Vikan

Tölublað

Vikan - 28.08.1975, Blaðsíða 25

Vikan - 28.08.1975, Blaðsíða 25
i Þýska leikkonan Hildegard Knef fæddist i borginni Ulm árið 1925. Tvi- tug lék hún i kvikmyndinni Unter den Bmcken, sem var fyrsta mynd henn- ar. í kjölfar þeirrar myndar fylgdu inargar aðrar, og Hildegard Knef varð fræg og virt leikkona um allan heim. Fyrir fáeinum árum veiktist Hildegard af krabbameini og varð að gangast undir marga uppskurði vegna þess. Hún skrifaði bók um sjúkdóminn, þar sem hún lýsir hon- um og leyndustu hugsunum sinum i striðinu við hann, sem enn er ekki til lykta leitt. Bók Hildegard, tJrskurð- uiánn (Das Urteil), hefur vakið mikið umtal, og margir hafa legið henni á hálsi fyrir að gera sér á þennan hátt mat úr veikindum sinum og dapur- legum örlögum. 1 eftirfarandi viðtali, sem þýskur blaðamaður átti við hana eigi alls fyrir löngu, segir Hildegard frá þvi, hvers vegna hún ákvað að skrifa bók um reynslu sina af sjúk- dómum, læknum og sjúkrahúsum. i / andlega heilsu þeirra. Það hefur ekki góð áhrif á þá að vera alltaf að skoða •liggjandi fólk. Flugmenn verða að gangast undir læknisrannsókn — likamlega og andlega — tvisvar á ári. Læknir tekur sin próf og svo ekki söguna meira. Þeir setja upp merkissvip og tala um visindi. Þrir læknar — þrjár skoðanir, og sjiíklingn- um lirakar stöðugt. Spyrjandi: Hvenær fenguð þér hugmyndina að Úrskurð- inum? Hildegard: Um það bil átta vikum eftir krabbameinsiir- skuröinn. Haustið 1973 fór ég að hripa hjá mér minnisatriði, og I febrúar 1974 var ég kom- inn vel á veg með verkiö. Út- gefandi minn hafði enga hug- mynd um, að ég var að skrifa, og hann vissi heldur ekki, hvaða uppskurð éghaföi geng- ist undir. Eftir þrjá mánuöi sagði ég við hann. Komdu hingaö.sestu i sófahn og lestu. A eftir fórum viö i langa gönguferð, og hann sagði: Veistu, hvað þú ert aö gera? Ogégsvaraði: Já, það veit ég. Allir munu liggja mér á hálsi fyrir þetta og segja, að ég verði að láta bera á mér, ég þjáist af sjálfspiningahvöt, Tvær hjúkrunarkonur studdu Ilildegard, þegar hún reypdi að stiga fyrstu skrefin eftir úpp- skurðinn 1973. Þegar hún hafði fengið að vita með vissu, að hún gengi með krabbamein, flögruðu oft að henni slfkar hugsanir: „Hvaö myndi ég gera, ef lækn- arnir kæmu og segðu við mig: Okkur hefur skjátiast? Myndi ég hrópa af gleöi? Varla. Gráta af þakklæti? Liklega. velti mér upp Ur sjUkdómnum og svo framvegis. Og af hverju? Vegna þess að ég ræðst á helgidóm? Spyrjandi: Hvaða helgi- dóm? Hildegard: DulUð sjUk- dómsins krabbamein. A dög- um ömmu minnar mátti ekki minnast á kynlif. Það var helgidómur. Nú má ekki minnast á dauðann. Dauði og krabbamein eru álagablettir nútimans. Bara i fjölskyldu minni og kunningjahópi hafa fleiri dáið Ur krabbameini en fallnir hermenn úr seinna striðinu I meðal þorpskirkju- garöi. Samt höldum við áfram að fara i felur meö krabba- mein eins og við getum barið það niður með þvi móti. Ég fæ það ekki, hugsar hver um sig. Sllkur dauðdagi er öðrum ætl- aður. Þangað til þú situr einn daginn hjá lækninum, og hann segir þér, að sér þyki það leitt, en s'Iðasta sýnið hafi leitt i ljós, að þú sért með æxli og verðir að gangast undir uppskurð. Þegar svo er komið, ertu orð- inn einn af þeim einstakling- um lystisemdaþjóöfélagsins, sem fólk vill helst vera laust við, eins og gamla fólkið, sem er sett I gettó á elliheimilun- um, ef nokkur kostur er. Ég veigra mér við þvi að nefna krabbamein og örlög i sömu andrá. Hvers vegna er krabbamein ennþá jafnbráð- skætt og kólera og pestin voru áður? Vegna þess að það er ekki rannsakað nóg. Spyrjandi: Hér eru viða krabbameinsleitarstöðvar, og margir berjast... Hildegard: ...æ, heyrðu mig nú! ÞU heldur þó ekki, aö nokkrar simhringingar og 35. TBL. VIKAN 25

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.