Vikan


Vikan - 01.09.1977, Blaðsíða 38

Vikan - 01.09.1977, Blaðsíða 38
Frjóls scm fuglinn Hun var atjan ara og frjáls sem fuglinn. Frjáls til að velja sér eigin lifnaðarhætti og manninn, sem hana langaði til að elska.... SMÁSAGA EFTIR SHEILU FRA2ER HANA langaði mest til að taka stigann í stökkum, hlaupa upp hann eða fljúga. I fyrsta sinn kom hún nú úr vinnunni heim i sína eigin íbúð. Inni fór hún vandlega yfir húsakynni sin. Þetta var ekki annað en eitt herbergi með slitnum húsgögnum — en hún var frjáls. Og innifalið var ljómandi fallegt tré. Það var svo nálægt, að ef henni tækist að opna gluggann, gæti hún snert fallega brumknappana. Hún ákvað að flytja hlutina til. Ef hún flytti legubekkinn undir gluggann, gæti hún legið þar og horft á tréð. Hún lét stjórnast af innblæstri. Færði nýkeyptu plöntuna til, sparkaði af sér skónum, setti nýju breiðskífuna á illa farinn plötu- spilarann — spilaði hátt, svo að tónarnir fylltu herbergið og hug hennar — lagðist siðan og starði upp í greinar trésins. Ekki hafði hún spilað lengi, þegar bankað var á dyrnar. Hún reif upp hurðina, ekkert sérstaklega ánægð, og þar stóð hann. ,,Ég býst við, að þú viljir fá lánaðan bolla af sykri, mjólk, salt....” ,,Nei", sagði hann. ,,Viltu þá koma inn?” ,.Já, takk.” Hann settist á eina stólinn, og hún hallaði sér aftur á legubekkinn. Eftir stundarþögn (fyrir utan tón- listina hennar) sagði hann: „Fannst þér myndin ekki góð?” Hann virtist tala nokkuð hátt. ..Stórfín. Ég hef séð hana tvisvar.” Hann lagði ekkert til mólanna. ,.Ég flutti inn í gær,” sagði hún, og reyndi að hefja samræður. ,,Ég er venjulega ekki hér á sunnudögum." ,,Ö,” gall hún við, þaut á fætur og byrjaði' að dansa. ,,Ég elska þetta lag. Veistu það, að þegar ég bjó heima, voru foreldrar minir alltaf að segja mér að lækka hávaðann.” ..Stórfurðulegt.” , ,1’innst þér þetta of hátt?” ,,Já.” ,,Nú, komstu þá hingað til að kvarta?” ,.Bara til að biðja þig að lækka, þar sem ég þarf alltaf. að vinna á kvöldin.” ,.Ertu rithöfundur?” ,.Nei, kennari.” ..Hryllingur.” ,.Þetta eru einkennandi viðbrögð hjá þinum aldursflokki.” ..Heyrðu, farðu nú ekki að ráðast á mina kynslóð. Ég fékk nóg af því hjá foreldrum minum. Hvað ertu annars gamall?" „Tuttugu og sex.” „Viltu ekki vita, hvað ég er gömul?” „Ég giska á átján.” 38VIKAN 35. TBL.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.