Vikan


Vikan - 01.09.1977, Qupperneq 45

Vikan - 01.09.1977, Qupperneq 45
4 SKUGGA %/ÓNSINS Allt i einu kom múlasni í ljós til hliðar við veginn. Hann bar eldi- viðarbagga og fyrir aftan hann gekk maður. Hann starði á bílinn og siðan á mennina á mótorhjólunum, sem fjarlægðust óðum. Hann skók reiðilega hnefann á eftir þeim. Regina leit til baka um leið og þau fóru fyrir næsta horn. Múldýrið og eigandi þess voru þegar komin hálfa leið upp brattan troðning. ,,Hann verður kominn þangað á undan okkur,” sagði Edward. Það minnti Regfnu á, að enn hafði hún ekki hugmynd um, hver áfangastaður þeirra var. Edward hafði ætlað að fara að segja henni það, þegar fyrri mótorhjólamðurinn birtist. ,,Hvert erum við að fara?” ,,Þú sérð það rétt bráðum. Þetta er lítil fjallaborg, eiginlega frekar þorp, en umlukt borgarmúrum og með tilheyrandi kastala. Staðurinn heitir Roccaleone. Klettur ljóns- ins.” ,,Það er merki á hjálmunum þeirra," sagði hún og röddin skalf. ,.Ég held að það sé ljónshöfuð.” ,,Hvað sagðirðu?’ spurði Edward hvasst. ,,Ég sá það greinilega, þegar maðurinn fór fram úr okkur. Ég er v.iss um að það var ljón.” Þessi taugaspenna er farin að setja mörk sín á hann, hugsaði hún. Hún gat aðeins séð vinstri hlið andlits hans, þá hlið, sem bar ör frá gagnauga og niður á höku. Núna var örið hvítt í brúnu andliti hans. Hún veltiþví fyrir sér, hvernig hann hefði fengið slíkt ör. Þau tóku næstu beygju hægt og varlega. Framundan lá vegurinn beinn og auður. Og fyrir ofan þau á háum fjallgarði blasti við Rocca- leone, ringulreið fjölda húsaþaka umlukin voldugum borgarmúrum, sem á var fjöldinn allur af virkjum og turnum. ,,Hérna er það," sagði Edward og lyfti vinstri hendinni til að lagfæra sólskyggnið. Athygli Regínu beindist að glampanum, sem kom frá innsiglis- hringnum hans. Hún hafði oft séð þennan hring, en núna tók hún andköf. Merkið var hið sama, — Ijónshöfuð. Hún sat þögul og ráðvillt, meðan þau óku áfram upp brekkuna. Kastalinn gnæfði yfir þeim, nokkr- um hundruðum feta ofar, grátt steinbákn, þar sem fáeinar harð- gerðar jurtir uxu i veggjasprung- um. Sólin skein i gegnum gluggana, sem voru orðnir rúðulausir. ,,Hvað, kastalinn er bara í rústum,” hrópaði hún allt í einu. Hún var alveg óviðbúin högginu, sem hún fékk, þegar Edward stöðvaði skyndilega bilinn. Hún rétti úr sér og leit hræðslulega i kringum sig, hélt fyrst að mennirnir á mótorhjólunum væru komnir aftur, án þess að hún hefði heyrt i þeim. En þeir sáust hvergi. Edward var farinn út úr bílnum og stóð og starði upp á turnana fyrir ofan þau. ,,Hvað er að?” Það leið stutt stund áður en Edward svaraði. Hann stóð graf- kyrr og starði reiðilega uppeftir. ..Þetta er rétt hjó þér,” sagði hann loks fjarlægri röddu. Hann fór aftur inn í bilinn og ók hægt áfram. Meðfram veginum var nú fólk á ferli, gangandi vegfarend- ur, sem horfðu forvitnislega á bilinn, einstaka hjólreiðamaður og beyglaður, gamall vörubíll. Þau fóru fram úr múlasna með hlass, eigandinn tölti á eftir. „Þetta er sá sami, sem við sáum áðan,” hrópaði Regína og Edward leit á hann sem snöggvast. ,,Ég sagði þér að hann myndi verða á undan okkur uppeftir. Það er styttra að fara troðninginn heldur en veginn.” Maðurinn starði á þau, þegar þau óku framhjá, og Edward veifaði til hans hálfbrosandi. Regina horfði forvitin til baka og sá að maðurinn sló i afturenda dýrsins og hraðaði sér ó eftir. Þau voru hér um bil komin að borgarhliðinu. Þau óku fram hjá nokkrum nýtískulegum húsum, sem voru fyrir utan borgarmúrana, fallega staðsett milli brattra grænna vinekra. Þau komu að einhverju, spm líktist hóteli. Guð má vita fyrir hvern það er ætlað, hér á þessum afskekkta stað, hugsaði Regina. Þar við hliðina var bilaverkstæði, og síðan ófram lá leiðin upp brBttann, siðasta spölinn að boga- dregnu hliðinu, sem lá inn í borgina. Gegnum hliðið eygði Regína mjóa aðalgötuna, sem lá áfram uppeftir í átt að kastalanum, sem gnæfði eins og varðturn yfir borgina. Þau fór framhjá bílaverkstæðinu. Þar voru nokkrir bílar fyrir utan, en ekkert fólk sjáanlegt. Áfram óku þau upp brekkuna og inn í Roccaleone. Á aðra hlið gnæfðu hinir fornu virkisveggir. Allt í einu var kyrrð dagsins rofin af ópi, — hvellu, skerandi og greinilegu. Eins og ósjólfrátt leit Edward upp, eitt augnablik beindi hann atþygiinni af veginum framundan, svn hann sá ekki mótorhjólin tvö, sem komu æðandi á móti þeim út frá skugganum við hliðið, fyrr en þau voru komin alveg að honum. Hajm neyddist til að sveigja til hliðar og bíllinn rann áfram og inn i sterkbyggðan steinvegginn. í stutta stund gaf hvorugt frá sér hljóð. ..Regína. meiddirðu þig?” ..Nei.” ,-.Þú ættir að geta opnað dyrnar þin megin. Ég verð að klifra yfir og fara út þín megin. Mín hurð er föst.” Hún opnaði hurðina og staulaðist ★ Það er saknæmt athæfi í Bretlandi að „eyðileggja pútnahús með ólátum." 33. baróninn frá Kinsdale á írlandi, hafði þann heiður lögum samkvæmt, að mega halda hatti sínum kyrrum á höfðinu í viðurvist hinnar konunglegu fjölskyldu. í sýningarhöll í Harrogate, Englandi, var byggð mikil súla, sem átti að benda mönnum á að auka öryggi í umferð og fyrirbyggja slys. Súlan hrundi. ★ Ef allir kínverjar tæku sig til og hossuðu sér í sætum sínum samtímis, þá mundu þeir verða til þess að svo stór flóðbylgja myndaðist að hún mundi gersamlega drekkja Bandaríkjunum. Fíllinn er eina dýrið, sem hefur fjögur hné. ★ Skakki turninn í Písa var „vigtaður" af opinberum aðil- um árið 1908 og mældist þá 14.486 tonn. Sextíu og fimm árum síðar, þegar þungi hans var mældur aftur, hafði turninn rýrnað niður í 14.200 tonn. Enginn í breska sjónvarpinu virtist vita hvernig hægt væri að losna við nokkrar lifandi blóðsugur, sem höfðu verið notaðar [ einum sjónvarps- þættinum. Að síðustu var ákveðið að skilja þær bara eftir í skál og fela hreinsunarmann- inum að losa sig við þær. Það var háttsettur dagskrárstjóri, sem varð fyrstur til að nota klósettið daginn eftir. Það var kallað á sjúkrabifreið til að flytja hann á slysavarðstofuna án tafar. Blóðsugunum hafði bara verið dembt í klósettskálina. Býflugur þurfa að ferðast 140.000 mílur til að framleiða eitt pund af hunangi, og til þess að fylla eina matskeið þurfa þær að lenda á 5000 blómum. Vörubílstjóri nokkur giftist fjórum konum á sjö ára ferli sínum sem fjölkvænismaður. Þrjár þeirra hétu Irena. 35. TBL VIKAN 45

x

Vikan

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.