Vikan

Issue

Vikan - 25.11.1976, Page 10

Vikan - 25.11.1976, Page 10
 Bólu morðinginn Solution 41, nýja ?fnið frá Innoxa, hefur oft verið nefnt „Bólumorðinginn þó meira í gríni en alvöru. öllu gríni fylgir þó nokkur alvara. Solution 41, frá Innoxa, er gert sérstaklega fyrir táninga. Solution 41 er litlaust sótthreinsaridi efni, sem vinnur gegn algengu vandamáli unglingsáranna — óeðlilegu fitumagni í húðinni. Solution 41 er framleitt fyrir táninga, sem vilja stemma stigu við hinu víðkunna húðvandamáli. INNOXA Leifið upplýsinga um Solution 41. Reynið Solution 41. V Má ég nú segja þér að ég er búin að kaupa mér nýjan kjól?! ________________________________ i EIN ÁSTFANGIN. Kæri Póstur! Ég hef einu sinni skrifað þér áður, en þá hefur ruslafatan sjálfsagt verið tóm. Ég vona að þetta bréf lendi samt ekki í ruslafötunni. Ég er ofsalega hrifin af strák, sem er tveimur árum eldri en ég. Hvernig á ég að fara að því að krækja í hann? Ein ástfangin. Pósturinn er nú alveg gáttaður á þessu úrræða/eysi hins unga ást- fangna æsku/ýðs nú á dögum. Það eru víst ekki ti/ nein sígi/d eða örugg ráð ti/ þess að krækja í hina og þessa, því að svona mál eru ákaflega persónubundin. Talaöu við einhverja sem þekkja strákinn og athugaðu hvort það getur ekki hjá/pað þér eitthvað. KÖTTUR OG MÚS. Hæ Póstur! Við vonum að þú sért í góðu skapi, því að hláturinn lengir víst lífið. Við erum svona hálfpartinn að vona, að ruslafatan þín sé full, svo að hún gleypi ekki bréfið okkar. Annars sáum við hana klingjandi fulla fyrir utan Klúbb- inn um síðustu helgi. En komum okkur nú að efninu. Okkur finnst að Vikan sé alltaf að verða slappari og slappari. Það liggur við að pappírinn sé það besta í henni (að þér undanskildum auðvitað). Hvað þýðir nafnið Ester? Við sleppum því að ergja þig með því að spyrja um aldur okkar. Okkur er alveg kunnugt um hann. Vonum að þú birtir þetta. Hvað lestu úr skriftinni? Kötturinn og músin. Pósturinn er I ágætu skapi að vanda, en þó dró he/dur niður í honum þegar hann las bréfið. Það getur ekki átt sér stað að þið hafit séð ruslafötuna fyrir utan Klúbb- inn. Ruslafatan er nefnilega svo ung að hún fer bara í Tónabæ. Þið hljótið að lesa Vikuna afar óvand- lega fyrst ykkur finnst hún orðin slappari en áður. Vikan er nefni- /ega alltaf að batna. Pósturinn samþykkir al/s ekki að pappirinn sé það besta [að honum sjálfum undaski/dum), þótt góður sé. Efnisyfirlitið er nefnilega oft alveg frábært. Ekki er nákvæmlega vitað hvað nafnið Ester þýðir, en það mun vera af hebreskum uppruna og er meðal annars þekkt í Gamla testamentinu. UM STJÖRNUMERKI. Halló kæri Pósturl Ég vona að ruslafatan sé ekkert svöng. Mig langar til þess að spyrja um, hvernig þessi merki fara saman: Sporðdreki (stelpa) og fiskur (strákur), meyja (stelpa) og bogmaður (strákur) og naut (stelpa) og sporðdreki (strákur)? Hvað heldurðu að ég sé gömul og hvernig er skriftin. Ég vona að þú birtir þessa þvælu. Vertu blessaður. Fannsa. Sporðdreki og fiskur verða oft yfir sig ástfangin til að þyrja með, en þegar frá líöur kólnar sú ást og endist því samband þeirra sja/dan til frambúðar. Meyja og bogmaöur eiga alls ekki saman og mega vara sig á hvort öðru. Naut og sporð- j dreki eiga ýmist vel eða illa saman. Þau eru andstæður og þvi munu \ skiptast á hjá þeim góð og slæm j tímabil. Þú ert líklega 11 ára og skriftin er a/veg sæmi/eg miðað við þann a/dur. ÞRJÁR SPURULAR. -3* Kæri Póstur! Við erum hérna þrjár spurular og ætlum að bera upp við þig nokkrar spurningar. 1. Hvernig eiga steingeitin og hrútur saman? En steingeit og vatnsberi? En Ijón og steingeit? 2. Er ekki hægt að birta mynd af Pink Floid í Vikunni? 3. Hvað heldur þú að við séum aldraðar? 4. Hvernig er skriftin og hvað lestu úr henni? Takk fyrir. Þrjár spurular. Steingeit og hrútur eiga ekki allskostar vel saman, en þó getur sambúð þeirra b/essast ef vi/ji er , fyrir hendi. Steingeit og vatnsberi fara illa saman og ættu því að láta hvort annað afskipta/aust. Fyrsta ást Ijóns og steingeitar er oftast dásamleg, en sambúð þeirra verð- ur ákaf/ega stormasöm þegar fram í sækir. Auðvitað er allt hægt ef viljinn er fyrir hendi. Í sambandi 10 VIKAN 48. TBL.

x

Vikan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.