Vikan - 01.09.1977, Qupperneq 44
HÆTTI VIÐ GIFTINGUNA
Á SÍÐUSTU STUNDU
Kæri draumráðningamaður!
Mig langar til að biðja þig að
ráða fyrir mig tvo drauma, sem
eru mjög líkir. Fyrri draumurinn
var svona: Mér fannst ég vera að
búa mig undir að gifta mig, og
mamma mín var að hjálpa mér í
brúðarkjólinn. Kjóllinn var hvítur
með löngum slóða, en ekki með
slöri. Ég ætlaði að næla rauðar
rósir í hálsmálið á kjólnum og
niður slóðann, en mömmu fannst
rósir alltof stórar, svo við ákváð-
um að hafa lítil blóm í staðinn fyrir
rósir. Ég klæddi mig í kjólinn og
var að bíða eftir brúðarvendinum.
Mér fannst pabbi hafa valið hann,
og þegar vöndurinn kom, varð ég
fyrir miklum vonbrigðum, því að í
honum voru gular rósir og mér
fannst þær ekki passa við kjólinn.
Ég varð svo sár yfir þessu, að ég
fór úr kjólnum og sagðist ekki vilja
gifta mig. Þar endaði draumurinn,
og það kom aldrei fram, hverjum
ég ætlaði að giftast. Seinni
draumurinn var að þessa leið: Mér
fannst ég vera að klæða mig f
brúðarkjól og ég ætlaði að fara að
gifta mig. Það var fullt af
frænkum mínum í herberginu, en
það var engin, sem hjálpaði mér í
kjólinn, nema ein, og hún málaði
mig líka í framan. Mér fannst ég
ekki ánægð með sjálfa mig og ég
neitaði að setja á mig brúðarslörið.
Allar konurnar sögðu að ég ætti
að hafa slör, en ég man ekki,
hverju ég ansaði. Þegar ég var allt
í einu komin í kirkjuna, þá hafði ég
stórt, hvítt slör. Á móti mér í
kirkjuanddyrinu kom strákurinn,
sem mér fannst ég ætla að giftast.
Hann var bara í gallabuxum og
bol, og ég varð hálf sár að sjá
hann svona. Ég sagði honum að
fara upp að altarinu. Mér fannst
sem pabbi ætlaði að leiöa mig til
altaris. Allt í einu fannst mér
mamma koma til mín og segja:
„Elskan mín, það er ekki of seint
að hætta við, þú veist að ef þú
giftir þig núna, þá áttu eftir að
skilja." Mér fannst eins og ég væri
á báðum áttum, og það var byrjaö
að spila á kirkjuorgelið. Það var
ekki brúðarmarsinn, heldur eitt-
hvert fjörugt lag. Og mamma
sagði: „Flýttu þér að ákveða þig,
áðuren brúðarmarsinn byrjar." Þá
Míg
drepidi
var eins og ég áttaði mig, og ég
sagði við mömmu að ég væri hætt
við að giftast. Síðan hljóp ég upp í
kirkjuturninn og ætlaði að fela mig
þar. Ég hélt slörinu fyrir andlitinu
og var grátandi, því mér þótti svo
leiðinlegt að særa strákinn svona.
Ég man bara, að ég grét mikið og
hélt alltaf slörinu fyrir andlitinu.
Með fyrirfram þökk,
SP.
Þessir draumar eru þér fyrir
góðu, en þó virðist ráðning þeirra
ekki koma alveg heim og saman,
og eru góðu táknin eiginlega jafn
mörg hinum slæmu, en þau góðu
eru hins vegar mun sterkari. Þú
munt fá slæmar fréttir og miki/
öfund og illdeilur eiga eftir að
koma upp i Ufi þínu á næstunni.
Þér er ráðlegt að bæta ráð þitt hið
snarasta, og munu þá koma sættir
og gleði eftir ósamkomu/agið.
Bláu blómin boða þér hvíld og ró,
og þú verður aönjótandi mikillar
heimilissælu. Þú þarft sennilega
ekkiað bíða lengi eftir giftingu, og
verður hjónaband þitt með af-
brigðum farsælt. Einhverjir erfið-
/eikar bíöa þín, af völdum afbrýði-
semi, en óeigingjarnar óskir þínar
rætast, og þú munt fá ást þ/na
endurgoldna. Þín bíður velmegun
og ákjósanlegt hjónaband, en
áður en aö þvi kemur, verðurðu
fyrir einhverju óláni / ástum.
Móður þin á eftir að verða þér
mikil stoð og stytta í erfiðleikum
þinum, og gráturinn boðar þér
mikla hamingju. Þú munt einnig
verða heppin i viðskiptum.
HNÍFAR í GRASI
Kæri draumráðandi!
Ég vona að þú viljir ráða fyrir
mig þennan draum, því hann
veldur mér miklum áhyggjum.
Jæja, hér kemur draumurinn: Ég,
vinkona mín og frænka hennar
vorum saman í strætisvagni. Ég
sat ein en þær saman. Fyrir aftan
mig sátu tveir strákar, annar þeirra
var gamall vinur. Ég sá aldrei
framan í hann í draumnum. Hann
var alltaf að fíflast í mér, svo ég
spurði vinkonu mína, hvort hún
vildi skipta um sæti við mig, en
það vildi hún ekki. Þá reiddist ég
og sagðist ætla að hefna mín. Þá
ók bílstjórinn út af, og bíllinn fór
yfir nokkra hnullunga, svo hann
hrististtil og fólkið kastaðist fram.
Þá stansaði ekillinn og sagði að
allir ættu að flýta sér út. Þá greip
ein stelpan í mig, og sagði: „Fyrst
þú ert fædd í 30, þá kemur þú með
mér," og togaði mig svo út.
Bílstjórinn sagði, að allir ættu að
fara út úr bílnum og klifra upp á
veginn. Ég og vinkona mín
settumst niður í grasiö. Þá sá ég
eitthvað í grasinu. Ég tók það upp
og sá að það var hnífur með
tréskafti. Þá fann ég annan hvíf,
eins, og síðan fleiri, þar til ég var
búin að finna 15-20 hnífa. Þeir
voru allir í beinni röð. Á eftir
hnífunum kom einn gaffall úr silfri,
næst kom teskeið úr silfri, með
hvítum steini, sem mér fannst
vera rúbínsteinn. Næst kom önnur
teskeið og á henni stóð: Gunni
ungi dó 1788 úr pest. 822. gr. — í
draumnum hélt ég að fyrst ég væri
búin að taka hnífana og hitt,
myndi þessi pest breiðast út og
einnig fannst mér, að hver hnífur
táknaði einn mann, sem hefði dáið
úr pestinni. Þökk fyrir birtinguna,
Silla.
Táknin í þessum draumi eru
heldur slæm. Sjálfsálit þitt mun
bíða hnekki og einhver fjölskyldu-
meðlimur skapar áhyggjur vegna
svika og óheilinda. Þú kynnist
nýjum fé/ögum, sem þú ættir aö
varast að hafa of mikil samskipti
við, þar sem þú átt á hættu að
verða fyrir miklum raunum af
þeirra völdum. Þú ættir einnig aö
varast tungulipra áróðursmenn.
Hnífar í draumi eru ævinlega fyrir
vondu, boða ólán i störfum,
viðskiptum eða ástum.
í SKÓGINUM STÓÐ KOFI EINN..
Kæri draumráðandi!
Fyrirstuttu dreymdi mig draum,
sem mig langar mikið til að fá
ráðningu á sem allra fyrst. — Mér
fannst ég vera að fara í skólann,
en til þess að komast að honum
þurfti ég að ganga í gegnum
stóran skóg. (i rauninni er ekkert
tré í návist hans). Ég var hálf-
hrædd að fara alein í gegnum
skóginn, en ég vissi að ég yrði að
mæta á réttum tíma í skólann, því
annars yrði ég rekin. Ég gekk
lengi, lengi, og kom allt í einu að
litlum kofa. Þegar ég ætlaði að
ganga fram hjá honum, dimmdi
skyndilega og niður úr himninum
rigndi eldspýtum. Ég flýtti mér þá
að kofanum, en dyrnar voru
læstar svo ég komst ekki inn. Ég
bankaði og bankaði, en enginn
kom til dyra. Þá sá ég exi, sem lá
þarnarétt hjáígrasinu. Égtókhana
upp, og réðist á dyrnar, og tókst
loks að brjóta þær upp. Þegar ég
kom inn í kofann sá ég þar
gamlan mann, sem sat og var að
sauma. Ég varð hálf reið, og
spurði hann, hvers vegna hann
hefði ekki opnað fyrir mér, þegar
ég bankaði. Þá sagði hann, að ég
hefði bara gott af því að fá
eldspýturnar á mig, og svo skelli-
hló hann. Þá fauk í mig, og ég
ætlaði að fara út aftur, en þá voru
dyrnar læsta, og ég var lokuð inni í
kofanum. Sneri ég mér þá við, og
ætlaði að biðja manninn að opna
dyrnar fyrir mig, en í stað hans var
þá kominn lítill froskur, sem hélt á
3 rauðum rósum. Ég vona að þú
getir lesið eitthvað úr þessu. Takk
fyrir birtinguna, sem ég vona að
verði sem fyrst.
Sigga
Þessi draumur er þér fyrir góðu.
Þú verður fyrir óvæntu happi og
þér mun vegna vel I stöðu þinni.
Þó er þér einhver hætta búin af
há/fu einhvers, sem þú treystir, og
hætt er við að þú verðir fyrir ein-
hverjum vonbrigðum í ástarmál-
um. Furöulegur atburður mun
gerast hjá einhverjum, sem er á
fjarlægum stað. Þessi atburöur
mun hafa mikil áhrif á líf þitt, en
þá til hins betra. Ftauöu rósirnar
boöa þér hamingjurlkt hjónaband,
sem þó mun ekki verða alveg á
næstunni.
44VIKAN 35. TBL.