Vikan


Vikan - 22.12.1977, Blaðsíða 12

Vikan - 22.12.1977, Blaðsíða 12
Ölafur Magnússon frá Mosfelli var á sínum tima landsþekktur sem söngvari, álfakóngur og jólasveinn. Honum er skiljanlega ekki alveg sama um að vera landsþekktur jólasveinn, því orðið hefur bæði heillandi og niðrandi merkingu! En ég held því fram í nafni fjölmargra, að Ölafur hafi gætt jólasveinshlutverkið alveg sérstökum töfrum og hann náði því, sem öðrum gekk miður — að hrífa jafnt yngri sem eldri börn, þannig að þau gleymdu bæði hræðslu og óþekkt og gáfu sig ævintýrinu fullkomlega á vald. minnstu l yngstu fæddust í Reykjavík, var sú, að eldri systkini mín sóttu skóla í Reykjavík, og heimilið var þar af leiðandi tvískipt í nokkra vetur. FIMM ÁRA HEIÐURSLÍKMAÐUR — Eftir hverju manstu fyrst? — Ég man fyrst eftir mér að einhverju marki um fimm ára aldur, en það var ekki í sambandi við jól, heldur jarðarför. Þannig vtu-, að Ölafur Magnússon á Hrísbrú kom oft til foreldra minna og var mikill kunningi þeirra. Hann hélt mikið upp á mig, liklega vegna þess að ég var alnafni hans. Hannn leyfði mér að kalla sig afa. Hann var hættur að búa og kominn til Magnúsar sonar síns á Hraðastöðum. Svo er það eitt sinn, að karlinn segir: „Líklega kem ég ekki oftar, en þegar ég verð allur, á nafni minn að verða heiðurs- líkmaður.” Þetta er mér minnis- stætt. Skömmu síðar lést hann, og er húskveðjan var haldin á Hraða- stöðum, fór ég með pabba riðandi á gömlum vagnhesti og fannst mikið til um. Ég man, að ég fékk sætsúpu og steik á Hraðastöðjim, en hún Herborg, sem var náskyld Halldóri i Laxnesi,- var ákaflega myndarleg húsmóðir. Þegar lagt var af stað til kirkju, var kistan bundin á grindarvagn, og ég reið náttúrlega næstur vagninum sem útnefndur heiðurslíkmaður. Þá var Að þessu komum við síðar í viðtalinu, en fyrst biðjum við Ölaf að staldra andartak við fyrstu minningar hans frá jólum heima á Mosfelli, en byrjum samt á upphafinu. — Ég er fæddur á Mosfelli 1. janúar 1910, sonur Valgerðar Gísla- dóttur og séra Magnúsar Þorsteins- sonar. Þau fluttu þangað frá Bergþórshvoli, en áður en þau settust endanlega að á Mosfelli, bjuggu þau nokkra mánuði í Laxnesi hjá foreldrum Halldórs Laxness. Þá voru fædd systkini mín: Kristín, Bergþór, Þorsteinn og Matthildur, en Ásta fæðist i Laxnesi. Þegar foreldrar mínir voru sest að á Mosfelli eignuðust þau dóttur, sem dó á fyrsta ári, en síðan fæddist ég heima á Mo3felli. Tvö yngri systkini mín, Árni og Guðrún, fæddust bæði i Reykjavík. — Þú hefur semsagt mestan rétt þeirra systkina til að kenna þig við Mosfell! — Það má kannski segja það. Ástæðan fyrir því, að þau tvö 12 VIKAN 51. TBL.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.