Vikan


Vikan - 01.09.1977, Qupperneq 51

Vikan - 01.09.1977, Qupperneq 51
Frá KPS, stærstu heimilistækjaverksmiðju Noregs bjóðum við stórglæsnegt úrval eldavéla, gufugleypa, kæliskápa og uppþvottavéla á mjög hagstæðu verði. Góðir greiðsluskilmálar. Tískulitir: Karry gulur, Avocado grænn, Inka rauður, hvítur og það allra nviasta: svartur! EINAR FARESTVEIT Bergstaðastræti 10 A. Sími 16995. Sendið úrklippuna ti/ okkar og við póstleggium bækling strax. & CO. HF. Nafn________ Heimilisfang lítið inni í viðskiptalegum málum, en honum skildist, að aðalmál fundarins væri að taka ákvörðun varðandi tilboð i hlutabréfin upp á hundruð þúsunda. Stjórnarfor- maðurinn virtist hlynntur því, að bréfin yrðu seld, og benti mönnum á kostina þvi samfara. En við atkvæðagreiðslu var málið fellt, og virtist formaðurinn eiga erfitt með að sætta sig við málalyktir. Talsverð óánægja var meðal fund- argesta, og leystist fundurinn upp með megnri óánægju sumra aðila, sem þarna sátu. Brook gapti af undrun, þegar hann sá allt í einu kunnuglegt andlit. — Þarna er Drake, hvíslaði hann. — Stendur heima. Atkvæði hans réði úrslitum. En nú er mér forvitni á að vita, hvað formaður- inn, herra Coburn tekur sér fyrir. Mig grunar, að hann fari á stað, sem við þekkjum báðir nokkuð til. , skrifstofu Enterprises Limi- ted sátu Lorimer, Rancourt og Pamela og drukku kampavín. Lorimer var drjúgur með sig, en Pamela virtist miður sín og hafði stöðugt auga með stóra koffortinu sem stóð úti i horni. — Honum.... honum liður von- andi ekki illa? spurði hún og benti á koffortið. — Auðvitað er allt í lagi með hann, svaraði Lorimer sannfær- andi. — Þegar Coburn hefur lokið afgreiðslu sinna mála, keyrum við hann, Drake á ég við, út í sveit og sleppum honum þar. — Coburn ætti að fara að láta sjá sig, muldraði Rancourt. — Hann reynir vonandi ekki að svikja okkur. — Nei, það held ég varla. Hann hefur möguleika á því að græða 100.000 á viðskiptunum. — Hvað er eiginlega um að ræða? spurði Pamela. — Vertu ekki að hafa áhyggjur af þvi, ljúfan, sagði hann. — Þú hefur þegar 250 pund í höndunum, sem er ekki sem verst fyrir nokkurra daga vinnu, eða hvað finnst þér? Dyrabjallan hringdi, og Lorimer gekk fram til að opna. Útifyrir stóð herra Coburn sótrauður af vonsku. — Þetta eru vinir mínir og samstarfsmenn, sagði Lorimer og vísaði i áttina til Pamelu og Rancourts. — Vinir yðar, urraði Coburn. — Þið eruð meiri erkififlin, hann var mættur á fundinum með sínum mönnum. Allt fór í vaskinn, ég er hér til að segja ykkur, hvað mér finnst um svona svikara eins og ykkur..... — Þér eruð orðinn vitlaus, greip Lorimer fram i fyrir honum. — Drake er hér í ferðakoffortinu og hefur ekki farið úr því síðan í gærkvöldi. — Þér ljúgið því, hrópaði Coburn. — Ég hlusta ekki á þessa ósvífni, sagði Lorimer. Þér verðið að átta yður, hér er lykillinn, og þegar þér hafið litið í koffortið, takið þér vonandi móðganir yðar til baka. Það var barið að dyrum. Þau litu hvert ó annað og héldu niðri í sér andanum. Lorimer hikaði, en gekk svo fram og lauk upp. Þar stóðu þeir Brook og McLean. — Góðan daginn, Lorimer, sagði McLean. — Má ég koma innfyrir? — Nei. — Mér þykir fyrir því, en ég á áriðandi erindi, sem ekki þolir bið. McLean ýtti Lorimer til hliðar og brosti til viðstaddra um leið og hann ktn inn. — Allir mættir, sagði hann. — Ég bjóst við þvi, að Coburn færi hingað. Þið eruð öll handtekin. — Má ég spyrja hvers vegna? sagði Lorimer með glotti. — Það er i sambandi við koffortið þarna, sagði McLean. — Ég skil ekki.... — Ég skal lána yður lykil, sagði McLean. — Ég lét gera hann. 1 koffortinu eru ýmsir hlutir, sem eru eign hótelsins, sem þessi elskulega stúlka dvaldist á. Þarf ég að segja fleira? Lorimer dró djúpt andann og starði á lykilinn í höndum McLe- ans. Coburn var náhvítur i framan, og Rancourt var ygldur á brúnina. Pamela virtist nokkuð með sjálfri sér. Hún skoðaði sig í spegli og púðraði nefbroddinn vandlega. — Ég hefi bara þvi við að bæta, að herra Drake hefur það ágætt, sagði McLean, — að vísu lyktar hann af klóróformi. En nú skulum við fara niður, lögreglubill stendur úti fyrir og bíður okkar. — Jæja, sagði Lorimer á leiðinni ofan stigann — Þá er búið með þetta. Q EINNA voru þau öll dæmd ^ — Drake var ekkert of ánægður. McLean vissi, hvað klukkan sló. — Jú, hún var mjög aðlaðandi, viðurkenndi hann fúslega. — En hún gæti aldrei lifað heiðarlegu lífi. Höfðuð þér hana ekki grunaða? — Nei, mér datt ekkert í hug. — Hún vissi reyndar ekki mikið um, hvað var á seyði. Coburn sagði þeim ekki meira en nauðsyn krafði. Ég frétti í gær, að Coburn væri hátt settur í fyrirtækinu, sem hafði óhuga á að kaupa. Ég er hræddur um, að fangelsið hafi ekki tök á að veita honum þann munað, sem hann hefur lifað við. — Hvernig fengu þau yður annars inn í koffortið? spurði Brook Drake. Drake yppti öxlum og sagðist helst ekki vilja ræða um það. Seinna svalaði McLean forvitni Brooks. — Hún fór inn í herbergið til hans og sagði honum, að það væri rotta í herberginu hennar. Auðvitað hrað- aði hann sér henni til bjargar, en rotturnar voru þeir Lorimer og Rancourt. Þeir settu klút með klóroformi fyrir vitin á honum og læstu hann svo niðri í koffortið. Það er ekki von, að hann kæri sig um að segja frá þessu. — O, þetta gæti nú hent hvern sem er, sagði Brook og ræskti sig, þegar McLean leit glottandi til hans. 35. TBL. VIKAN 51

x

Vikan

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.