Vikan


Vikan - 01.09.1977, Side 41

Vikan - 01.09.1977, Side 41
SÖGULOK Kortið var póstlagt í Highgate. Von mín var sú, að hún áliti, að það hefði borist henni fyrir tilstilli Freys. Hún brást skjótt við og sendi í ókunnugt heimilisfang aðgöngumiða að leik- sýningu, sem átti að fara fram fimm dögum siðar. Frey fékk miðann og leit svo á, að hún þyrfti nauðsyn- lega að hitta hann. Með það í huga að Mundt gæti ekki tekið þetta að sér vegna „játningar” frú Fennan, ákvað hann að koma sjálfur. Þau hittust þess vegna í Sheridan leikhúsinu i Hammersmith, fimmtudaginn 15. febrúar. í fyrstu voru þau þeirrar skoðun- ar, að hinn aðilinn hefði stofnað til fundar þeirra. En þegar Frey gerði sér grein fyrir því að svik voru í tafli, greip hann til örþrifaráða. Hugsanlegt er, að hann hafi grunað frú Fennan um að hafa leitt sig i gildru, og að hann hafi haldið sig vera undir eftirliti. Um þetta fáum við aldrei neitt að vita. En hvað sem öðru líður þá myrti hann hana. Aðferð hans við það er best lýst í skýrslu líkskoðarans, sem var lögð fram við málsrannsóknina: ,,Þrýst var á hálsslagæðina, en það leiddi til dauða næstum samstundis. Morðingi frú Fennan virðist ekki hafa verið neinn leikmaður á þessu sviði.” Frey var veitt eftirför að húsbáti, sem lá við festar nálægt Cheyne Walk. Er hann reyndi að koma í veg fyrir handtöku féll hann í ána og hefur lik hans þegar fundist. 18. KAFLI MILLI TVEGGJA HEIMA Hinn heldur óaðlaðandi klúbbur Smileys var venjulega mannlaus á sunnudögum. En frú Sturgeon hafði dyrnar ólæstar ef verið gæti að einhver af herramönnum hennar kæmi við. Hún kom fram við þessa herramenn sina af sömu ákveðni og ráðríki og hún hafði umgengist kostgangara sína i Oxford, en þar hafði hún notið meiri virðingar en jafnvel háskólakennararnir. Hún fyrirgaf raunar allt, en tókst einhvern veginn að koma því að, að fyrirgefningin gilti einungis í þetta eina sinn og myndi aldrei verða veitt aftur. Einu sinni hafði hún fengið Steed-Asprey til þess að setja tiu shillinga í fátækrabaukinn fyrir að koma með sjö gesti án þess að gera henni viðvart, en á eftir framreiddi hún einhverja þá riku- legustu máltið, sem nokkru sinni hafði sést. Þeir sátu við sama borð og áður. Mendel var ögn guggnari og virtist hafa elst. Á meðan þeir borðuðu sagði hann varla orð, en handlék hnífapörin af sömu nákvæmni og hann var vanur að vinna starf sitt. Guillam var nær einn um að halda uppi samræðunum, því að Smiley vareinnigvenjufremurfámáll. Þeim leið vel í návist hvors annars og enginn þeirra fann sig sérstaklega knúinn til þess að tala. „Hvers vegna gerði hún það?” spurði Mendel allt í einu. Smiley hristi höfuðuð hægt: „Ég held að ég viti það, en kannski verða það þó aldrei annað en get- gátur. Ég held að hana hafi dreymt um heim þar sem engin átök eiga sér stað, heim, sem yrði stjórnað í anda hinnar nýju kenningar. Eitt sinn reitti ég hana til reiði og þá öskraði hún á mig: „Ég er gyðingurinn gangandi,” sagði hún, „einskis manns land, vígvöll- ur tindáta ykkar.” Þegar hún sá að hið nýja Þýskaland yrði byggt upp á sama hátt og hið gamla, sá sama hrokann gera vart við sig á ný, þá held ég að henni hafi verið það um megn. Ég held að henni hafi fundist þjáningar sínar hafa verið til einskis. Hún sá að fyrrverandi kúgarar hennar fóru að lifa i vellystingum og gerði uppreisn. Hún sagði mér að fyrir fimm árum hafi þau hitt Dieter, er þau voru í skiðaleyfi í Þýskalandi. Þá var endurreisn Þýskalands þegar komin langt á veg og það var að verða töluvert ráðandi afl meðal vest- rænna rikja." „Var hún kommúnisti?” „Ég held, að hún hafi ekki kunnað við að vera stimpluð á svo einfaldan hátt. Ég býst við að hún hafi viljað hjálpa til við að byggja upp þjóðfélag, þar sem ekki rikti togstreita og sundrung. Orðið friður er ekki hátt skrifað í dag. Ég held, að hún hafi viljað frið." „En Dieter?" spurði Guillam. „Guð einn má vita eftir hverju Dieter sóttist. Heiðri, býst ég við, og heimi. þar sem hinn sósíaliski andi rikti.” Smiley yppti öxlum. ..Þau dreymdi um frið og frelsi. Nú eru þau morðingjar og njósnarar." „Guð minn góður." sagði Mendel. Smiley varð aftur þegjandalegur og horfði ofan í glasið sitt. Að lokum sagði hann: „Ég get ekki vænst þess, að þið skiljið þetta. Þið sáuð einungis Dieter eins og hann var orðinn. Ég sá hann. er hann var að hefja göngu sína. Hann fór allan hringinn. Ég held að hann hafi aldrei komist yfir að hafa verið svikari í stríðinu. Hann varð einhvern veginn að bæta fyrir það. Hann var einn af þessum uppbyggj- endum, sem virðist ekki gera annað en að eyðileggja. Það er allt og sumt.” „En hvað um simhringinguna kl. 8.30?" skaut Guillam inn i. „Ég held að það liggi í augum uppi. Fennan vildi hitta mig hjá Marlow. I þvi skyni hafði hann fengið fri i vinnunni. Sennilega hefur hann ekki sagt Elsu frá því, enda hefði hún þá reynt að slá ryki í augu mín hvað það snerti. Hann lét hringja í sig. svo að hann hefði afsökun til þess að fara til Marlow. Það er að minnsta kosti min tilgáta.” Eldurinn í arninum logaði glatt. Um miðnætti sat hann í flugvél á leið til Zurich. Þetta var yndisleg nótt. í gegnum litla gluggann á velinni horfði hann á gráan væng- inn. einkennilega hreyfingarlausan. þar sem hann bar i stjörnubjartan himininn. Þetta var likt og stutt sýn inn í eilifðina þarna milli tveggja heima. Hún hafði róandi áhrif á hann. bældi niður óttann og efasemdirnar. gerði hann örlaga- trúar frammi fvrir órannsakanleg- um tilgangi almættisins. Allt sem maðurinn var að bjástra við daglega virtist svo smávægilegt. Brátt sáust ljósin á strönd Frakklands. Hann sá fvrir sér lífið fyrir neðan sig. fann lykt af Gauuloises Bleues sígarettum hvít- lauk og góðum mat. og svo voru það. háværar raddirnar á vínstofun- um. Maston var milljón kílómetra í burtu. innan um pappírshaugana sina og snobbaða stjórnmálamenn- ina. Smiley stakk í stúf við samferða- fólk sitt. þessi litli, þybbni og heldur þungbúni náungi. Allt í einu brosti hann og pantaði sér diykk. Ungi. ljóshærði maðurinn við hlið hans gaf honum hornauga. Hann þekkti svo sem þessa manntegund. þennan þreytta fjármálamann í leit að saklausri skemmtun. Honum fannst hann fremur óviðfelldinn. ENDIR 35. TBL. VIKAN 41

x

Vikan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.