Vikan


Vikan - 20.10.1977, Page 16

Vikan - 20.10.1977, Page 16
Erin Fleming minnist Grouchos Marx með söknuði og sagði eftir lát hans: ,,Þetta var mjög vilja- sterkur maður. Hann er ekki dáinn í alvöru. Ef ég þekki hann rétt, mun hann aðeins fá sér góðan blund og hvíla sig næstu aldirn- ar." Þótt Groucho sé dáinn, munu skrýtlur hans lifa. Skömmu fyrir andláltið var honum sagt, að maður væri kominn að spyrja eftir honum. — Hver er það? — Hann sagði ekki til nafns, en hann er með yfirskegg. — Segðu honum, að mér nægi mitt skegg, svaraði Groucho. Eitt sinn spurði alríkislögreglan (FBI) Groucho að því, hvort það væri rétt, að hann hefði sagt opinberlega, að hann óskaði þess, að Nixon yrði myrtur. Þá svaraði hann: ,,Ég neita öllu, því ég lýg alltaf og allt, sem ég neita, er lýgi" ,,Ég myndi aldrei gerast með- limur í klúbbi, sem féllist á að gera mig að meðlim," sagði hann líka eitt sinn. Fræg er sagan af Groucho og frú Claire Boothe Luce, eiginkonu hins valdamikla forstjóra Life- ritsins. Eisenhower hafði nýlega skipað hana sendiherra Bandaríkj- anna í Rómaborg, er Groucho lenti með henni í fínni veislu í Los Angeles. i lok samkvæmisins varð Ijóst, að þar sem frú Luce hafði komið ein, þurfti hún að fá herrafylgd heim — en hún dvaldist hjá vinum sínum í Bel Air hverfinu. Groucho bauðst til að aka henni heim — því, að því er hann sjálfur sagöi, hafði hann séð á frúnni, að hún hafði strax séð á meðfæddri riddaramennsku hans, hve hann skar sig úr skrílnum, sem var til Síðustu 6 æfiárin var Groucho í vinfengi við Erin F/eming, sem gerði hann ungan í annað sinn, eftir því sem vinir hans segja. staðar. Groucho hafði ekki minnstu hugmynd um í hvaða hluta stórborgarinnar Bel Air- hverfið var. En fremur en viður- kenna það fyrir hinum fagra og tigna förunaut, ákvað hann á láta lukkuna ráða. I dögun lagðist dimm Kyrrahafsþoka yfir borgina, og Groucho, sem ók hring eftir hring, tók eftir því, að frúin fór smám saman að verða óróleg. Loks áræddi hún að spyrja: 16VIKAN 42. TBL.

x

Vikan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.