Vikan - 01.09.1977, Page 18
Framha/dssaga eftir Lawrence G. Blochman
Dóttir milljónamær
..Nei. nei. langt frá því!”
andmælti konukindin alveg utan
við sig. ,,Ég á við, ég sá ekki
framan í hann. Ég hef ekki
hugmynd um. hver það var.”
..Það var Jeremy Hood!” skaut
Larkin inn í til reynslu.
Millicent Greeve glennti upp
augun og reis enn upp í rúminu.
..Talið þér ekki svona hátt. herra
Larker. Hann er í klefa hérna hinum
megin við ganginn. Það var ekki
hann. En hugsum okkur, að hann
hafi heyrt til okkar. Hvað get ég þá
gert. veslingurinn?”
..Stillt yður!” svaraði Larkin
stuttaralega. ..Bless á meðan.”
Larkin hafði barið nokkrum
sinnum á dyrnar að klefa É, án þess
að íbúi hans hefði gefið frá sér
nokkurt lífsmark. Hann var i þann
veginn að snúa frá. þegar dyrnar
voru opnaðar til hálfs — nógu mikið
til þess. að hann gat séð glitta í
skammbyssuhlaup út undan kodd-
anum.
..Trufla ég?” spurði hann.
Jeremy Hood sá. hvert Larkin
beindi sjóninni og reyndi að hylja
veika blettinn með þvi að breiða
sem mest úr sér. en Larkin gat
alltaf séð yfir hinn lágvaxna og
horaða mann.
,,Nei, nei. alls ekki. Ég var bara
ekki viss, hvort barið var eða ekki.
Ég var sofandi.”
,.Mig langar að tala við vður
nokkur orð einslega, herra Hodd.
Aðeins andartak,” sagði Larkin.
,,Hér er því miður ekkert rúm,
það er hvergi hægt að fá sér sæti",
svaraði Hood andmælandi.
„Sakar ekkert. Ég get ósköp vel
staðið. Þetta verður ekki löng
viðstaða.”
„Jæja, komið þér þá inn fyrir.”
Hann lokaði dyrunum vandlega á
eftir Larkin og trítlaði síðan
innskeifur aftur að hvílu sinni.
Hann átti fullt i fangi með að
hagræða svo koddanum, að byssu-
hlaupið sæist ekki.
„Hvað viljið þér mér?” spurði
hann síðan í kerlingarrómi.
„Það er viðvíkjandi þessum unga
manni, sem var myrtur.”
„Hvað segið þér? Var hann
myrtur? Ég hélt það hefði verið
slys.”
„Svo þér hafið þá heyrt um
þetta? Ég sá yður hvorki við
matarborðið eða „jarðarförina”.
„Þjónninn sagði mér frá þvi,”
svaraði Hood. „Morfínneytanda-
grey hafði hrasað og brotið á sér
höfuðkúpuna. En hvað kemur það
mér við?”
„Það eru ýmsir af farþegum, sem
telja, að yfirmennirnir hafi verið full
skjótráðir, er þeir kváðu upp þann
dóm, að maðurinn hefði farið af
slysförum. Við erum ekki sérlega
hrifin af því að vita af morðingja
meðal okkar ög við æskjum þess
því, að gerð verði mikil rannsókn.
Við ætlum því að senda skipstjór-
anum bænarskjal þessu viðvíkj-
andi. Viljið þér vera með i þessu?”
„Nei!” svaraði Hood.
„Er það ekki afar undarleg
ákvörðun, herra Hood, sem þér
takið?”
,, Nei, engan veginn, ” tísti Jeremy
Hood. „I fyrsta lagi kemur mér
þetta ekkert við! í öðru lagi nýt ég
hinnar bestu aðhlynningar og
vináttu af hálfu yfirmanna skipsins,
en þér og yðar vinir þykist
náttúrlega langt yfir þá hafnir, af
því að þeir eru japanskir.”
„Þér farið alveg villur vegar,
Hood,” andmælti Larkin. „Ég held
þvi einungis fram, að yfirmennirnir
haldi leyndu máli laumufarþegans,
af því að þeim kemur það betur. og
sumir okkar farþeganna eru nú þeir
bjánar að vilja vita sannleikann.”
„En hvað fær yður til þess að
álita. að það sé ekki sannleikurinn,
sem ykkur hefur verið sagður?”
,, Það, að ýmislegt bendir til þess,
að um morð hafi verið að ræða, en
ekki slys. Til að mynda voru vasar
hins látna úthverfir. Ég sá það með
eigin augum."
„Svo!” Jeremy Hood rjálaði
óstyrkur og pempíulega við kodd-
ann.
„Þessvegna datt mér i hug, að
þér hefðuð orðið var við hávaða
uppi á þilfari í nótt, liklega milli
klukkan tvö og fjögur?”
„Auðvitað heyrði ég ekki neitt,”
skríkti Hood gremjulega. „Ég hef
ekki farið út úr klefanum siðan í San
Francisco. Hvernig átti ég að hafa
heyrt nokkuð?”
„Já, það er alveg rétt,” sagði
Larkin hálft um hálft afsakandi.
„Bioki læknir var einmitt að tala
um, að yður liði ekki sérlega vel. Þér
hafi verið sjóveikur, er ekki svo?”
„Ég? Mér líður alveg prýðilega!
ýtskýrði Hood önugur. „Og ég hef
aldrei á ævi minni fundið til
sjóveiki. En ég er að eðlisfari mjög
gætinn maður og það munduð þér
auðvitað líka vera, ef þér hefðuð
áttatíu þúsund dollara gripi með-
ferðis. Þérmunduð áreiðanlega ekki
fara langt frá þeim.”
„Jæja,” sagði Larkin, „svo þér
verslið með gimsteina?”
„Gimsteina!” Jeremy Hood fuss-
aði fyrirlitlega. „Nei, herra minn,
ég er listmunasali. Það getur verið,
að ég sé ekki sá stærsti á
Kyrrahafsströndinni, en að minnsta
kosti sá mikilvægasti, ef tekið er
tillit til smekkvísi og innsæi. Og í
sérgrein minni stendur mér enginn á
sporði, hvar sem leitað væri í allri
Ameríku!”
„Með leyfi, hver er sérgrein
yðar?”
„Kromo-xylografi”, svaraði
Hood. „Litaður tréskurður, svo ég
noti við yður alþýðlegt orðalag til
þess að þér haldið ekki að þetta sé
einhvers konar hljóðfæri — eða
kannske líffæri!”
„Þakka hugulsemira!” svaraði
Larkin. „En ég er nú ekki eins
vitlaus og ég lít út fyrir að vera.
Þegar ég bjó i París var ég svo
heppinn að eiga allsæmilegt
Hokusai”.
„Hokusai!” veinaði Jeremy
Hood. Þetta hefði ég getað sagt mér
sjálfur! Og ég geri ráð fyrir að allur
yðar fróðleikur um það efni sé
fenginn frá Concourt, ekki satt? En
hvað segið þér um Koriusai og —
„Hættið þér nú alveg!” hrópaði
Larkin. „Þér flytjið' þó ekki
japanskar tréskurðarmyndir til
Japan?”
„Jú, það geri ég einmitt! Og
meira að segja fyrir áttatíu þúsund
dollara!”
„En er það nú ekki að bera í
bakkafullan lækinn? Allir þeir
kaupmenn, sem ég hef þekkt og
verslað hafa með austurlenska
skrautmuni, hafa keypt þá í Asíu og
flutt til Evrópu eða Ameríku.”
„Þetta sannar einungis, hversu
fáfróður þér eruð, ungi maður,”
svaraði Hood, fullur af monti.
Ameríkumenn hafa ekki nokkurn
skilning á austurlenskri list. Að
vísu eru ýmsir snobbar, sem
sækjast eftir að eignast Ming-vasa
og Suuki-leirmuni, en flestir hinna
svonefndu austurlensku listmuna-
sala lifa á því að selja teak-skerma
og útskornar Buddha myndir — og
hvi ekki það? Kaupendurnir hafa
sem sagt ekki vit á hinni sönnu list.
Og fyrst þeir vilja ruslið, þá er
sjálfsagt að láta þá hafa það.”
„Sjáið þér tií,” hélt hann áfram,
, ,ég hef til að mynda hérna í töskum
mínum heilan tug frummynda
Hishigawa Moronoku. I Ameríku
var ekki nokkur leið að fá fyrir þæi
almennilega borgun. En í Japan get
ég selt þær fyrir of fjár. Þar kunna
menn að meta þessar myndir. Þar er
líka fullt af nýríkum mönnum, sem
græða á vopnasölu og munu bjóða i
myndirnar, hver i kapp við annan.
þessvegna kaupi ég þær hræódýrt í
Ameríku hjá söfnurum, sem ekki
kunna að meta Iistgildi þeirra og
flyt þær til Japan. Og það er ekkert
smáræði, sem ég græði á þessu,
skal ég segja yður — —”
Og þannig lét Jeremy Hood
dæluna ganga endalaust og þuldi
upp nöfn og staðreyndir svo að
Larkin verkjaði í eyrun. En á
endanum fór hann að runa, að
eitthvað annað lægi að baki þessari
miklu mælsku en hreinn áhugi á
málefninu, sem um var rætt. Hann
grunaði Jeremy Hood alvarlega um
græsku. Hvað var það, sem hann
vildi fela?
Hann lokaði dyrunum vandlega á eftir
Larkin og trítlaði síðan innskeifur
aftur að hvílu sinni. Hann átti fullt í
fangi með að hagræða svo koddanum,
að byssuhlaupið sæist ekki.
18 VIKAN 35. TBL.