Vikan


Vikan - 22.12.1977, Blaðsíða 14

Vikan - 22.12.1977, Blaðsíða 14
Ensk skólabörn í heimsókn á Islandi. Hér elta þau Kertasníki, sem ætlar að bjóða þeim góðgerðir í Árbæ. Kertasnikir kom víða við meðan hann ,.starfaði” fyrir Flugfélag Íslands. Hér er hann á siglingu fyrir framan Höfn í Hornafirði, að heimsækja börnin þar. upp í rúm á kvöldin, vorum við látin syngja eitthvað, sem við kunnum öll, og síðan fórum við með bænirnar okkar. Bemskudagarnir heima á Mos- felli voru ákaflega ljúfir. HVAR ER LJÖÐABRÉFIÐ FRÁ BENEDIKT GRONDAL?_______________ — Ég fékk oft að skoða bréf hjá pabba, sem var bundið í shirting. Þetta var ljóðabréf frá Benedikt Gröndal til Þorsteins Jónssonar afa míns, sem var læknir í Vestmanna- eyjum frá 1864, en þeir voru miklir kunningjar. Þetta Ijóðabréf hefur algjörlega horfið, en það var í vörslu móður minnar eftir að hún fór frá Mosfelli. Gils Guðmundsson hefur ekki rekist á það, en hann safnaði öllu, sem hann vissi að var til eftir Benedikt. Ég man fyrstu vísuna i þessu ljóðabréfi, en veit samt ekki, hvort ég fer alveg rétt með, enda hef ég ekki séð bréfið, síðan ég var tólf ára: Að skrifa þér doktor er skelfileg þraut. Ég skunda með peiinann snjóhvíta braút, kolsvarta stafi ég keyri á blað, kamfórudropann ég færi mér að, því mig vantar hressing, og mig vantar margt, svo mætti ég flytja þér verðskuldað skart. í mínum augum var þetta ljóðabréf hrein gersemi, skreytt fjölmörgum teikningum af allskon- ar kynja,..yndum. Spurningin er bara: Hvar er það niðurkomið? Nú sleppum við löngum, og fróðlegum kafla úr viðtalinu, og færum okkur nær nútímanum og spyrjum, hvernig á þvi stóð, að Olafur gerðist jólasveinn, og hvort hann myndi eftir einhverjum i jólasveinagervi á hans unga aldri. — Nei, ég mah bara eftir kortum af Sankti Kláusi, en þegar menn fóru að taka upp þetta gervi hér, festist jólasveinanafnið strax við Sankti Kláus, og hann hefur aldrei verið kallaður annað en jólasveinn. SÁ ALFREÐ ANDRÉSSON FYRST I JÖLASVEINSGERVI — Mnnstu hvenær þú sást þesskonar jólasvein fyrst? — Það var einhverntíma í stríðslokin, að ég sá Alfreð heitinn Andrésson leikara í gervi jóla- sveinsins, eins og hann kemur fram núna. Hann söng þá gamanvísna- brag og var ákaflega lifandi og fjörugur. Þá kom Jóhann risi einnig fram á jólatrésskemmtunum og sýndi m.a. spilagaldra, en hann söng ekkert. Þeir fóru báðir niður á gólf til krakkanna og hoppuðu um með þá í halarófu á eftir sér. Úr þessu urðu ansans mikil ærsl, því stóru strákarnir reyndu að troða sér sem næst jólasveininum og reyndu jafnvel að toga í skegg hans og húfu, en það gátu þeir reyndar ekki, þegar Jóhann átti í hlut. Aftur á móti urðu litlu krakkarnir utan- gátta og jafnvel logandi hrædd. Þegar við fórum fyrst með litlu krakkana okkar á þessar skemman- ir, urðu þau bara hrædd, og þá skildi ég, að þetta var ekki rétta leiðin. — Ég kom fyrst fram á jólatrésskemmtun á Brúarlandi.og var vinur minn Sigfús Halldórsson tónskáld undirleikari. Ég átti þá forláta jólasveinsskegg, sem ég hafði keypt í ameríkuför Karlakórs Reykjavíkur, en annað gervi var heimatilbúið. Næst gerist það, að Alfreið kom að máli við mig og bað mig að hlaupa í skarðið fyrir sig, því hann væri orðinn þreyttur á þessu. Ég kom fram í hans stað í Sjálfstæðishúsinu, en sagði við ráðamenn þar, að ég vildi ekki fara niður á gólf, vildi forðast þessi miklu ærsl. Þeir tóku því vel. Ég valdi lög, sem höfðaði til þeirra allra yngstu, og fann fljótt, að því einfaldari, sem lögin voru, því meiri þátt tóku allir krakkarnir i þessu með mér. Þama þöndu þau sig, eins og þau gátu, til að láta mig heyra, hvað þau væru nú dugleg að hjálpa mér! Þetta form hafði semsagt blessast og létti mikið undir hjá mér, þegar ég síðar meir varð kannski að mæta á þremur til fjórum stöðum sama kvöldið, sem var hreint út sagt bölvað púl. SKRÝTIÐ LJÓS Á KERTI — Ég tók upp á því að kalla mig Kertasníki og sagði við þá, sem stóðu fyrir skemmtununum, að þeir yrðu að hafa einhvers staðar hrúgu af kertum, sem þeir afhentu litlu börnunum, þannig að þau gætu rétt mér kerti. Svo spurði ég þau, hvort þau vissu, hvað ég héti, og þá vissu einhverjir krakkar það. Þá spurði ég: „Eigið þið kannski kerti að gefa mér?” Þá voru allar hendur á lofti, og um leið og þau réttu mér kertið, fengu þau að sjá framan í mig, og ég náði að brosa til þeirra og segja nokkur orð við þau: „Mikið ertu falleg, mikið ertu fín, en hvað þú ert orðinn sterkur,” og fleira í þeim dúr. Þá fann ég, að þau voru farin að hlusta, og ég spurði þá gjarnan: „Hvað eru nú mörg hér, sem eru orðin þriggja ára? Viljiði rétta upp hendurnar?” Jú, margar hendur á lofti. Þá sagði ég: „Þið stóru krakkarnir og ég ættum nú að hjálpa litlu krökkunum að syngja”. Þá voru allir orðnir þátttakendur. Svo fann ég kannski upp á að segja: „Þegar ég er nú kominn í höllina mína upp í Esju, þar sem eru stórir gluggar — Hvaða efni haldið þið, að séu í gluggatjöldunum? Jú, ís og snjór. En samt sagðist ég nú sjá út um þennan glugga ansi mikið. En það er annað — nú eruð þið öll búin að gefa mér kerti, og þegar ég kem nú aftur í höllina mina, þá raða ég upp kertunum ykkar.'Svo skrifa ég við hvert kerti nafn þess, sem 14 VIKAN 51. TBL.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.