Vikan - 01.09.1977, Page 50
sem veldur öðrum meiðingum. Ég
hefi aldrei verið með i sliku.
— Slíkt hendir ekki heldur núna.
— Hvað er meiningin með þessu
öllu?
— Ég veit það varla sjálfur. En
ég hefi orð heiðarlegs manns fyrir
því. að ekki mun eitt hár á höfði
hans skert.
— En ég skil ekki. Við neyðumst
til...
— Það veit ég vel — en honum
verður ekki meint af því. Hvers
vegna ert þú allt í einu óróleg.
Pamela?
— Ég veit eiginlega ekki hvers
vegna — hann er aðlaðandi. Ég sá
hann. þegar ég flutti inn í
herbergið. og svo aftur niðri i
anddyrinu.
— Nú. en það ætti nú bara að
gera léttara fvrir. Ertu búin að tala
við Rancourt?
— Já. ég bað hann að vera
reiðubúin á fimmtudagskvöldið
klukkan tiu. Það var það sem þú
sagðir. eða var það ekki?
— Jú. jú. það gerði ég. En ég hefi
hugleitt þetta nánar. Það er ekki
heppilegt. að þú leggir af stað um
það leytið, við verðum að flýta
þessu. Náðu strax sambandi við
Rancourt og segðu honum að vera
viðbúinn klukkan sjö. Ef eitthvað
kemur upp á, getum við frestað því
um einn til tvo tíma. Ég kem
klukkan sjö. þú sérð um. að
Rancourt verði til staðar.
Pamela kinkaði kolli til sam-
þykkis.
ItÆ"LEAN var ekki ánægður
með að láta við svo búið
standa. Þegar hann kom út frá
skrifstofu Lorimers, gekk hann upp
eftir götunni til að villa um fyrir
Lorimer. sem hann vissi, að hefði
gætur á honum. En svo snéri hann
aftur og tók sér stöðu í húsasundi,
Brook fór hálftíma síðar og seint
sama dag hittust þeir McLean.
— Ef mér skjátlast ekki, hefur
Lorimer eitthvað á prjónunum,
sagði hann við Brook. — Hann var
taugaóstyrkur, meðan ég talaði við
hann, og hann fylgdist með mér út
um gluggann, þegar ég fór. Stúlkan
var líka komin til að ræða við hann.
— Hvað hefur þú i huga að gera?
spurði Brook.
— Þú átt að eyða nokkrum
dögum á Parkingham.
— Á ég?
— Já. Settu niður i tösku og
farðu þangað. Hún býr á herbergi
númer 129. Reyndu að fá herbergi
sem næst henni og láttu mig
fylgjast með við hverja hún talar —
líka i símann.
— Er hún stödd á hótelinu núna?
— Já. Hún er að spjalla við einn
af gestunum, sem heitir Drake.
Myndarlegur maður á fertugsaldri.
— Komdu þér í kynni við Drake
og reyndu að komast að þvi, hvort
þau voru kunnug, áður en hún flutti
á hótelið. Reyndu líka að komast að
því, hvað hann hefst að í London.
ÆSTA dag gat Brook gelid
skýrslu um ýmislegt áhuga-
vert. Hann hafði talað við Drake og
komist að því, að hann var í
sumarleyfi, en hann vann sem
verkfræðingur við námufyrirtæki í
Suður-Afríku. Hann hafði aldrei séð
Pamelu fyrr en á hótelinu. Honum
fannst hún aðlaðandi og hafði boðið
henni á veðreiðar þennan dag.
— Hún er sem sagt ekki heima
núna?
— Nei, þau fóru fyrir hálftima.
— Þá getum við gert vissar
athuganir í friði.
Hann fór og talaði við hótelstjór-
ann, sem fylgdi honum upp í
herbergi ungfrú Milton. I fata-
skápnum hékk glæsilegt úrval af
kjólum, og i einu horninu stóð stórt
koffort og stór taska. Þær voru
báðar næstum tómar og það vakti
McLean til umhugsunar. Fata-
koffortið var svo stórt, að því
virtist alveg ofaukið miðað við
farangur Pamelu. Það var ein-
kennilegt að draslast með svona
stórar töskur og hlaut að vera í
hæsta máta fyrirhafnasamt.
Þegar hann skoðaði töskurnar
nánar, sá hann, að i annarri þeira
var klæðskerasaumuð dragt, sem
Pamela hafði ekki haft fyrir að
hengja upp. McLean tók hana upp
og sá þá, að hún var rifin á nokkrum
stöðum. Svo virtist sem það væri
með vilja gert.
— Jæja? sagði Brook með
spurnarhreim í röddinni.
— Vertu i sambandi við mig,
Brook sagði hann. — Gættu þess að
missa ekki af stúlkunnu. Ég veit
svei mér ekki, hvað ég á að halda.
Ef hún hittir Lorimer, látti mig þá
vita strax.
ÆSTI dagur leið, án þess að
Brook gæti tilkvnnt nokkuð
athyglisvert. En svo rann fimmtu-
dagurinn upp, og þá hringdi Brook
til að láta vita, að hann hefði heyrt,
að ungfrú Milton myndi fara af
hótelinu i dag.
— Er nokkuð að frétta af Drake?
— Hann segir, að sér þyki miður,
að hún ætli að fara, en veit
greinilega ekki, hvert hún ætlar. Ef
hann vissi það, held ég, að hann
myndi skipta um hótel.
— Þau eru sem sagt orðnir mjög
góðir vinir?
— Það er óhætt að segja það. Ég
hefi annars ekki séð neitt til
Lorimers.
McLean lagði símtólið á. Hann
hafði sjálfur haldið uppi spurnum
um Rancourt. Það var erfitt að fá
nokkrar áreiðanlegar upplýsingar
um hann. Lorimer var horfinn af
skrifstofunni sinni, og skrifstofu-
maðurinn sagði McLean, að hann
væri að sinna mikilvægum við-
skiptum og hefði ferðast burt úr
borginni. McLean vissi aftur á
móti, hvar hann bjó, og vissi vel, að
hann hafði ekki farið neitt burtu.
LUKKAN sjö hringdi Brook
til McLeans og sagði honum,
að Lorimer hefði verið að koma til
hótelsins. Hann hefði ekki tilkynnt
komu sina hjá dyraverðinum,
heldur farið beint upp til ungfrú
Milton.
— Hún er að setja niður
farangurinn, bætti Brook við. —
Það lítur út fyrir, að hún fari innan
skamms.
— Ég kem strax.
Tíu minútum siðar var McLean
komin.i til hótelsins. Hann hitti
Brook i anddyrinu, hann var
áhyggjufullur að sjá.
— Ég reyndi að ná í þig aftur,
sagði hann. — Rétt eftir að ég
hringdi kom annar maður og fór
upp til ungfrú Milton. Eftir
lýsingunni, sem þú gafst mér á
Rancourt, þá var það hann. Ég fór
strax upp til mín, en gat ekki heyrt
neitt til þeirra.
— Eru þau þar núna?
— Nei. Þau komu öll saman niður
fýrir nokkrum minútum og yfirgáfu
hótelið. Þú varst búinn að fyrir-
skipa mér að fara ekki héðan, svo að
ég vildi ekki elta þau. En það hefði
ég nú líklega átt að gera.
— Það þýðir ekki að fást um það.
Aðgættu, hvort Drake er enn hér á
hótelinu, ég ætla að athuga nokkur
atriði á meðan.
McLean spurðist fyrir um, hvort
ungfrú Milton hefði verið búin að
gera upp reikningana og fékk að
vita, að svo hefði verið, þannig að
henni hefði ekki verið neitt að
vanbúnaði að fara frá hótelinu.
— Skildi hún nokkuð heimilis-
fang eftir, þangað sem mætti senda
póst, ef hann bærist?
— Nei. En eftir þvi sem mér
skildist, ætlaði hún til Parísar.
McLean beið eftir Brook í
anddyrinu, það leið dálítil stund
áður en hann kom aftur.
— Éggetekki fundið hann, sagði
hann. — En herbergisþernan sagði,
að hann hefði verið i herberginu
sínu fyrir stundarfjórðungi. Ef það
er rétt hermt, hefur hann ekki farið
burt af hótelinu, því að ég hefi
fylgst með aðaldyrunum það lengi,
ja, utan örfórra minútna, þegar ég
hljóp upp á loft sem snöggvast.
Hann gæti auðvitað hafa skotist út
rétt á meðan.
CLEAN hlustaði ekki á, hvað
Brook var að segja, því að
Pamela hafði allt í eiru komið inn í
anddyrið. Hún gekk til dyravarðar-
ins og sagði við hann, að farangur-
inn sinn stæði tilbúinn uppi.
McLean gaf Brook merki um að
biða og hljóp upp á næstu hæð, án
þess að Pamela yrði hans vör.
Pamela snéri sér við og sá Brook,
sem brosti til hennar.
— Eruð þér að fara núna, ungfrú
Milton?
— Já, ég er bara að biða eftir
vinum mínum, sem ætla að aka mér
á stöðina. Hafið þér nokkuð séð
Drake?
— Nei, það hefi ég ekki.
— Mig hefði langað til að kveðja
hann. Ef þér rekist ó hann, viljið
þér þá bera honum kveðju mína?
— Alveg sjálfsagt.
Brook til mikillar undrunar ók nú
stór bíll upp að hótelinu, og út um
gluggann sá hann manninn, sem
hann taldi vera Rancourt, stiga út
úr bílnum, en í aftursætinu sat
annar maður kyrr. Sá maður liktist
Lorimer. Rancourt kom inn, og
Pamela gekk til hans og rétti
honum höndina.
— Farangur?
— Jó, hann kemur niður rétt
strax.
Litlu siðar kom farangurinn niður
í lyftunni. Um leið birtist McLean
efst í stiganum og gaf Brook merki
um að koma til sín.
— Það stendur bíll hér fyrir utan,
sagði hann. — Eltu hann og gefðu
mér skýrslu um, hvert hann ekur.
Komdu hingað aftur, þegar þú
hefur eitthvað að segja mér.
Hálftíma siðar snéri Brook aftur
og fann McLean niðursokkinn við
lestur siðdegisblaðanna.
— Hvert heldurðu, að bíllinn hafi
ekið? spurði hann.
— Leyfðu mér að giska tvisvar,
þá er ég viss um, að ég kem með
rétta svarið, svaraði McLean. —
Var það til Enterprises Limited?
— Rétt til getið. Ég dokaði við
fyrir utan í örfáar mínútur, og þá
komu þau öll út aftur og fóru á Café
Royal.
— Gott og vel.
— Hefur þetta eitthvað með
Drake að gera?
— Auðvitað.
— Ef hann er horfinn þýðir það
þá að.... heyrðu koffortið!
— Þú ert á réttri leið, Brook.
— Þeir eru með hann i stóra
koffortinu?
— Nei. Ég held, að við ættum að
láta málið eiga sig þangað til ó
morgun, en þá verðum við við-
staddir fund um viss viðskipti.
ROOE vissi að það var
tilgangslaust að ganga á
McLean þegar hann var i þessu
skapi. Hann fór því bara heim og
braut heilann um, hvað McLean
vildi með því að biða aðgerðarlaus.
Klukkan þrjú næsta dag fylgdust
þeir McLean að ó hótel nokkurt í
miðborginni, þar sem stórt herbergi
var pantað fyrir fund, sem hluta-
bréfaeigendur í Anglo-Afrika námu-
félaginu voru boðaðir á. Brook var
50VIKAN 35. TBL.