Vikan


Vikan - 20.10.1977, Side 44

Vikan - 20.10.1977, Side 44
•y EISLUNNIvarlokið.Lenaog Micftael voru komin heim aftur í litlu gamaldags ibúðina sina í miðbænum. Michael lét sig falla niður í stól. Þreyttur og fýldur. — Hvers vegna rífumst við alltaf, þegar við komum heim frá því að skemmta okkur? spurði hann með upgjafartón i röddinni. Lena rauk strax upp. — Vegna þess að þú ert tillitslaus. Þú ímyndar þér, að þú hafir leyfi til að haga þér eins og þér sýnist — bara af því að við erum ekki gift upp á gamla móðinn. við búum þó saman eins og maður og kona! — Þú ert smásmuguleg, sagði hann geispandi. — Ég er farinn að hátta. — Þú ferð ekki fet, þú skalt hlusta á mig. Églæt ekki bjóða mér það, að þú hangir yfir hvaða smástelpu, sem kemur nálægt þér. — O, þaðerekkert, semþú þarft að vera afbrýðisöm út af. Michale stóð upp. — Má ég nú fá leyfi til að hátta? Ég ætla snemma á fætur til að lesa. Og þú ferð sjálf snemma til vinnu. Vertu nú skynsöm og taktu það rólega. Það ert þú, sem ég er hrifinn af. Það ert þú, sem ég elska. Hann gekk til hennar: — Komdu. Við skulum koma okkur í háttinn. Lenahikaði. Húnvar ekkieinsreið núna. Hún horfði á hann og vissi, að hún elskaði hann heitt og innilega, þess vegna fékk þetta svona mikið á hana. Af hverju á hann svona erfitt með að skilja mig? spurði hún sjálfa sig. Er afstaða karlmanna önnur en kvennaáþessu sviði? Þaðvareinsog Michael fyndist hún ætti að vera ánægð með, að hann daðraði til hægri og vinstri, þegar þau voru úti að skemmta sér. En hún var alls ekki ánægð. Hún hafði reynt að láta, sem hún sæi það ekki. Hann virtist ætlast til, að hún daðraði líka. En hún gat það ekki, hún hafði reynt það. En slíkt var henni ómöguleg. Þegar þau hin dönsuðu vangadans eða keluðu og kysstust úti í hornum, dró hún sig í hlé og reyndi að láta sem minnst á sér bera. Sjálfsagt var hún þvingandi og leiðinleg. Leiðinleg og gamaldags. Á heimleiðinni kom hún við í kjötbúð og keypti nautabuff, jafnvel þó að hún hefði hreint ekki ráð á því. En hana langaði til að gleðja Michael, og buff var uppáhalds- rétturinn hans... Það var líka mikil- vægt, að hann fengi gott að borða, þegar hann þurfti að sitja og lesa svona mikið. Hún var stolt y fir því að hann lagði stund á lögfræði og hlakkaði til þess dags, þegar hann yrði lögræðingur. SMÁSAGA EFTIR VIBEKE DAHL sem höfðu gert vart við sig fyrripart dagsins. Hún var svo óendanlega þreytt. En hún mátti ekki láta Hvers vegna svona mikla fyrirhöfn til að búa saman? Burt með alla pappíra upp á eilífa tryggð! j VINNUNNI næsta dag var hún þreytt og óupplögð. Hún spurði sjálfa sig, hvað það gæti verið. Var það virkilega út af Michael? Nei, það gat varla verið. Kannski var eitthvað að henni líkamlega? Þegar leið á daginn, lagaðist þó heilsan, og hún var vongóð um, að þetta væri ekkert alvarlegt. Hún hafði hálfgert samviskubit gagnvart Michael. Hún hafði komið kjánalega framvið hann. Hannsemvaryfirleitt svo góður. Hún hafði lofað því að styðja hann á alla lund, meðan hann væri við nám. Það kom fyrir, að sú hugsun læddist að henni, að Michael — sem vildi, aðþau lifðu í óvígðri sambúð — myndi kannski segja henni upp einn góðan veðurdag. Þetta var sjálfsagt heimskuleg hugsun, en hún gat ekki losnað við hana. Það hafði gerst fyrr, að konur fórnuðu sér fyrir menn, en var síðan ýtt til hliðar. Þegar hún gekk upp stigann, fann hún aftur fyrir þessum óþægindum, bugast. Michael mátti ekki sjá, hvernig henni leið. HÚN opnaði dyrnar með lykli og kallaði strax: — Halló, það er ég! Ég er með gott í matinn! Allt var hljótt. Steinhljótt. Hún fór inn í stofuna, en þar sat enginn við skrifborðið við glugg- ann. Michael var alls ekki heima. Nú, hann hefurbara skotist niður, hugsaði hún með sér og lagði vörurnar frá sér. Þá sá hún lítinn miða á matborðinu. Hún tók hann upp og las: ,, Kæra Lena. Ég borða úti í kvöld með nokkrum vinum, það er sameiginlegt vandamál, sem við ætlum að ræða. Kem seint heim. Bless. Michael.” Vonbrigðin læstu sig um hana. Engin kærleiksorð. Engin sniðug athugasemd í lokin, eins og hann 44VIKAN 42. TBL.

x

Vikan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.