Vikan - 01.09.1977, Page 4
Belmondo er ekki laglegur. Aölað-
andi — jú, en ekki laglegur. Þegar
ég hitti hann fyrst í Róm, var það
ást. Ég flutti til Parísar með
honum og við bjuggum saman í
átta ár.
,,Við giftumst ekki, þótt við
værum i rauninni gift að öllu leyti,
nema á skjólum. Hann sýndi mér
heima, sem ég hélt að væru ekki
til. Ég eyddi mestu af tíma mínum
með Jean-Paul og lék aðeins í
fjórum kvikmyndum á þessum
átta árum, svo ég gæti farið með
honum hvert sem hann fór. Það
var það eina, sem ég vildi. Að hafa
Jean-Paul var mér nóg."
Ef talið berst að börnum, segir
Ursula, sem á engin börn: ,,Ég
eignaðist engin börn með Jean-
Paul, því ég var á ferð og flugi um
allan heim til að vera með honum.
Þegar ég eignast barn, vil ég að
allar aðstæður séu fullkomnar. Nú
á ég heimili í Róm og hef komið
mér fyrir þar, en ég á ekki mann
og get þar af leiðandi ekki eignast
börn."
Ursula talar líka um siðferðis-
legar skyldur ástarinnar: „Þegar
ég er með einhverjum og er
ástfangin, er ég ekki með öðrum
mönnum. Það samræmist ekki
lögmáli ástarinnar og það yrði ekki
ánægjulegt vegna þess að það er
ekki heilsteypt samband. Fyrir mér
er aðeins einn maður í einu, og
þegar því sambandi er lokið, elska
ég hann enn. Já, ég veit að það er
kannski ekki einmitt rétta orðið —
en hvaða orð annað er hægt að
nota um að elska vin sinn? John
og Jean-Paul eru enn vinir mínir,
vegna þess að þeir eru enn hluti af
mér. Sá hluti hverfur ekki þó að
slitni upp úr hjónabandi eða ástar-
sambandi."
Næstur á eftir Belmondo var
Fabio Testi, sem er fimm árum
yngri en hún. Ursula lýsir aðdrátt-
arafli leikarans á þennan hátt:
„Hann horfði ekki fyrst á brjóst
mín og fætur, og það líkaði mér.
Samband okkar stóð í tvö ár, og
einnig þar var hin mikla ástríða og
algleymingur — en ég batt enda á
það. (Svo virðist, sem Ursula hafi
ekki þolað lengur afbrýðisemi
Fabios)
,,Sá orðrómur er alltaf á lofti,
að ég sé ástfangin," segir hún og
andvarpar, eða að ég sé leynilega
gift. Hvorugt er satt. Margir
karlmenn hafa beðið mín, en ég
hef neitað. Það er ekki erfitt að
segja „Nei." Karlmenn eru veiði-
menn og það er eðlilegt. Þeir elta,
elta og elta. En það er mjög
sjáldgæft að þeir nauðgi konum
— það eru þá undantekningar,
svo sá möguleiki að neita, og
meina það, er alltaf fyrir hendi. Ég
er fertug og ég veit vel að
bráðlega mun aldurinn setja mörk
sín á útlit mitt."
En fram til þessa hefur Ursulu
Andress tekist að komast hjá
öllum ellimörkum — og hún veit
það.
„Þegar ég hátta mig, kýs ég að
gera það í birtu, ekki í myrkri, en
það er það sem konur gera, þegar
húðin er farin að slappast á
lærunum og þær vilja ekki láta
eiginmenn sína sjá það. Fyrsta
erfiða aldursskeið konu er um
tvítugt, þegar hún breytist úr barni
í konu. Þrítugsaldurinn er ekki
erfiður, en það er fertugsaldurinn
aftur á móti, og ég held að ég
þarfnist manns til þess að hjálpa
mér í gegnum þau ár. En ég kýs að
vera ein, þar til ég finn einhvern,
sem getur veitt mér sanna ást og
algeyming." Ursula hefur sín eigin
lög um heiðarleika í ástum. „Ég
tæki ekki mann frá konu, sem ég
þekkti" segir hún.
Spyrjið hið alþjóðlega kyntákn
hvort hún trúi því að ástarlíf
hennar hafi í rauninni fært henni
hamingju — og hvort hin opinberu
ástarsambönd hennar hafi verið
virði þeirra skugga og sorga, sem
á eftir fylgdu — og hún svarar af
einlægni: „Ég iðrast einskis úr
ástarlífi mínu. Ég hluti af öllu, sem
ég hef gert og mönnunum, sem
ég hef verið með."
Síðan kveður hún brosandi og
heldurtil vinnu sinnar, glæsileg og
falleg persóna, en ein á báti.
£ffiAMEL
MAIl-IN
ClRTIHCAÍf
EMClOSf0
CHOCOUTE
\ MINT _____
LÍNUFÓLK
og aðrir sem vilja megra sig
NOTIÐ NÝJA PILLSBURY
MEGRUNARKEXIÐ
Four 275 Calorie Meals 8 Bars J
EINNIG FYRIRLIGGJANDI:
Gerfisykur í sykurformi og
SWEET 10 sakkarín dropar, í stórum flöskum.
Pantanir aðeins teknar í síma 19102 og 23582
tPínubúÖin
— Heyrðu elskan, eigum við ekki að fara í göngutúr — og taktu
tékkheftið með þér!
4 VIKAN 35. TBL.