Vikan - 01.09.1977, Síða 14
stórum amerískum köggum, og reka
þeir þá upp stór augu margir hverjir —
en hafa nú gaman að! ,,AH —PlA"
,, Fylla, mæla olíu, athuga loftið,
gerðu bara alltl!"
— I hverju felst starf þitt aðallega?
— Það er mest að setja bensín á
bílana, mæla olíu, athuga loftið í
dekkjunum, setja á gas og athuga
vatnið.
,,Ekki hætt mér
ut 1
raksturinn, ’
Á rakarastofu Sigurðar Ólafssonar í
Pósthússtræti, vinnur Agnes Jóns-
dóttir. Agnes er lærð hárgreiðslukona,
og því lék okkur hugur á að vita, hvers
vegna hún ynni á rakarastofu, en ekki
hárgreiðslustofu, sem hún hefur þó
menntað sig til.
— Ég er hér aðallega til að auka
þekkinguna. Mig langaði að þreyta
aðeins til og hér læri ég t.d.
vélklippingu, sem er ekki kennd í
hárgreiðslunáminu.
— Er mikill munur á að vinna á
rakarastofu og hárgreiðslustofu?
— Á rakarastofunni kynnist maður
fleira fólki. Það er algengt á
hárgreiðslustofum, að sömu konurnar
komi til sömu stúlkunnar í greiðslu, og
því ekki nema eðlilegt að maður
kynnist fáum. Hér eru þeir líka harðari
við að loka á réttum tíma, en á
hárgreiðslustofunni þurfti maöur oft
að vera að til kl. 7, eða klukkutíma
lengur en vinnutíminn gerir ráð fyrir,
einfaldlega vegna þess, að það er ekki
hægt að skipa manneskju að fara út
af stofunni, hálfgreiddri eða kannski
með blautt hár! Þá varð maður bara að
gjöra svo vel aö Ijúka sínu verki!
— Eru námsgreinarnar líkar?
— Já, þær eru að líkjast æ meir
nema eins og ég sagði áðan, þá er
vélklipping ekki kennd í hárgreiðsl-
unni.
i hverju felst starfið aðallega hér
á rakarastofunni?
Það er auðvitað fyrst og fremst
klipping, en mikið um blástur og
einnig setjum við permanent í hár.
Rakstur hefur hins vegar farið
minnkandi. Ég tel að ungir rakarar
hafi misst mikið niður ,,raksturskunn-
— Hvernig gengur samvinnan við
karlmennina hér?
— Mjög vel. Þeir taka mig alveg
sem jafningja, og ef eitthvað kemur
upp, þá ýta þeir á eftir mér og segja
mér að standa fyrir mínu máli við
viðkomandi. Þeir herða mig upp
heldur en hitt.
— Hvernig tóku vinir þínir því að þú
færir að vinna á bensínstöð?
áttuna" með tilkomu góöra rafmagns-
rakvéla.
— Rakar þú sjálf?
- Nei, ég hef hreinlega ekki hætt
mér út í það, enn sem komið er! Að
vísu rakaði ég einu sinni, en það var
líka algjörlega á ábyrgð viðskipta-
vinarins!
— Slapp hann ómeiddur?!
— Já, hann hlaut að vísu nokkrar
skrámur, en ekkert alvarlegt gerðist!
— Hefurðu orðið vör við að hik
komi á karlmennina, þegar þeir sjá þig
koma með skærin á lofti?
— Nei, þeir eru mjög alúðlegir, og
mér finnst þeir taka mikið tillit til mín,
— Ja, það voru helst strákarnir sem
urðu hissa — stelpunum fannst þetta
ekkert merkilegt.
— Gætirðu hugsað þér að vera í
þessu starfi áfram?
— Nei, það held ég varla. Að
minnsta kosti ekki ár eftir ár.!
en ég álít nú samt ekki að það sé
vegna þess að ég sé kvenmaður! Þeir
eru bara einhvern veginn mun
alúðlegri. Að vísu hafa sumir spurt —
í gríni - hvort þetta sé nú örugglega
óhætt, þegar ég birtist!
— Er mikið um að konur komi á
rakarstofur?
— Já, þaðermunmeiraumþað en ég
hafði gert mér í hugarlund. Þær koma
mikið hingað í hárþvott og blástur.
— Ætlarðu að vera hér áfram?
— Já, mig langar að komast
almennilega inn í þetta, og því verð ég
hér a.m.k. um sinn.
14VIKAN 35. TBL.