Vikan

Tölublað

Vikan - 28.08.1975, Blaðsíða 14

Vikan - 28.08.1975, Blaðsíða 14
Podgorny forseti Sovétrikjanna og Gromyko utan- rikisráðherra þeirra tóku á móti dönsku drottning- unni og manni hennar i Kreml. Móttökurnar i Len- ingrad voru hinar viröulegustu. So- véskir sjóliðar gengu fylktu liði fyrir drottninguna. BLÁTT BLÓÐ Á RAUÐA TORGINU Margrét danadrottning varð fyrst vesturevrópskra þjóðhöfðingja af kon- ungakyni til að fara í opinbera heimsókn tíl Sovétrlkjanna. Fleiri konungbornir þjóðhöfðingjar Vestur-Evrópu munu brátt bætast i hópinn. Margrét II danadrottning var nýlega I opinberri heimsókn I So- vétrikjunum, og hún varð fyrst krýndra þjóðhöfðingja i Vestur- Evrópu til þess að heimsækja So- vétrikin opinberlega. Hún sigldi á Dannebrog til Leningrad, og þar var henni og Henrik manni henn- ar tekið með viöhöfn á hafnar- bakkanum. Sovéskir höfðingjár fögnuðu henni eins og gömlum vini. Tveimur dögum siðar endurtók sagan sig i Moskvu. I Pravda birtist lofsamleg grein um dönsku drottninguna, og Margrét II tal- aöi um vináttu þjóðanna i ræðum sinum. A flugvellinum i Moskvu tók Nikolai Podgorny, forseti Sovét- ríkjanna á móti gestunum frá Kaupmannahöfn. Brátt mun fleira kóngafólk að vestan bregöa sér I opinbera heimsókn austur fyrir járntjald, og i þeim hópi eru stórhertoginn af Luxemborg og Baldvin belga- kóngur og Fabiola drottning hans.

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.