Vikan

Tölublað

Vikan - 28.08.1975, Blaðsíða 47

Vikan - 28.08.1975, Blaðsíða 47
Setjið saman ermar og bol: Byrjið að prjóna vinstri ermi. 'síðan framstykki, þá hægri ermi og loks bakið. Ath.: fyrsta og síðasta lykkja hvers stykkis eru prjónaðar sléttar. Þessar 2 sléttu lykkjur eru látnar halda sér beinar upp í hálsmál, en þar á milli er prjónað mynstur 2. Prjónið laskaúrtöku þannig: byrjið á vinstri ermi að aftan (merkið með mislitum þræði): 1 slétt, 2 sléttar saman, prjónið þar til 3 lykkjur eru eftir á erminni, takið 1 lykkju af óprjónaða. 1 slélt, steypið óprjónuðu lykkj- unni yfir þá prjónuðu, 2 sléttar, 2 sléttar sam- an. Þegar 3 1 eru eftir á bol, er 1 lykkja tek- in af óprj., 1 slétt, óprj. 1 steypt yfir hana, 2 sléttar, 2 sléttar saman. Þegar 3 lykkjur eru eftir á ermi, er 1 lykkja tekin af óprjónuð, 1 slétt og óprjónuðu 1 steypt ýfir hana, 2 slétt- ar, 2 sléttar saman. Þegar 3 1 eru eftir á baki, er 1 tekin af óprjónuð. 1 slétt og óprjón- uðu 1 steypt yfir hana, 1 slétt. Endurtakið þessar úrtökur t annarri hverri umf- Þegar kornnar eru II (12) 13 (14) 16 — (17) 17 (18) .-— 19 (19) úrtökur, er skift yfir á prjón nr. 5 og lykkjum fækkað með reglu- legu millibili í 40 (40) 44 (44) 48 — (48) 52 (52) — 60 (60). Prjónið mynstur 1, alls 10 (10) 12 (12) 14 — (14) 14 (16) — 16 (16) umf, Fellið laust af. Frágangur: Lykkið saman undir höndum og gangið frá öllum lausum endum. Saumið hálslíninguna laust niður á röngunni þannig, að hún sé tvöföld. Pressið ekki peysuna, en leggið hana á milli tveggja vel upp undinna handklæða, þar til þau eru þurr. HÚFA á 4—6 ára bam og dömuhúfa. Fitjið 48 (52) lykkjur upp á prjóna nr. 5, prjónið 6 umf af mynstri 1. Skiftið yfir á prjón nr. 7, prjónið 18 umf af mynstri 2. Prjónið síðan 11 umf slétt prjón. 1 5. umf eru 3. og 4. hver lykkja prjónuð saman slétt. í 10. umferð eru 2. og 3. hv. 1. pri. saman. Prjónið eina umferð slétta. Dragið endann í gegnum lykkjurnar, sem eftir em og dragið húfuna saman í kollinn. Gangið frá lausum endum og saumið skúf í kollinn á barnahúf- unni. Skammstafanir: 1' lykkja umf: umferð sl: slétt prjón br: brugðið prjón myn: mynstur prj: prjón Hönnun: Bára Þórarinsdóttir Öll réttindi áskilin asoi OG ALLT HAND ÞVEGID mildara ennþá betra ALAFOSS PURENEWWOOL 35. TBL. VIKAN 47

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.