Vikan


Vikan - 22.12.1977, Blaðsíða 20

Vikan - 22.12.1977, Blaðsíða 20
okkar. Það hefi ég alltaf sagt og stend við það. Og hefði eitthvað svipað hent þig og kom fyrir mig.... Ösjálfrátt fórnaði Ebba höndum, og Júlía hló hæðnislega. — Þama sérðu. Þú mátt ekki einu sinni til þess hugsa. En ef það hefði skeð — þá hefði Mats gamli annað hvort framið sjálfsmorð eða keypt handa þér eiginmann, svo að þú yrðir virt sem ærukær eigin- kona. Þér hefði ekki verið kastað í svaðið, ekki holað niður hjá galdra- kerlingu! Ebba svaraði ekki. Hún hafði aldrei hugsað neitt i þessa áttina. Júlia hafði vissulega mikið til sins máls — en hvaða máli skipti það í þessu sambandi? Nú skipti bamið öllu máli. Sonur hennar. — Hvað viltu svo? sagði hún að lítilli stundu liðinni. — Fyrst og fremst vil ég reyna að fá þig til að skilja, svaraði Júlia, og rödd hennar var bitur. — Þú segir, að ég hafi viljað, að einhver önnur tæki hann að sér. Þú ert hneyksluð — nei, þú segir það ekki, en innst inni finnst þér ég ekki haga mér, eins og móður ber. Að ég sé ekki þess verðug að eignast bam. — Júlia, hvaða tilgangi þjónar þetta? Hvers vegna eigum við að ræða þetta? Það er ekki þetta, sem máli skiptir? — Það má vera. En ég get ekki ráðið við tilfinningar minar, þetta rifjast allt upp, þegar ég sé þig. Þú veist ekki, hvaða raunir menn geta ratað í... Þú hefur aldrei reynt neitt. — Ég gekk líka með barn, sagði Ebba lágt. — Ég fæddi það, og það dó. Það varð þögn um stund. Svo sagði Júlía eilítið mildari rómi: Það er satt. Það er að segja, ég frétti, að þú hefðir fætt fyrir tímann, samt óttir þú frískan og fallegan dreng. Ég lagði saman tvo og tvo og fékk út fjóra. Hvert hefði barnið mitt getað farið annað sömu nótt og það fæddist? Það vom aðeins við tvær, sem væntum okkar í sveitinni um þessar mundir. Og ekki hafði ég spumir af neinum öðram, sem tekið höfðu að sér bam um þetta leyti. Ég hefi á réttu að standa, er ekki svo? Ebba kinkaði hægt kolli til svars. Hún gat ekki logið. Það hefndi sín að reyna að breyta öllu eftir eigin vilja. — Elsbeth er nom, sagði Júlía hörkulega. — Heldurðu að ég hafi fengið stakt orð út úr henni? Ekki til að tala um. Ég spurði, og hún sagði bara: Honum liður vel. Betur en þú átt skilið. — Hvers vegna vildurðu ekki halda honum? — Guð hjólpi þér, Ebba. Veistu ekki, hvemig þeim famast, sem eignast lausaleiksböm? Hvemig maður er hafðuK að háði og spotti, hvemig allir þykjast geta gagnrýnt mann og baktalað og kannski með réttu. Maður getur ekki fengið sér vinnu, — að minnsta kosti ekki svo vel launaða, að hægt væri að framfleyta tveimur. Og bamið myndi líða á ýmsa lund. Talaðu ekki um það, sem þú skilur ekki. — En hann á þó föður? — Já, það á hann, svaraði Júlia, það fóra viprar um munninn. — Þú veist, að ég fór til Stokkhólms til að læra við tónlistarskóla. Hann var þar af sömu ástæðum, en var þó kominn lengra en ég og hafði einnig meiri hæfileika. Svo fékk hann styrk, svo háan, að hann gat farið til framhaldsnáms i Róm. Við héldum honum mikla veislu í kveðjuskyni — ogþað var þó.... Ég var ástfangin af honum og leyfði honum að koma heim með mér. Ég skrifaði honum, þegar mér varð ljóst, hvað gerst hafði, en ég hefi ekki fengið svar, og aðrir kunningj- ar okkar hafa ekkert samband haft Þangað leita viðskiptin, semúniaGð ermest. Smáauglýsingar BIABSINS Þverholtill sími 2 70 22 Opið til kl.10 í kvöld 20 VIKAN 51.TBL.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.