Vikan


Vikan - 20.10.1977, Side 35

Vikan - 20.10.1977, Side 35
Um þessar mundir eyöa bretar miklu fjármagni í tilraunir til að vinna orku úr haföldum. Ef íii vill verður það „hoppandi öndin," sem leysir kjarnorkuverin af hólmi „Hoppandi öndin," „flotinn" og „bjórdósin" eru meðal þeirra uppfinninga, sem um þessar mundir ber hæst hjá þeim, sem vinna að því að reyna að nýta þá orku, sem [ haföldum felast. „ANDASTELIÐ FYLGIR ÖLDUHREYFINGUNNI RAFALL Reynt er að vinna orku úr öldunum gegnum ýmsar gerðir flothylkja, sem komið er fyrir í keðju spölkorn frá landi. Bak við flothylkin kyrrist sjórinn og gárast naumast. Líklega eru mestar vonir bundnar við „hoppandi öndina." Sú uppfinning fæddist raunar fyrir tilviljun. Breskur vísindamaður spurði tölvu, hvernig flothylkið ætti að lita út, og svarið var nákvæm mynd af önd! Nú eru uppi ráðagerðir um að leggja keðjur af ,,öndum" úti fyrir strönd Englands. Og þegar olían og kolin eru gengin til þurrðar, á ,,öndin" að koma til skjalanna. „FLOTINN" VATNSAFLSHLEKKIR .BJÓRDÓSIN" HVERFLAR ,,Flotinn" er einnig ensk uppfinning. Hér er raunar um að ræða flekakeðju, og orkan er unnin úr öldunum með vatnsaflshlekkjum milli flekanna. „Bjórdósin" er japönsk uppfinning. Hólkurinn er opinn að neðan. Þegar öldur skella á hólknum, fer vatnssúlan inni í honum á hreyfingu og knýr hverfla, sem þar eru. Ölduaflið hefur stóran kost öldurnar eru mestar á veturna, þegar orkuþörfin er einmitt most. En það verður einnig að vera til staðar olía, kol eða sólarafl til að mæta þeim dögum, þegar gerir lygnan sjó. er margt órannsakað i sambandi við nýtingu ölduafls og varla búist við, að stórfelldar tilraunir hafi skilað árangri fyrr en eftir u.þ.b. tíu ár. En kannski verður „hoppandi öndin" farin að flytja heimilunum orku um næstu aldamót. Texti: Anders Palm Teikn.: Sune Envail Bretar hafa gnægð ölduafls við strendur sínar, einkum úti fyrir norðvesturströndum Englands og Skotlands, en einnig út af Cornwall-skagan- um. Fræðilega séð ætti 100 mílna löng keðja af ,,öndum" að geta fullnægt helmingi af orkuþörf landsins. Leysir „andaflotinn” orkuvandann

x

Vikan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.