Vikan - 01.09.1977, Qupperneq 42
Þessi spennandi og ógnþrungna saga er
sérstaklega samin fyrir enska vikublaðið
Woman’s Own og hefur VIKAN
fengið einkaleyfi á birtingu sögunnar.
Ferðalagið var orðið að martröð,
jafnvel áður en þau heyrðu konuna
æpa. Þröngur fjallavegurinn var
bæði háskalega brattur og bugðótt-
ur. Á aðra hlið var bratt niður,
stórkoitlegt útsýni fyrir þá, sem
höfðu storkar taugar. hver beygjan
eftir aðra. Vegurinn sveigðist eins
og borði niður í fjarlægðina og
þokuna í dalnum.
Bíllinn var á hægri ferð. Bæði
vegna þess, hve vegurinn var
brattur og eins vegna þeirrar
hættu, sem ef til vill beið þeirra við
næstu beygju. Á yfirborðinu virtist
bilstjórinn rólegur, hann bældi
niður reiði sína, svo hún sljóvgaði
ekki dómgreind hans. Ef hann léti
skapið hleypa sér upp, gæti það
orðið þeim örlagaríkt.
Stúlkan í farþegasætinu teygði
fram höfuðið og einblíndi á þann
stutta vegarspotta, sem sjáanlegur
var framundan.
Milli þess sem skelfingin og
kvíðinn náðu tökum á henni, velti
hún því fyrir sér, hvaða duttlungar
örlaganna höfðu valdið því, að þau
fóru þennan veg. Um leið og þau
beygðu út af fjölförnum aðalvegin-
um frá Florence hafði eitthvað
óljóst hugboð ásótt hana, hún hafði
fundið á sér, að einhverjir örðug-
leikar biðu þeirra framundan.
Síðasti hálftíminn hafði komið
henni til að gleyma unaðssemdum
undafarinna þriggja vikna. Það gat
svo sem verið að ferðamönnum
hætti til að lifa í einhvers konar
imynduðum draumaheimi, en hvað
um það? Tilgangurinn með því að
fara í fri var einmitt að hverfa burt
úr raunveruleikanum. Þau hefðu
betur haldið sig við alfaraleið.
En nú þýddi ekkert að snúa við. í
þessum hræðilega bratta var hvergi
rúm til þess og heldur engin vissa
fyrir því, að þau myndu sleppa
undan þessum náungum, þó svo
þau reyndu það.
Hún saup hveljur. í fyrsta sinn á
ævinni var hún virkilega skelfingu
lostin.
Samferðamaður hennar leit á
hana sem snöggvast. Taugaspenn-
an og kvíðinn settu mörk sín á
hana, hún virtist tuttugu árum
eldri. Og allt var þetta hans sök.
Það stoðaði ekkert, þótt hann
reyndi að sannfæra sjálfan sig um,
að þetta hefði enginn getað séð
fyrir. Það var vissulega sannleikur,
en það breytti samt ekki þeirri
staðreynd, að hann hafði í rauninni
ekki átt að fara inn á þennan veg.
Það var hans eigin veikleiki, sem
hafði komið þeim i þessa klípu. Sá
veikleiki að geta ekki ferið til ítalíu,
en þess að þurfa að koma til Rocca-
leone.
„Sérð þú nokkuð?” spurði hann
hana.
Stúlkan hristi höfuðið og sneri sér
sem snöggvast að honum.
, ,Þetta verður allt í lagi,” sagði
hann til að reyna að hughreysta
hana. „Haltu áfram að horfa út.”
Hún leit aftur fram á veginn,
kvíðafullum augum, og sá þá
svartan hjálm, sem glampaði á í
sólinni.
,,Það er einn þarna uppfrá,”
sagði hún andstutt.
Félagi hennar einblíndi á veginn
framundan. „Hversu langt upp-
frá?”
,,Ég veit það ekki alveg. Eftir
tvær beygjur, held ég. Hann er að
horfa á okkur.” Hún gat séð
hvert höfuðið snéri, en hjálmurinn
og gleraugun huldu meira en hálft
andlitið.
Hún gat vel ímyndað sér, hvernig
hann liti út að öðru leyti: Svartur
leðurjakki, þröngar buxur, stígvél
og leðurhanskar, stæði viðbúinn á
mótorhjólinu, tilbúinn að þjóta af
stað, þegarrétta augnablikið kæmi.
,,ö, guð minn góður, hann er að
koma.” Tær rödd hennar varð hrjúf
af hræðslunni.
,,Róleg, Regína,” sagði bílstjór-
inn lágt. ,,Haltu þér fast. Hann
reynir ábyggilega að ná okkur á
beygjunni.”
Nokkrum augnablikum siðar kom
sá á mótorhjólinu þjótandi á átt til
þeirra, hrokafullur á miðjum vegin-
Framhaldssaga eftir Isobell Lambot
42VIKAN 35. TBL.