu. Mér haföi veriö ljóst, aö Benedict elskaöi mig ekki eins og ég elskaði hann. En aö skilja mig eina eftir á brúö- kaupsnóttina.... Mér létti tölu- vert, þegar ég fann tárin renna niöur kinnar minar, án þess aö nokkur vissi af þvi. Benedict var farinn út, þegar ég kom niöur I borösalinn, klædd tvidpilsi og loðskinnsjakka, sem við höfðum keypt i Loridon. Ég reyndi að halda reisn minni, þegar frú Prendergast kom inn. Hún var svartklædd að venju. — Góðan daginn, sagöi hún, — ég vo'na aö þér hafið sofið vel, frú. — Mjög vel, þakka yður fyrir. Hún herpti saman varimar og kreisti fram illskulegt bros. Ég vissi mætavel, að henni var ljóst að ég hafði verið ein á brúðkaúps- nóttina. — Vill frúin vera áfram i þessu herbergi? —• Að sjálfsögöu, svaraði ég. — Hvers vegna ætti ég að breyta þvi? spurði ég, sallaróleg. — Herránn hélt kannski að yð- ur þætti þaö ekki þægilegt, sagði hún. Ég leit hvasst á hana. Það var greinilegt, aö hún skemmti sér konunglega. — Þakka yður fyrir, frú Prendergast, þér megið fara, sagði ég og lét hvergi bilbug á mér finna. En konan var ekki búin aö þjarma nóg að mér. Hún gekk fram að dyrunum og sneri sér svo við. — Þér þurfið aöeins að segja til. — Þér getið fengið hvaða her- bergi sem er i kastalanum, nema... v Ótöluð orð hennar hljómuðu rétt eins og hún hef öi hrópað him- inhátt: ...nema herbergi brúð- gumans! Þegar ég gekk yfir húsagarð- inn, sá ég léttivagn Feyellu Mapollion fyrir utan ekkjuhúsið. Hún haföi komiö i heimsókn og var nú stödd inni hjá frú Tre- vallion. Jæja, þá varð ég að drepa tvær flugur i einu höggi. Þær höföu séð til min út um gluggann og Feyella var komin hálfa leiö til dyra með útbreidda arma, til að bjóða mig velkomna heim. —Elsku Joanna, sagði hún. — Velkomin heim. Við erum öll svo ánægð 'þin vegna. Þá sá ég, mér til skelfingar, að hún var með brjóstnálina, þá sömu, sem ég hélt mig hafa séö við hálsmálið á kjól frú Prender- gast. Mér hafði þá skjátlast i þvi, að Feyella hefði mútaö frú Prendergast tii^aö njósná um mig. — Segöu okkur nú allt frá brúö- kaupinu, sagöi Feyella. — Ég var nú gift héðan frá kastalanum, sagði frú Trevallion. — Það voru átta hundruð gestir og brúðarkjóllinn minn kom frá Spáni, Maðurinn minn og ég vor- um þremenningar og viö vorum bæði alin upp hér á Mallion. Ef hann Piers minn blessaöur hefði lifaö.. — Varst þú i hvitum kjól, Jo- anna? — Já, en þaö var nú mjög ein- föld flik. — Allt hefðarfólkið hér I vest- urhéraðinu var viöstatt, sagöi gamla konan. — Maöurinn minn var ekki i hernum, svo það var enginn heiðursvöröur i kirkjunni. Það hefði veriö ööru visi, ef Piers hefði verið brúðgumi, þá hefði sannarlega verið heiðursvörð- ur.... — Hvað hefur þú hugsaö þér 35. TBL. VIKAN 29

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.