Vikan


Vikan - 01.09.1977, Page 55

Vikan - 01.09.1977, Page 55
 Sídumula 15, Sími 33070 gjarn Varnirgegn drukknun Farið aldrei alein í sund. Syndið ekki lengra út, en þið getið botnað. Stingið ykkur ekki, ef þið þekkið ekki staðinn vel. Syndið ekki eftir aðalmáltíð dagsins. Syndið ekki ef þið eruð óvenju- lega þreytt. Hrindið aldrei neinum ofan í og kaffærið ekki aðra. Verið ekki of lengi á sundi. Hrópið aldrei á hjálp að gamni ykkar, aðeins ef hætta er á ferðum. Sjáir þú óhappið eiga sér stað, skaltu halda rónni, kalla á hjálp — reyna blástursaðferðina strax. „ Ferðamagi" Á fyrstu dögum ferðarinnar, erlendis, er ráðlegra að gæta sín í matarræði meðan maginn er að venjast matnum, sem oft er meira kryddaður og öðru vísi matreiddur en við eigum að venjast heima. Margt ferðafólk hefur orðið fyrir slæmri reynslu af þessu tagi sem hreinlega hefur eyðilagt fyrir því ferðina. Svo gætið ykkar, sérstaklega fyrstu dagana. Næsti sími Neyðarvakt Næsti Spíta/i Næturvakt /ækna Dýralæknir Apótek Gastæki Tjöld, tjaldvagnar, sumarbústað- ur — á flestum þessum stöðum er notað gas. Að vísu er auðvelt að eiga við gas en dauðhættu- legt komist eldur að. Gas án öryggisventils springur við mik- inn hita. Komi upp smáeldur í tjaldinu, vagninum eða bústaðn- um, mundu þá að koma gas- flöskunum út úr húsi. Náist það ekki þá komdu fjölskyldunni út á stundinni. Það er betra að láta tryggingar bæta dauða hluti en að eiga á hættu brunasár. Áfengi Víst ráðleggjum við að drekka mikið í sólarhitanum — þó ekki of mikið áfengi. Líkaminn getur ekki þolað of mikið af því. Orsökin er að áfengi eykur brennslu líkamans og það sama gerir bæði sólbaðið og sundið og að auki líkamlegt atgervi. Með öðrum orðum þessi samsetning getur valdið tvöfaldri brennslu og það er hættulegt. Gætið ykkar á só/inni Það er aldrei of oft varað við sólinni. Við viljum gleypa hana í okkur, og kannski ekki óeðlilegt, þar sem við sjáum hana allt of sjaldan. Byrjið hægt, helst með höfuðfat á höfði. Þegar um er að ræða smábörn, má alls ekki gleyma höfuðfati. Það er ekki um mörg ráð að velja ef þú hefir orðið fyrir sólbruna. „Talkum," sumir ráðleggja kartöflumjöl, og mjúk bómullarblússa á einna best við þau óþægindi sem orðið geta af sólbruna. Ef þú kastar upp og líður illa, eftir langan sólbaðsdag, hefir sól- brunnið, þá er vissara að leita læknis. Sadolin til trae ^lin h °o ud.nd»r' rn 1 nvia 35. TBL VIKAN 55

x

Vikan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.